Tímabært að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður vegna spillingarmála

Ég kaus þennan flokk allt þar til í síðustu kosningum, eða í rúm 30 ár. Ég vann fyrir flokkinn af því að ég trúði því að unnið væri heiðarlega í málunum. Undir niðri vissi maður alltaf að það var ekki allt hvítþvegið hjá forystunni en svo kom staðfesting spillingarinnar svo hastarlega upp á yfirborðið að maður hrökklaðist burt. Ég er nefnilega einn af þeim sem hef orðið fyrir barðinu á siðblindum þjófum. Þeir iðrast ekki, betrast ekki og verða ekki heiðarlegri menn eftir refsivist.

Geir H. Haarde, Björn Bjarnason og Gunnlaugur Claessen misnotuðu stöðu sína sem handhafar forsetavalds til að náða Árna Johnsen og veita honum uppreista æru svo hann gæti boðið sig fram til Alþingis. Þeir lugu því blákalt í þjóðina að þeir væru að framkvæma einhverja alvanalega "rútínuafgreiðslu". Árni Johnsen dæmdur fyrir þjófnað, skjalafals, yfirhylmingu og brot í opinberu starfi var gerður að þingmannsefni. Ég tel hann að auki siðblindan mann og það verður ekki læknað með fangavist á fimm stjörnu fangelsishóteli á Snæfellsnesi þar sem menn lifa sælulífi.

Sjálfstæðisflokkurinn vissi betur en svo að hægt væri að bjóða upp á dæmda þjófa til að vera okkur hinum fyrirmynd inn á hinu háa Alþingi þar sem rjómi ráðvandra íslenskra manna og kvenna eiga að vera ef allt er eðlilegt.

Það skýrir ekkert þjónkun flokksins við Árna Johnsen nema það að líklega veit Árni Johnsen það mikið um fjöldamörg önnur spillingarmál í flokknum og fyrirtækjum tengdum honum að þeir gátu ekki haldið honum úti. Árni hefði þá sungið bara eitthvað annað en brekkusöngva.

Ég skil ekki með hvaða samvisku samþingmenn hans þola félagsskapinn hans. Það er flestum ljóst sem eitthvað þekkja til siðblindu að þó að Árni hafi tekið út "refsingu" í formi sæluvistar við höggymyndagerð  á fangelsihótelinu, þá kom hann út hvorki hótinu heiðarlegri né fullur iðrunar.

Agnes vinnur sér það eitt til sakar að segja satt á sinn pena hátt!

Stjórnmálaflokkur sem er orðinn jafn skemmdur og Sjálfstæðisflokkurinn á bara að leggja niður. Hjá alltof mörgu fólki eru stjórnmálaflokkar eins og heilög trúarbrögð. Það má fara að vakna út úr þessari vitleysu! 


mbl.is Árni stefnir Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð og þörf grein Haukur.. Árni er auðvitað gersamlega siðblindur ef hann telur að æra sín og heiður hafi beðið hnekki við orð Agnesar strigakjafts.. en ég tel frekar að hann sé úti eftir peningumumfram allt annað.. er hann ekki að fara byggja við í eyjum ?

Óskar Þorkelsson, 29.7.2008 kl. 15:26

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ekki er ég nú alvega sammála þér að leggja eigi Sjálfstæðisflokkinn niður.

Hitt er svo annað mál að undanfarin ár, t.d. í fjölmiðlamálinu og reyndar í fleiri málum, hef ég hugsað með mér að slæmt sé að ekki sé annar boðlegur kostur fyrir hægri menn en Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta væri gott, þótt það væri nú ekki nema til að maður gæti sent skilaboð í skoðanakönnunum eða jafnvel í kosningum ef að virkilega sýður upp úr.

Ég kýs nú samt Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan hans á meðan enginn annar flokkur kemur fram, sem ég er meira sammála.

Ég held samt að kjósendur í dag séu ekki eins sauðtryggir og áður fyrr og að flestir sjái stjórnmál ekki sem trúarbrögð. Það geri ég allavega ekki.

Ég spyr þig því Haukur: Varð Árni Johnsen til þess að þú varðst vinstri maður? Ég umorða spurninguna: Hvað gera sjálfstæðismenn sem eru búnir að fá nóg, kjósa þeir Frjálslynda flokkinn, Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn?

Ég sé mig ekki fyrir mér í neinum þessara flokka, þótt ég sé nú mjög hófsamur hægri maður.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.7.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, Árni fékk byggingastyrk til að byggja stórt og veglegt bjálkahús í tilraunaskyni í eyjum. Ég veit ekki hvort hann býr þar enn. Síðast er ég vissi átti hann líka stórvaxið einbýli í breiðholtinu. Honum virðist aldrei hafa verið fjárvant.

Guðbjörn, ég er jafnaðarmaður eins og líklega 80% sjálfstæðismanna. Ég kaus Samfylkinguna í hallæri síðast og dauðsé eftir því, enda héldu þeir íhaldinu, sem ég ætlaði að refsa, áfram við völd við litlar þakkir. Já, Árni gerði alveg útslagið fyrir mig. Menn sem styðja svona menn eins og Árna fá ekki minn stuðning.

Ég stofnaði flokk og vil stækka hann því eins og þú bendir réttilega á er ekkert sérstakt í boði fyrir hægri krata.  Ef þú nennir að gramsa í færslunum mínum (þær eru orðnar 707) þá finnur þú pólitíkina mína.

Næstu kosningar munu snúast um grundvallarmálið ESB aðild eða ekki. Allt annað mun falla í skuggann af þeirri landráðaumræðu sem þá fer í gang. Af þessu máttu ráða að ég er á móti ESB aðild og tel að fólk sé hreinlega ekki með öllum mjalla að langa í aðild að því batteríi.

Haukur Nikulásson, 29.7.2008 kl. 16:06

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Guðbjörn, ein stærsta ástæðan fyrir því að leggja íhaldið niður er að það er ekki hægt að laga flokkinn innan frá. Það liggja of margir spilltir þræðir í flokkinn sem gerir það að verkum að hann getur ekki beitt sér gegn spillingunni. Það er því bara fljótlegra að hreinsa til með því að leggja hann niður og vera með nýtt hreint borð.

Haukur Nikulásson, 29.7.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigga, Árni er bara alls ekki verðugur þingmaður það er mitt vandamál. Það hlýtur að vera hægt að velja heiðarlegt fólk á þing. Það er algjör óþarfi að velja fólk til þingstarfa sem er dæmt fyrir það sem Árni ber með sér.

Ég gef ekkert fyrir nýju æruna sem hann fékk stimplaða hjá samflokksmönnum sínum til að komast á þing aftur. Það að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki betra mannsefni í flokk "ráðvandra" þingmanna er sorglegt dæmi um sóðalega spillingu og yfirhylmingu. Mig grunar að Árni hafi kúgað þetta óbeint út úr flokknum með þagmælsku og það gerir flokkinn ótrúverðugan og ónothæfan með öllu.

Þú setur ekki fingralangan aftur yfir búðarkassann það hlýtur öllum að vera ljóst sem eitthvað hugsa. Ég hef ekki rekist á siðblinda þjófa sem hafa "læknast".

Óknyttaferill Árna er orðinn langur og skrautlegur bæði í slagsmálum sem  fjármálum. Hann er hins vegar snjall í því að gauka að sínum vildarvinum (mest Vestmannaeyingum) fjármunum sem hann á ekki í alls kyns verkefni. Þannig kaupir hans sér vinsældir úr almannasjóðum. Hann er orðlagður latasti þingmaðurinn til margra ára og kemur aldrei að neinum vitlegum þingmálum. Þetta gengur allt hjá honum út á að sinna fyrirgreiðslupólitík til að halda sjálfum sér inni. 

Haukur Nikulásson, 29.7.2008 kl. 18:24

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég heyrði viðtalið við Agnesi - sagði hún eitthvað rangt? Laug hún einhverju? Það held ég ekki.

En ég er ósammála þér með Sjallana, þeir og Framsókn eru einu flokkarnir sem ekki flýja mistök fortíðar með því að skipta um nafn og þykjast færa málefnin eitthvað til. Flokkar, sérstaklega svona gamlir, eru miklu stærri en nokkrir menn og klúður þeirra. Ef flokkurinn verður lagður niður er engin leið til að nokkur þurfi nokkurntíma að svara fyrir nokkuð.

Annars, varðandi fyrirgreiðslupólítíkina, þá eru Sjallarnir ekki methafar í henni. Efast um að þeir nái öðru sæti.

Ingvar Valgeirsson, 29.7.2008 kl. 20:53

7 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála síðuhaldara frá A til Ö; þingseta þessa glæpamanns er Alþingi til vansa, og ekki síður flokknum sem hann situr fyrir. Segi ég sem er hægrisinna í flestu tilliti.

Verst að svo fátt er um góða kosti þegar kemur að því að haka við flokk í framboði, á þessum síðustu og verstu - annað hvort kýstu þig í öskuna eða eldinn.

Jón Agnar Ólason, 29.7.2008 kl. 21:10

8 identicon

ÁRNI er sá eini sem hefur fengið refsingu fyrir að draga sér fé frá ríkinu reyndar mjög harða miðað við aðra dóma í sambærilegum málum . En hann er ekki eini þingmaðurinn sem hefur orðið uppvís af því sem dæmi má nefna Guðmund 'Arna sem varð að segja af sér ráðherraembætti fyrir spillingu en hélt áfram þingmennsku, Jon Baldvin sem lét ráðuneytið borga fyrir sig miklar og dýrar veislur m.a. afmælis veislu bryndísar og Guðrún Helgadóttir sem var forseti alþingis og keypti slatta af fötum á reikning skattborgaranna.

sgs (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 17:04

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband