Leikið á fiðlu meðan Róm brennur - Alþingismenn ERU í 6 mánaða fríi

Ég get ekki orða bundist yfir hneykslun minni á því að Alþingismenn fái svo löng frí á hverju ári að þeir ná ekki hálfs árs viðveru á Austurvelli. Bara sumarfríið þeirra eru tæpir 6 mánuðir fyrir utan jólaleyfi sem líklega er einn og hálfur mánuður til viðbótar. Nærri 7 og hálfur mánuður telst hæfilegt frí þingmanna á Íslandi.

Það er ótrúlegt að samtímis því að launin þeirra hækka fá þeir meira frí og að auki fá flokkarnir beina fjárstyrki af fjárlögum til að tryggja sér endurkjör til að halda þessum vinnubrögðum áfram. Auk þess að vinna svona lítið er líka búið að skaffa alþingismönnum aðstoðarmenn sem líka eru á árslaunum.

Þegar að kreppir, og þörf er á lausnum, eins og núna, fer svona háttalag verulega í taugarnar á manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef þekkt til allmargra alþingismanna í hartnær 30 ár og ég get fullyrt að ekki sé um frí að ræða (ég dreg þessa ályktun einungis af þeim dæmum sem ég veit um).  Ég held að hér sé smá misskilningur á ferð.  Þó svo að gert sé hlé á þingfundum þýðir það ekki að allur þingheimur sé að sofa út alla morgna á Kanarí.  Margskonar þingstarf heldur áfram, vinna í kjördæmum, taka á móti fólki í viðtöl, þingnefndir, o.s.frv.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:03

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

önnur lönd þinga í 10 mánuði... við eigum að geta það líka

Óskar Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

H.T. Bjarnason, þeir hafa reynt að sannfæra almenning um þetta í mörg ár, en í einkasamtölum þora allnokkrir að viðurkenna að þeir geri bara það sem þeim sýnist.  Þeir finnast í fríi útlöndum, innanlands, á golfvöllunum og í fjölmiðlum þar sem þeir taka viðtöl hver við annan í aukavinnu (sbr. Jón Magnússon sem þáttastjórnandi með Ellert B. Schram í heimsókn o.fl.)

Svokölluð vinna í kjördæmum finnst ekki, viðtöl eru annað heiti á því að vera í tilgangslitlum kjaftagangi við fjölskyldu, vini og kunningja. Ekki veit ég annað en að þingnefndarfundir séu í sama fríi og annað af því að vegna flandurs þingmannana í fríinu næst ekkert saman.

Ekki veit ég hver sannfærði þig H.T. Bjarnason en þingmaðurinn sem þú ert að lýsa er nær því útdauður. Kannski er hægt að finna einn eða tvo sem er áhugasamur þingmaður allt árið og allan sólarhringinn en þeir eru sáralítill (eða pínulítill) minnihluti. 

Haukur Nikulásson, 3.7.2008 kl. 19:34

4 identicon

Gott og vel ... þú veist þetta svo miklu miklu betur en ég.

(Hvernig datt mér í hug að það væri góð hugmynd að tjá hug minn ... geri þetta ekki aftur).

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er enginn ástæða til að láta hugfallast H. T. Bjarnason. Umræður mega hafa svolítið kjöt og það er alls ekki meining mín að vera dónalegur við þig á þessum vettvangi.

Þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að telja fólki trú um eitthvað sem mér finnst ekki standast og þér er fullkomlega heimilt að hafa aðra skoðun á því en ég.

Ég reyni að passa mig á því að vera ekki dónalegur og gleðst ef einhver nennir að rökræða málin við mig og fleiri.

Haukur Nikulásson, 4.7.2008 kl. 07:03

6 identicon

Ég ætti frekar að biðjast afsökunar á orðum mínum.  Regla nr. 1;  aldrei að blogga undir áhrifum mikillar syfju og reyna að vera kaldhæðinn á sama tíma.  Þú varst alls ekki dónalegur.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband