22.9.2008 | 11:19
Aldrei hélt ég að ég myndi sérstaklega verja George W. Bush en...
...ummæli McCains eru fáranleg endfeldni svo mildilega sé til orða tekið. McCain notar hér mjög skrýtna aðferð til að reyna að upphefja sig í kosningabaráttunni. Eiginlega jafn skrýtna og þá að velja verulega afturhaldssinnaða og andlega fátæka fyrrverandi fegurðardrottningu sem varaforsetaefni.
Efnahagskreppan á sér ekki neinn einstakan sökudólg. Samanlagt bjartsýniskast okkar allra á þátt í þessu rugli. Það var enginn neyddur til að bjóða lán, það var enginn heldur neyddur til að þiggja þau.
Við áttum öll að vita betur eftir á að hyggja.
Segir Bush hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Sammála. Það eru Federal Reserve og Wall Street sem stjórna efnahagnum og bera ábyrgð á þessu, svo og auðvitað fáfræði almennings, en hvorki þingið né forsetinn. Valdið yfir stýrivöxtum og peningaframleiðslu var flutt til Federal Reserve sérstaklega í þeim tilgangi að taka þau völd af forsetanum og þinginu árið 1913, af ótta við að stjórnmálamenn myndu alltaf auka framleiðslu og lækka stýrivexti, því það hefur alltaf jákvæð áhrif tímabundið, vitaskuld með þeim galla að það kemur niðursveifla eftirá, en gríðarlegar efnahagssveiflur voru helsta vandamál Bandaríkjanna í þá daga ásamt bankagjaldþrotum.
Það eina sem forseti getur gert til að hjálpa efnahagnum í þessari stöðu er í fyrsta lagi tímabundið, og í öðru lagi óskynsamlegt, en það er að skapa eða misnota aðstæður sem gerir þeim kleyft að fá bandarískan efnahag lánaðan til andskotans... til dæmis með stríði, því þá þarf að fá lánað það sem þarf til að vinna, og allir sem eru á móti því að gera "hvað sem það þarf" til að vinna, eru vitaskuld föðurlandssvikarar og kommúnistar og svo framvegis.
Bankar og önnur skítabæli væru þó ekki svona miklar ófreskjur ef ekki væri fyrir fáfræði almennings, þannig að þetta er rétt hjá þér, það var enginn neyddur til að taka öll þessi lán, heldur fólki (markvisst og meðvitað) gefin sú hugmynd að allt væri svo gott og yrði að eilífu.
Það er reyndar eitt sem mér dettur í hug við það, að það er kannski ekkert skrýtið að fólk hafi ekki vitað að þetta gæti gerst, því hvort sem það eru stjórnmálamenn eða blóðsugurnar í bönkunum, þá verða þeir alltaf að tala markaðinn upp, ekki niður, því það þykir víst óábyrgt. Þegar einhver spekingurinn bendir á að hlutirnir geti farið mjög illa, þá er hann undantekningalítið sakaður um að tala markaðinn niður og að vera óábyrgur. Það er svolítið eins og að mönnum sé hreinlega alveg sama hvort það sé satt eða ekki.
Hvað segirðu við því, Haukur? Er ég að ýkja eða misskilja þetta?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 13:32
Nei Helgi, þú hefur ágæta sýn á þetta. Þú kveður reyndar sterkar að orði en ég en það er líklega bara stíllinn þinn
Reyndar er það svo að þegar menn, sem sumt fólk trúir á sem hálf- eða alguði eins og Davíð Oddsson, tala þá hefur það meiri áhrif en bullið í mér eða þér. Davíð leyfði sér þá dæmalausu ósvífni að tala samtímis með háum stýrivöxtum og tala niður fasteignaverð í landinu. Svona tala ekki ábyrgir menn í hans stöðu. Davíð, Geir og fleiri sem gegna ábyrgðarstöðum verða að sinna þeim í þágu fólksins sem þeir vinna fyrir. Þeir geta því ekki leyft sér hvaða orðbragð sem er. Þeir mega heldur ekki á móti láta eins og þeir sjái ekki vandamálin. Í þeirra tilviki er krafist hófsemdar.
Að öðru leyti er manni slétt sama hvort einhverjir aðrir tali um góðæri eða kreppu
Haukur Nikulásson, 22.9.2008 kl. 15:25