29.8.2008 | 15:25
Valdi McCain frambjóðanda með góða dómgreind?
Fyrir ekki löngu síðan vitnaði ég í www.wikipedia.com alfræðivefinn sem heimild um John McCain og feril hans. Ýmsir drógu í efa að sá vefur væri góð heimild. Nú mega hinir sömu vita að nú þegar eru ímyndarsmiðir hans búnir að uppfæra meðframbjóðanda hans á sama vef því þar er hún titluð varaforsetaefni hans.
Þetta virðist um margt eflaust hin duglegasta og merkasta kona. Þó kemur mér það að á óvart að hún eignaðist nýlega son (hennar fimmta barn) og valdi hún að eiga barnið þrátt fyrir að meðgöngurannsókn hefði leitt í ljós Downs heilkenni (mongólisma). Jón Valur, hinn merki trúarbloggari, er eflaust himinlifandi með þetta val Johns McCain á varaforsetaefni.
Ég leyfi mér hins vegar að efast um dómgreind konu sem viljandi eignast barn með Downs heilkenni.
Varaforsetaefni McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Það kemur úr hörðustu átt að maður með nógu slæma dómgreind til að skrifa svona ömurlega færslu sé að efast um dómgreind annarra. Lærðu nú að skammast þín. Það er aldrei of seint.
Arnbjörn Ingimundarson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:41
Haukur, þér getur varla verið alvara með síðustu málsgrein þinni. Þetta er án efa eitthvað það ósmekklegasta sem ég hef séð.
Anna Hrefna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:46
"Ég leyfi mér hins vegar að efast um dómgreind konu sem viljandi eignast barn með Downs heilkenni."
Þessi setning gerir ekkert annað en að sýna hversu tilfinningalaus manneskja þú ert og hversu mikið þú aðhyllist hugmyndafræði nasismans um einsleitt þjóðfélag af "fallegu" og "heilbrigðu" fólki.
Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 15:59
Ég leyfi mér að efast um dómgreind höfundar þessarar færslu.
Hlöðver Ingi Gunnarsson, 29.8.2008 kl. 16:09
Sniiiiiillld
þessi slóð verður í favorites næstu daga
haha :D (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:09
Uuu, þú ert væntanlega að grínast? Mjööög svartur húmor.
Bjarni Ben (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:20
Konan lét skima fóstrið og tekur þessa ákvörðun sjálf. Ég á rétt á þeirri skoðun að telja að hún hafi með því ekki sýnt góða dómgreind í því efni.
Ykkur er líka frjálst að telja mig hafa vonda dómgreind, um það snúast nefnilega álitamál. Ég nenni hins vegar ekki að fullvissa neinn um að ég sé ekki jafn kærleiksríkur og tilfinningasamur og hver önnur heilbrigð manneskja. Vinsamlegast dettið ekki í þennan málflutning.
Down's heilkenni er ekki bara andlit hins brosandi hamingjusama mongólíta sem eru hvers manns hugljúfi. Ég þekki nefnilega nægilega mikið aðra hlið á málinu sem fyrir mér réttlætir fóstureyðingar sé þessi vitneskja fyrir hendi. Einstaklingar með Down's heilkenni eru undantekningalítið ekki færir um að lifa sjálfstæðu lífi. Foreldrar slíkra barna hafa engu vissu um að þau lifi börn sín til að sjá um þau til æviloka. Það er skammsýnin sem ég vil benda á. Þau ætla nefnilega öðrum umönnun þeirra eftir þeirra dag.
Það að ætla mér nazisma og ósk um einsleitt þjóðfélag er smekklaus röksemdarfærsla og ég nenni ekki þangað.
Bjarni Ben, þetta er ekki ætlaður svartur húmor.
Haukur Nikulásson, 29.8.2008 kl. 16:57
Auðvitað er þetta skoðun sem má koma fram/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.8.2008 kl. 17:09
Fólk með Downs er ekki hæft til að sjá um sig sjálft, það er rétt. Fólk með Downs lifir líklega ekki mjög lengi, það er líka rétt.
En fólk með Downs er samt fólk. Með sama tilverurétt og annað fólk. Og hefur gefið mér ívið meira en margt "venjulegt" fólk.
Ingvar Valgeirsson, 29.8.2008 kl. 17:39
ég er sammála þér Haukur.. líka í síðustu málsgreininni hjá þér.
Óskar Þorkelsson, 29.8.2008 kl. 17:40
Ingvar, eftir að börn fæðast eigum við að sjá um þau og þau eiga fullan tilverurétt, líka börn með Down's heilkenni um það deili ég ekkert. Og þau geta vissulega verið mjög gefandi og yndisleg, um það deili ég heldur ekkert.
Ég er bara á þeirri skoðun að fólk sem veit þetta á fósturskeiði geri rangt með því að
halda slíkri meðgöngu áfram. Þetta er ekki bara mál móðurinnar, þó hún hafi allan réttinn hér, heldur er þetta verulega íþyngjandi fyrir aðra fjölskyldumeðlimi, ekki síst systkyni.
Hún var kominn á skrifstofuna þremur dögum eftir barnsburðinn og ég er ekki viss um að ég sjái sérstök gæði í því að vera Downs-barn móður sem verður störfum hlaðinn varaforseti bandaríkjanna. Barnið verður trúlega í höndum barnfóstru meira og minna allan tímann.
Haukur Nikulásson, 29.8.2008 kl. 17:50
Er nokkuð að því að barnið verði í höndum fóstru? Fóstran kann (vonandi, við skulum allavega reikna með því) sitt fag og mamman hefur nokk örugglega efni á að borga henni þokkalega fyrir.
Downs-börn þurfa ekki að vera gríðarleg kvöð á systkinum sínum. Þau geta vissulega verið það, en ég hef líka séð að það getur líka verið á hinn veginn.
Ingvar Valgeirsson, 29.8.2008 kl. 18:50
Eins og oft áður Ingvar, megum við til með að vera ósammála. Og það er ekkert að því.
Einhvern veginn læðist að mér að þú hafir upplifað auðveldari gerð af Downs á meðan ég sá þá erfiðustu. Þarna er stundum óravegur á milli.
Haukur Nikulásson, 29.8.2008 kl. 18:58
Mamma mín var lengi yfirstrumpur í styrktarfélagi vangefinna (meðan menn notuðu enn það orð) fyrir norðan. Vann þar mikið og óeigingjarnt starf, enda er hún frábær í alla staði. Ég kynntist allnokkrum gegnum hana. Fleirum seinna, þegar ég var floginn úr hreiðrinu.
Þú talar um auðvelda og erfiðari gerð sjúkdómsins - er þá í lagi að eyða fóstri sem gæti vel verið auðveldari gerðin?
Ingvar Valgeirsson, 30.8.2008 kl. 12:33
Ingvar, já, ég tel að móðirin eigi að fá að ráða þessu. Heilbrigðum fóstrum er eytt líka.
Les ég út úr þessu að þú sért bara á móti fóstureyðingum almennt?
Haukur Nikulásson, 30.8.2008 kl. 20:52
Ég er ekki gersamlega gallharður alfarið á móti öllum fóstureyðingum alltaf í öllum tilfellum ævinlega og ávallt. En þegar fóstureyðingar eru jafnmargar fæðingum, líkt og er (eða allavega var fyrir fáum árum) hérlendis, tel ég að eitthvað sé ekki alveg eins og það á að vera.
Ingvar Valgeirsson, 31.8.2008 kl. 23:08