Ráðgjafargreiðsla er fína heitið á mútugreiðslu

Alltaf eru að koma upp á yfirborðið fleiri og fleiri mál sem liggja á mörkum siðleysis og spillingar. Hér er ekki um að ræða eðlileg útgjöld ef nokkur maður heldur það. Ekki frekar en mútugreiðslurnar til embættismanna í Nígeríu á sínum tíma til að greiða fyrir sölu á skreið.

Stjórnvöld á Íslandi geta ekki ætlast til að fólk fari hér að lögum ef þeir brjóta síðan sjálfir þau lög sem þeim sýnast. Það verður að ætla þessu fólki að vera okkur breyskum borgurum/þegnum jákvætt fordæmi í siðferði.

Þetta vekur upp þær spurningar hvort bandaríkjamenn hafi greitt einhverjum íslendingum til að "liðka" til fyrir stuðningi Íslands við stríðið í Írak? Hér væri bara um sams konar verknað að ræða.

Ég tel að undanfarin ár hafi heldur hallað undan fæti og kominn tími til aukinnar siðvæðingar í stjórnmálum og viðskiptum.


mbl.is 22 milljónir til bandarískra lobbýista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

amen bróðir

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Haukur það er mikill misskiningur hjá þér ef þú heldur að þetta séu einhverskonar mútugreiðslur.

Lobbýistar fá greitt til að tala fyrir málstað, vekja athygli á máli osfrv. Þegar hagsmunaðilar (s.s. verkalýðsfélög) á Íslandi koma fyrir þingnefndir og gera grein fyrir sínum sjónarmiðum þá eru þeir að lobbýera.

Það er enginn munur á því sem íslensk stjórnvöld gerðu og því að ASÍ er með fólk í vinnu hjá sér við að vinna málstað sínum fylgis.

Starfsmenn stjórnarráðsins í Brussel eru að gera það sama.

Ísland réð ameríska verktaka sem þekkja kerfið, allar þjóðir sem telja sig þurfa að hafa áhrif á ákvarðanir bandarískra stjórnvalda gera það.

Í raun er mikið meira vit í því að ráða heimamenn en að senda íslendinga í víking.

Friðjón R. Friðjónsson, 27.8.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðjón, gerir þú þér grein fyrir því að hægt væri t.d. að kaupa árásarstefnu bandaríkjamönnum til handa frá Íslandi fyrir algjöra smáaura í áróðursskyni?

Þú dregur línuna mjög breiða í þessu og líkir saman saklausu verkalýðsstarfi við beina íhlutun í innanríkismál annarrar þjóðar af fullri óskammfeilni. Með þessu ertu beinlínis að mæla með því sem ég og aðrir kalla fullkomið siðleysi.

Haukur Nikulásson, 27.8.2008 kl. 19:54

4 identicon

Hvað varðar núverandi Bandaríkjastjórn þá er sá hryllingur sem viðhafður hefur verið í stríðinu í Írak, kaupum á lobbýistum út um allt (Ísland léttasta dæmið, að þakka Valhallarklíkunni), lágkúruháttum stjórnvalda í öðrum ríkjum að láta kaupa sig (spilling) til að þóknast stefnu þeirra, verður með tímanum svartasta sögubók veraldar. Að íslensk stjórnvöld hafi gleypt við hernaðarvæðingu Bandaríkjastjórnar er með öllu óskiljanlegt. Eða skiljanlegt þar sem að um græðgi einkavæðingar og þröngsýni, hvað varðar mannréttindi hjá öðrum trúarbrögðum/menningarríkjum, er að ræða. En það er ekki nóg, heldur er og gæti verið svo til að forðast of mikla einblínun á 9 11, Írakstríðið og Miðausturlönd, sem að "aktivering" af "preconception" av Rússagrýlunni gerist.  Nú hvernig kemur það út, þegar að Bandaríkjamenn sjálfir sanna það að 911 var insidervinna? Og hvað gera þau lönd þá sem studdu Írakárásina? Hvað er búið að drepa marga, hvað er búið að tortíma mörgum fjölskyldum, hvað er búið að farga margri framtíð, hvað er búið að eyðileggja margra vonir? Getur það verið að það verði þá sagt að "þurfum að læra af reynslunni"  Nei, svo getur það ekki orðið. Ríkisstjórn er ábyrgðarstjórn og ábyrgðar krefst. Svo líka á Íslandi.

ee (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:41

5 identicon

http://nobelprize.org/nobel_prizes/literature/laureates/2005/pinter-lecture-e.pdf 

Harold Pinter fékk Nóbelsverðlaun 2005. Ræða hans er listaverk.

ee (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:49

6 identicon

Hluti úr ræðu Pinters: "As every single person here knows, the justification for the invasion of Iraq was that Saddam Hussein possessed a highly dangerous body of weapons of mass destruction, some of which could be fired in 45 minutes, bringing about appalling devastation. We were assured that was true. It was not true. We were told that Iraq had a relationship with Al Quaeda and shared responsibility for the atrocity in New York of September 11th 2001. We were assured that this was true. It was not true. We were told that Iraq threatened the security of the world. We were assured it was true. It was not true.

The truth is something entirely different. The truth is to do with how the United States understands its role in the world and how it chooses to embody it. "

ee (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Þorkell Guðnason

Lýsing á heimsendi eða ragnarökum í norrænni goðafræði fer í veigamiklum atriðum saman við lýsingu / skilgreiningu á kjarnorkuvetri.  Í fyrri Flóabardaga  lét Saddam kveikja í aragrúa olíulinda í Kuwait.  Þetta var umhverfishryðjuverk sem hefði sveipað heimsbyggðina "eimyrju" eins og lýst er í goðafræðinni.  Þá var talið ómögulegt að slökkva slíka elda nema með miklum tæknibrellum.  Reiknað var með að það verk mundi taka amk 7 mánuði, sem líklega var verulega vanáætlað.  Svo komu bara ( að sagt var, tékkneskir- ) kjánar, sem létu sér detta þá heimsku í hug að setja stóran þotumótor ofan á skriðdreka, blésu á logana og slökktu þá eins og kertaljós. - Þannig tókst að slökkva í öllum olíulindunum á örfáum dögum. 

Eftir að hafa fylgst með sjónvarpsvæddri innrás Bush í Bagdad, vekja flugeldasýningar mér upp minningar um fádæma heimsku og græðgi, en aðallega glötuð tækifæri æðstráðanda hins vestræna heims, til þess að láta gott af sér leiða.  Minn hugur finnur enga réttlætingu fyrir aðferðum Bush og hans hauka.  En gereyðingavopna þurfti ekkert að leita til þess að réttlæta það að Saddam og hans stjórn yrði að víkja - Hann var búinn að beita gereyðingarvopni gegn allri heimsbyggðinni - en bara mistókst.   Það mátti ekki hætta á að honum gengi betur næst

Þorkell Guðnason, 27.8.2008 kl. 23:30

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég tek undir með þér Þorkell að Bush hefði verið í lófa lagið að verða eitthvert gott númer í mannkynssögunni. Ég satt að segja skil ekki með hvaða hætti hann gat orðið svona hryllilega misheppnaður.

Þó mér finnist hann nokkurn veginn einhver glataðasti forseti í sögu bandaríkjanna finnst mér það vera meira vegna heimsku, undanlátssemi og fáfræði fremur en klárrar illmennsku.

Haukur Nikulásson, 27.8.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Haukur

ég er að reyna að útskýra fyrir þér í mestu vinsemd að það sem þú kallar mútur eru það ekki. Þeim sem ákvörðunina tekur er ekki borgað. Það væru mútur.

Við reynum að hafa áhrif á ákvörðunartökuna með því að ráða sérfræðinga til þess. Þeir eiga að útskýra sjónarmið okkar. Ekki ólíkt og starfsmenn sendiráða eiga einnig að gera. Það er ekki eðlismunur á starfi verkalýsðfélaga eða samtaka hagsmunaaðila að þessu leyti og því sem íslensk stjórnvöld gerðu.

Ef einhver þingmaður bandarískur legði fram tillögu á þingi um að banna viðskipti með íslenskan fisk vegna þess að við veiðum hvali. Myndir þú telja það íhlutun í innanríkismál ef við reyndum að hafa áhrif á endanlega ákvörðunatöku?

Friðjón R. Friðjónsson, 28.8.2008 kl. 00:02

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Friðjón, ég þakka vinsamlegar útskýringar þínar og vona að ég sé að sama skapi ekki of vondur við þig, er raunar yfirleitt ánægður og þakklátur með góðar rökræður.

Ég skil muninn á þessu tvennu. Annar mannanna sem fékk greiðslur var starfsmaður Hvíta hússins í tíð Reagans þ.e. Kuhn. Sig Rogich er líka þekktur refur í mikilli nánd við stjórnvöld í DC. Það sem þú virðist ekki átta þig á er hvað þeir gerðu við peningana, voru þeir notaðir áfram í mútur?

Ég tel það siðlaust að ætla að hafa áhrif á ákvörðunartöku með peningagreiðslum til manna svo nálægt opinberum embættum Friðjón. Samanburðurinn þinn á þessu við starf verkalýðsfélaganna er mér enn hulinn.

Hjá mér er þetta meira spurning um siðfræðina í pólitíkinni. Líklega vilt þú meta þjóðhagslegan ávinning meira en svo að láta minniháttar tepruskap með fjármuni ráða ferðinni okkur til skaða. Ég get skilið slíkt sjónarmið þó ég vilji ekki stunda slík vinnubrögð.

Haukur Nikulásson, 28.8.2008 kl. 00:33

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvort hægt sé að kalla þetta mútur eða ekki er kannski ekki aðalatriðið. Vandinn við þetta lobbíistakerfi er að fólk og fyrirtæki með slatta af seðlum geta keypt sér lobbíista og fengið hann til að koma sínum málum á framfæri. Smærri fyrirtæki, einstaklingar og félagasamtök hafa ekki efni á því. Þetta kerfi sér því til þess að öll dýr eru ekki jöfn í "lýðræðisþjóðfélögum" þar sem þetta er landlægt.

Svo er ríkisstjórn Dabba og Dóra sér á báti hvað hallæri varðar.

Villi Asgeirsson, 28.8.2008 kl. 07:16

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband