12.9.2008 | 15:43
Snúast stjórnmál um það að eiga í stríði við starfsmenn ríkisins?
Stundum finnst manni að þeir sem lengi hafa starfað í stjórnmálum hafi týnt vegvísi sínum ef hann var þá til staðar nema til annars en að skara eld að sinni köku og/eða taka að sér hreina og klára hagsmunagæslu fyrir ríkjandi auðvald.
Árni Mathiesen hefur aldrei nokkurn tíma sýnt nokkra tilburði í þá veru að hann sé að starfa fyrir borgara þessa lands. Hann hefur frekar sýnt okkur að hann starfi fyrir hreina og klára hagsmunahópa sem eru vinir hans og fjölskylda.
Stjórnviska hans nú snýst um að finna lagaklæki til að storka ljósmæðrum í greinilegri óþökk hins stjórnarflokksins og ögrar þeim um leið með því að segja þá samábyrga (samseka!).
Á sínum tíma stóð hann að því að ríkið seldi varnarliðseignirnar að mestu til félaga sem bróðir hans átti stóran hlut í. Það var um að ræða "afslátt" upp á 15-20 milljarða króna sem ég tel vera stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Ekki fór heldur á milli mála, a.m.k. skv. dómi, að salan á Íslenskum aðalverktökum var kolólögleg. Í því máli var formaður s.k. einkavæðingarnefndar bæði að starfa sem kaupandi og seljandi.
Það er mín skoðun að Árni Mathiesen og nafni hans Johnsen séu með ónýtustu og spilltustu stjórnmálamönnum sem þessi þjóð hefur alið. Ekkert sem þessir menn gera er í þágu fjöldans, bara sérhagsmunahópa.
Leysa þarf deilu án löggjafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég er sammála þér um Árna Mathiesen, ég hef aldrei svo ég muni eftir séð hann tala við fjölmiðla öðruvísi en með skæting eða hroka, en hversu spilltur hann er hef ég ekki hugmynd um.
Sævar Einarsson, 12.9.2008 kl. 15:54
Hrokafyllri mann hef ég ekki séð í viðtölum rétt er það og að hann sé sérhagsmuna og eiginhagsmunapotari er ég sammála um. Hann væri betur settur í einhverju bananalíðveldinu og myndi sóma sér þar vel sem "lítt spiltur stjórnmálamaður".
Þetta með ÍAV og Keflavíkurvallar dæmið segir allt sem segja þarf og þar skitu fjölmiðlar ekki uppá bak heldur uppá haus í að fylgja því ekki eftir með ítarlegri umfjöllun en þeir gerðu.
Eigðu svo góðar studnir.
Sverrir Einarsson, 12.9.2008 kl. 16:00
Sammála.
Hver kaus eiginlega þennan mann....já það var víst 36% þjóðarinnar
Karma (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:13
sammála.. og sjálfstæðismenn eru SEKIR allir sem einn fyrir að hafa komið þessu hyski inn á þing.
Óskar Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 16:20
Já, jafnvel þeir sem kusu í allt öðrum kjördæmum... Fíflið hann Óskar á enn eina rósina. Ekki hittirðu í þrefalda tuttugu núna.
Sigurjón, 13.9.2008 kl. 02:33