Vesturlönd ætla að halda þriðja heiminum áfram í fátækt

Það eina sem jafnar í alvöru lífskjör í heiminum eru fullkomlega frjáls viðskipti án nokkurra tollmúra og auk þess að niðurgreiðslum verði alls staðar hætt samhliða.

Þetta er eina vitlega lausnin og yrði örugglega mjög erfið en það að draga hið óumflýjanlega á langinn er ekki betra.

Þetta er ein af ástæðum þess að ég vil ekki aðild að ESB. ESB aðild er bara til þess fallinn að stuðla áfram að fátækt í fjölmennustu löndunum sem elur svo aftur á óvild og andúð þessara þjóða vegna bolabragða í viðskiptum þegar þau þurfa nauðsynlega á viðskiptafrelsi að halda.

Ekki má gleyma því að sumum vesturlanda þótti lengi vel ekkert athugavert við að arðræna nýlendur í Afríku og Asíu í tugi og hundruð ára fyrr á tímum. Vesturlönd skulda þessum þjóðum að koma betur fram en þetta. 


mbl.is Slitnaði upp úr tollaviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, segðu.

Heldur þú að það hefði ekki verið munur ef við hefðum haft óheftan innflutning á landbúnaðarvörum frá Zimbabwe sl 30 ár eða svo. Það land er besta landbúnaðarland í Afríku.

Þá hefði Robert Mugabe aldeilis verið í flottum málum. Með kverkatak á Evrópuríkjum sem væru honum háð um mtvæli.

kveðja

Júlli

julli.blog.is

Júlli (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 17:10

2 Smámynd: Johnny Bravo

Sammála * 8

Furðulegt að þetta sé í gildi með allar vörur nema mat, mín skoðun er sú að WTO ætti ekki að vera að hafa lönd án lýðræðis og mannréttinda með og búa bara til fríverslunarsvæði á milli Evrópu, Norður Ameríku, Japan, Ástralíu og hafa svo bara 25-250% tolla á vörur utan þess svæðis.

Svo ef menn laga lýðræðið og mannréttindin þá geta menn fengið inngöngu.  Þessi lönd ættu svo líka að standa saman í stríðum og ekki selja löndum sem ekki eru í WTO vopn.  Þetta gæti þó gert bandamenn úr andstæðingunum en það breytir engu, þeir myndu ekki hafa bolmagn til at takast á við alla þessa aðila saman.

Það er hvort eð er ekkert til sem ekki ríkistyrktur rekstur í Kína, svo erfitt að meta hvað það er.

Liberty or Death!

Johnny Bravo, 29.7.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Sigurjón

Aldrei geta vesturveldin annars vegar og Kína og Rússland hins vegar komið sér saman um nokkuð sem máli skiptir.  Þetta er alveg rétt hjá þér Haukur, að þetta er ávísun á áframhaldandi eymd og volæði í þriðja heiminum.

Ef verzlun með afurðir væri frjáls milli Zimbabwe og landa vesturheims, hefði Mugabe aldrei komizt til valda til að byrja með, hvað þá haft kverkatök á einu eða neinu.  Þetta er rangur hugsanagangur hjá Júlla hvað þetta varðar.

Fella niður tolla á öllu strax! 

Sigurjón, 30.7.2008 kl. 03:20

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já heimur versnandi fer hefur verið sagt frá aldaöðli/en þetta er bara rétt,Menn bara vilja ekki frelsi jafnrétti og bræðralag,ljótt er þetta,en sumir kætast því miður!!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.7.2008 kl. 13:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband