Ekki trúverðugar skýringar

Mér finnast einhvern að svona tilkynningar séu út úr korti. Ef ólétta er ástæða fyrir því að hætta samstarfi við Garðar Thor Cortes af hverju lætur hann þá ekki Kiri Te Kanawa róa líka?

Það er heldur ekki haldbær skýring að einhverjum áfanga hafi verið náð með plötu númer tvö (sem er reyndar misheppnuð og flausturslega unnin).

Hafi menn ekki átt skap saman í samstarfinu er líklega best að segja það hreint út frekar en að reyna telja okkur trú um að hinar ástæðurnar séu eitthvað í námunda við sannleikann.

Einar ætti að vera vanari því að setja fram fréttatilkynningar í sambandi við umboðsmennsku sína en svo að hann telji þetta með sínum betri verkum í þeirri deild. 


mbl.is Einar Bárðarson dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju getum við ekki gert ráð fyrir að hann sé að segja satt? Og af hverju ættum við haldbærari skýringu að fá? Mér finnst ekki þurfa að véfengja orð annara og setja þá túlkun í að það sé eitthvað annað í gangi en þarna er sagt og oftast er sú túlkun notuð að eitthvað sé að og allt sé í háa loft bara. Nei nei bara velti þessu upp svona. Góða veðrið er það ekki.

 kv SG

Stefán Geirharðs. (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stefán, þetta er nú ekki alvarleg pæling hjá mér. Mér finnst þetta bara ekki ganga upp og það er eins og það þurfi endilega að finna einhverjar "skýringar" á málinu. Hér er bara ekkert trúverðugt og finnst manni það alveg ástæðulaust. Sumir eru bara svo viðkvæmir fyrir sannleikanum.

Persónulega finnst mér það hvorki Garðari né Einar til minnkunar að segja bara að þeir hafi ekki séð umboðsmennskuna sömu augum sem mér finnst bara miklu trúverðugri skýringu en þvættingin sem haft er fyrir að setja hérna í fjölmiðla.

Veðrið var yndislegt og þar getum við verið sammála. Ég er að koma úr "giggi" og það hefur rignt í kvöld en samt er þetta gott sumarveður, a.m.k. hlýtt.

Haukur Nikulásson, 26.7.2008 kl. 02:34

3 identicon

Þetta er bara enn eitt klúðrið hjá Einari. Getur einhver bent mér á eitthvað sem ekki hefur klúðrast hjá honum, strákarnir á borginni, eldborg, concert, nylon, skímó, luxor, garðar? Þetta hefur allt á endanum fokkast upp. Líklegast snýst þetta um peninga en þar stendur hnífurnn ansi oft í kúnni hjá Einari. Það geta ansi margir vitnað um í tónlistar- og framleiðslubransanum.

gísli (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 01:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband