Er fyllerísþvaður Sverris Stormskers boðlegt útvarpsefni?

Ég hef heyrt nokkra þætti Sverris og skil satt að segja ekki hvernig nokkur heilvita maður lætur sér detta það í hug að fara í viðtal til hans. Það er nokkuð skotklár ávísun á niðurlægingu fremur en einhverja upphafningu hafi viðmælendurnir búist við því. Hversu lengi þykir það sniðugt að plata fólk í útvarpsviðtöl til að niðurlægja það?

Sverri er margt til lista lagt en á meðan bjórinn talar í heila stað er hann bara fær um að framkalla bjánahroll þegar hann spyr spurninga sem skiptast bara á milli þess að vera fíflalegar, dónalegar eða barnalega vitlausar. Ekkert af viti. Fyrir mína parta er Sverrir ekki skemmtilegur lengur heldur brjóstumkennanlegur trúður. Hann hagar sér eins og sífullur róni sem er alveg skeytingarlaus um tilfinningar þeirra sem í kringum hann eru. Mig undrar hreint ekki að hann tapi vinskap og vinsældum með þessu háttalagi.

Hvað er Arnþrúður að hugsa? Vantar hana svona sárlega peninga að hún svífst einskis til stunda svona útvarpsvændi?

Á næstum öllum öðrum vinnustöðum væri svona maður rekinn umsvifalaust fyrir dónaskap og fyllerí. Ég vorkenni þeim starfsmönnum stöðvarinnar að þurfa að deila vinnustað með svona manni, margt af því er fólk sem vill láta taka sig alvarlega a.m.k. stundum.


mbl.is Guðni gekk út í beinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu algjörlega/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.7.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Sigurjón

Eina ráðið er að slökkva Haukur minn.  Ekki nöldra...

Sigurjón, 2.8.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég var eiginlega bara að koma því á framfæri að ég tel að Sverrir sé alvarlegur dóni.

Ef ég nöldraði ekki hér Sjonni væri eiginlega ekkert á þessum síðum hjá mér... hvað ertu að gefa í skyn?

Haukur Nikulásson, 2.8.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Sigurjón

Jú, það má alveg vera að Sverrir sé dóni.  Mér finnst hann reyndar fyndin dóni.  Það er svosem bara mín skoðun...

Ég er svo að gefa í skyn að þú sért nöldurkall (eins og ég)...

Hvaða Roland áttu svo í tölvunni? 

Sigurjón, 3.8.2008 kl. 01:29

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já Sverrir er hæfileikaríkur bæði í músík og húmor, en er bara að drekkja því öllu með dónaskap og yfirlæti. En hafðu ekki áhyggjur Nöldur is my middle name!

Rolandinn sem ég er með er utanáliggjandi module, SC-88 og orðinn býsna gamall, trúlega 1994. Eins og þú, þá þekkir maður Roland sándið, það leynir sér ekki. Mig langar í Vsynth-XT græju en get ekki réttlætt kaupin á henni, vantar ekki mikið og er auk þess frekar bllankur.

Fyrsta Roland græjan var hins vegar frá 1992-3 og var SoundCanvas SCC-1 kort í tölvunni. Þar komst ég á bragðið.

Haukur Nikulásson, 3.8.2008 kl. 09:13

6 Smámynd: Sigurjón

Jamm, ég á líka ennþá utanáliggjandi SC-88 græjuna.  Hef reyndar ekki notað hana nokkuð lengi, en það stendur til bóta.  Ég keypti gamla tölvu sem ég ætla að nota undir músik og fleira stöff í þá veru.  Það skyldi þó ekki vera að maður fjárfesti í Vsynth-XT í leiðinni.  En fyrst þarf ég að innrétta bílskúrinn sem stúdíó.  Það gengur ekki að æra alla í íbúðinni...

Sigurjón, 3.8.2008 kl. 13:25

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

ílskúrinn var athvarfið mitt um tíma. Svo flutti ég í blokk og komst að því að það er hægt að gera allt það sama með headphone. Það heyrist bara hjáróma gaul í manni og lágvært  glamur úr gítar, ekkert mál.

Láttu mig vita ef þú kaupir VSynth-XT, hefði gaman að heyra í þessari græju.

Haukur Nikulásson, 3.8.2008 kl. 17:59

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og skildi Sverrir eiga Roland líka?

Annars held ég nú Haukur minn, að þú sért með þessu röfli bara að skemmta Sverri, Jens og vini þeirra Skrattanum ekki hvað síst!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.8.2008 kl. 18:49

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Magnús, er ekki aðalatriðið að skemmta skrattanum?

Haukur Nikulásson, 4.8.2008 kl. 01:19

10 Smámynd: Sigurjón

Jú, það er nauðsynlegt að skemmta honum öðru hverju.  Þetta er athygliverður punktur um höfuðhátalarana, en spurningin er líka um prívatið.  Kannske er auðveldara að kaupa stærri íbúð með einu herbergi undir svona lagað...

Sigurjón, 4.8.2008 kl. 01:58

11 Smámynd: Sigurjón

Já og bæ ðe vei: Ég hlustaði á viðtalið í dag.  Mér fannst Sverrir spyrja beinskeyttra og áríðandi spurninga sem Guðni greinilega gat bara ekki svarað.  Kannske greip Sverrir full oft fram í fyrir Guðna, en maðurinn á að heita pólitíkus og vanur slíku.  Ég skil alls ekki þetta upphlaup hjá honum.  Hann einfaldlega gat ekki haldið uppi vörnum fyrir vitleysunni sem hann hefur staðið fyrir undanfarin ár...

Sigurjón, 4.8.2008 kl. 02:00

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef ekki mikið álit á innihaldi Guðna Ágústssonar, finnst hann algjör forneskja á allan hátt. Sumir segja að Jóhannes Kristjánsson hafi gert hann fyndinn og Guðni hafa bara flotið á því að nýta sér það til að afla sér aukinna vinsælda.

Það hlýtur að segja okkur mikið að hann skuli hafa þá "dómgreind" að fara yfirhöfuð í viðtal hjá Sverri og hefur greinilega ekki búist við meðferðinni. Sverrir er þáttastjórnandi í líkingu við hinn óvægna Helga Seljan og þeir gefa fólki bara nákvæmlega ekkert ráðrúm hvorki til að tala né hugsa. Það er dónaskapurinn sem mér líkar ekki. Ég fíla ekki þáttastjórnendur sem hafa fyrirfram andúð á viðmælendum sínum og gera allt til að lítillækka þá í beinni útsendingu til að upphefja sjálfa sig á þeirra kostnað.

Eins og ég hef margáður sagt, þá er ekki hægt að verja landbúnaðarstefnu þessa lands frekar en mörg önnur bullmál fyrri tíma. Guðni hefur af gæsku sinni unnið hörðum höndum að því að halda bændum sem lengst í sárri fátækt og neyð með störfum sínum á þessu sviði.

Hitt málið: Ég get fúslega viðurkennt að bílskúrinn minn gaf mér á sínum hugrekki til að syngja. Það var nefnilega enginn að hlusta á mann á meðan maður vann sig úr fölskustu tónunum.

Haukur Nikulásson, 4.8.2008 kl. 11:20

13 Smámynd: Sigurjón

Híhíhí...

Söngstu einhvern tímann falskt?

Sigurjón, 4.8.2008 kl. 14:50

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jújú, Kölska karlinum skemmtum við víst daginn út og inn held ég bara, en kannski ekki hinum tveimur. En þeir tveir "Bakkabræður" eiga það m.a. sameiginlegt, að fá einmitt svona hneykslunarbál til að kvikna af sínum orðum gjarnan og uppátækjum, við það átti ég nú. Þeir eru báðir prakkarar og þrífast sumpart á vafasömu orðspori.Báðir eru þeir hins vegar hæfileikaríkir á mörgum sviðum og sannarlega ekki allt sem sýnist með þá veit ég og þekki af eigin reynslu.

En mér þykir þú og reyndar fleiri sem það hafa gert, heldur lítið hafa fyrir sér í því að bera Sverri saman við Helga SEljan, allt og mikið starsýnt á þessi umdeildu viðtöl hans við Jónínu b. fyrst og svo nú við Ólaf F. Hann hefur tekið óteljandi önnur viðtöl þar sem allt annað hefur verið upp á teningnum, jafnvel við pólitíkusa og minni ég þar sérstaklega á viðtal sem hann tók við hjálmar árnason fv. þingmann b. skömmu eftir að hann fékk hjartaáfall. Það vital vakti mikla athygli og þótti mjög gott.

Ólíku saman að jafna með þessa tvo.

Og að lokum til ítrekunar varðandi Sverri, hann segir svo margt, en meinar sjaldnast neitt með því.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.8.2008 kl. 17:42

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sjonni, maður getur alltaf sungið eitthvað falskt hvort sem það eru tónar, tal eða skrift.

Magnús, samlíking mín á Sverri og Helga er bara bundin því að hafa séð og heyrt þá eiga mjög óvægin viðtöl. Báðir gera þeir, eins og flestir aðrir, marga góða hluti líka. Heimurinn er, sem betur fer, ekki svart-hvítur. 

Haukur Nikulásson, 4.8.2008 kl. 19:51

16 Smámynd: Sigurjón

Heyrðu, ég var að skoða þessa græju á íbei og þetta kostar 1300 dollara!  Sjitt hvað maður þarf að eiga mikið umfram til að kaupa þetta í bráð.  Ég held að það verði varla á þessu ári og kannske ekki því næsta heldur...

Sigurjón, 5.8.2008 kl. 01:23

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband