Aldrei hélt ég að ég myndi sérstaklega verja George W. Bush en...

...ummæli McCains eru fáranleg endfeldni svo mildilega sé til orða tekið. McCain notar hér mjög skrýtna aðferð til að reyna að upphefja sig í kosningabaráttunni. Eiginlega jafn skrýtna og þá að velja verulega afturhaldssinnaða og andlega fátæka fyrrverandi fegurðardrottningu sem varaforsetaefni.

Efnahagskreppan á sér ekki neinn einstakan sökudólg. Samanlagt bjartsýniskast okkar allra á þátt í þessu rugli. Það var enginn neyddur til að bjóða lán, það var enginn heldur neyddur til að þiggja þau.

Við áttum öll að vita betur eftir á að hyggja. 


mbl.is Segir Bush hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Það eru Federal Reserve og Wall Street sem stjórna efnahagnum og bera ábyrgð á þessu, svo og auðvitað fáfræði almennings, en hvorki þingið né forsetinn. Valdið yfir stýrivöxtum og peningaframleiðslu var flutt til Federal Reserve sérstaklega í þeim tilgangi að taka þau völd af forsetanum og þinginu árið 1913, af ótta við að stjórnmálamenn myndu alltaf auka framleiðslu og lækka stýrivexti, því það hefur alltaf jákvæð áhrif tímabundið, vitaskuld með þeim galla að það kemur niðursveifla eftirá, en gríðarlegar efnahagssveiflur voru helsta vandamál Bandaríkjanna í þá daga ásamt bankagjaldþrotum.

Það eina sem forseti getur gert til að hjálpa efnahagnum í þessari stöðu er í fyrsta lagi tímabundið, og í öðru lagi óskynsamlegt, en það er að skapa eða misnota aðstæður sem gerir þeim kleyft að fá bandarískan efnahag lánaðan til andskotans... til dæmis með stríði, því þá þarf að fá lánað það sem þarf til að vinna, og allir sem eru á móti því að gera "hvað sem það þarf" til að vinna, eru vitaskuld föðurlandssvikarar og kommúnistar og svo framvegis.

Bankar og önnur skítabæli væru þó ekki svona miklar ófreskjur ef ekki væri fyrir fáfræði almennings, þannig að þetta er rétt hjá þér, það var enginn neyddur til að taka öll þessi lán, heldur fólki (markvisst og meðvitað) gefin sú hugmynd að allt væri svo gott og yrði að eilífu.

Það er reyndar eitt sem mér dettur í hug við það, að það er kannski ekkert skrýtið að fólk hafi ekki vitað að þetta gæti gerst, því hvort sem það eru stjórnmálamenn eða blóðsugurnar í bönkunum, þá verða þeir alltaf að tala markaðinn upp, ekki niður, því það þykir víst óábyrgt. Þegar einhver spekingurinn bendir á að hlutirnir geti farið mjög illa, þá er hann undantekningalítið sakaður um að tala markaðinn niður og að vera óábyrgur. Það er svolítið eins og að mönnum sé hreinlega alveg sama hvort það sé satt eða ekki.

Hvað segirðu við því, Haukur? Er ég að ýkja eða misskilja þetta?

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nei Helgi, þú hefur ágæta sýn á þetta. Þú kveður reyndar sterkar að orði en ég en það er líklega bara stíllinn þinn

Reyndar er það svo að þegar menn, sem sumt fólk trúir á sem hálf- eða alguði eins og Davíð Oddsson, tala þá hefur það meiri áhrif en bullið í mér eða þér. Davíð leyfði sér þá dæmalausu ósvífni að tala samtímis með háum stýrivöxtum og tala niður fasteignaverð í landinu. Svona tala ekki ábyrgir menn í hans stöðu. Davíð, Geir og fleiri sem gegna ábyrgðarstöðum verða að sinna þeim í þágu fólksins sem þeir vinna fyrir. Þeir geta því ekki leyft sér hvaða orðbragð sem er. Þeir mega heldur ekki á móti láta eins og þeir sjái ekki vandamálin. Í þeirra tilviki er krafist hófsemdar.

Að öðru leyti er manni slétt sama hvort einhverjir aðrir tali um góðæri eða kreppu

Haukur Nikulásson, 22.9.2008 kl. 15:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband