Þjófnaðurinn á sparisjóðakerfinu nær fullkomnaður

Sparisjóðir voru stofnaðir nánast í góðgerðarskyni. Þeir sem lögðu til stofnfé (með svokölluðum stofnbréfum) gerðu skv. samþykktum ekki tilkall til arðs eða hagnaðar sjálfum sér til handa. Hagnaði átti í flestum tilvikum að verja til góðgerðarmála í samfélaginu.

Yfirleitt voru þetta menn sem áttu afgangsfé og voru tilbúnir að leggja þetta til samfélagsins í hugsjónaskyni. Þeir sem hafa erft þessi stofnbréf hafa að meirihluta leyft græðginni að ráða för. Þau viðskipti sem margir hafa átt við sparisjóðina voru því gerð í þeirri trú að gróðinn af því rynni aftur til góðra mála.

Nú rennur þetta hins vegar á fölskum forsendum í vasa gróðapunga sem ekki hafa verðskuldað þessa stöðu mála með hliðsjón af upphaflegum stofnsamþykktum.

Hvað kemur mér þetta svo sem við? 


mbl.is Byr kannar hlutafjárvæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég átta mig ekki alveg á hvað þú meinar með ,,þjófnaði".  Eru menn að stela þessum bréfum?

Sigurjón, 3.7.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurjón, sparisjóðirnir voru sjálfseignarstofnanir. Slíkt fyrirbrigði í rekstri er hverfandi þar sem eigandinn er of óljóst fyrirbrigði. Eftir að sparisjóðirnir urðu næstum eins og bankarnir, útblásnir af peningum, datt mönnum í hug að breyta lögum á Alþingi um sparisjóðina til að hægt væri að breyta stofnbréfum í hlutafé og hirða þau þannig til baka með margfaldri ávöxtun.

Ég set stundum samasem merki á milli þess sem er siðlaust og kalla það þjófnað. Þetta hét hjá Vilmundi heitnum pent orðað: "löglegt en siðlaust".

Haukur Nikulásson, 4.7.2008 kl. 06:44

3 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Þetta er úrelt rekstrarform að mínum mati og þróunin til þess fallin að styrkja og bæta bankakerfið. Sitt sýnist hverjum að sjálfsögðu en til lengri tíma litið mun þetta styrkja og bæta bankakerfið.

Davíð Þór Kristjánsson, 4.7.2008 kl. 08:02

4 Smámynd: Sigurjón

Sparisjóðirnir voru m.ö.o. sjanghæaðir á hlutabréfamarkaðinn?

Sigurjón, 4.7.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já, Sigurjón. Þeir voru étnir með húð og hári... eða stöngli og blöðum!

Haukur Nikulásson, 5.7.2008 kl. 09:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband