3.7.2008 | 13:43
Leikið á fiðlu meðan Róm brennur - Alþingismenn ERU í 6 mánaða fríi
Ég get ekki orða bundist yfir hneykslun minni á því að Alþingismenn fái svo löng frí á hverju ári að þeir ná ekki hálfs árs viðveru á Austurvelli. Bara sumarfríið þeirra eru tæpir 6 mánuðir fyrir utan jólaleyfi sem líklega er einn og hálfur mánuður til viðbótar. Nærri 7 og hálfur mánuður telst hæfilegt frí þingmanna á Íslandi.
Það er ótrúlegt að samtímis því að launin þeirra hækka fá þeir meira frí og að auki fá flokkarnir beina fjárstyrki af fjárlögum til að tryggja sér endurkjör til að halda þessum vinnubrögðum áfram. Auk þess að vinna svona lítið er líka búið að skaffa alþingismönnum aðstoðarmenn sem líka eru á árslaunum.
Þegar að kreppir, og þörf er á lausnum, eins og núna, fer svona háttalag verulega í taugarnar á manni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég hef þekkt til allmargra alþingismanna í hartnær 30 ár og ég get fullyrt að ekki sé um frí að ræða (ég dreg þessa ályktun einungis af þeim dæmum sem ég veit um). Ég held að hér sé smá misskilningur á ferð. Þó svo að gert sé hlé á þingfundum þýðir það ekki að allur þingheimur sé að sofa út alla morgna á Kanarí. Margskonar þingstarf heldur áfram, vinna í kjördæmum, taka á móti fólki í viðtöl, þingnefndir, o.s.frv.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:03
önnur lönd þinga í 10 mánuði... við eigum að geta það líka
Óskar Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 18:52
H.T. Bjarnason, þeir hafa reynt að sannfæra almenning um þetta í mörg ár, en í einkasamtölum þora allnokkrir að viðurkenna að þeir geri bara það sem þeim sýnist. Þeir finnast í fríi útlöndum, innanlands, á golfvöllunum og í fjölmiðlum þar sem þeir taka viðtöl hver við annan í aukavinnu (sbr. Jón Magnússon sem þáttastjórnandi með Ellert B. Schram í heimsókn o.fl.)
Svokölluð vinna í kjördæmum finnst ekki, viðtöl eru annað heiti á því að vera í tilgangslitlum kjaftagangi við fjölskyldu, vini og kunningja. Ekki veit ég annað en að þingnefndarfundir séu í sama fríi og annað af því að vegna flandurs þingmannana í fríinu næst ekkert saman.
Ekki veit ég hver sannfærði þig H.T. Bjarnason en þingmaðurinn sem þú ert að lýsa er nær því útdauður. Kannski er hægt að finna einn eða tvo sem er áhugasamur þingmaður allt árið og allan sólarhringinn en þeir eru sáralítill (eða pínulítill) minnihluti.
Haukur Nikulásson, 3.7.2008 kl. 19:34
Gott og vel ... þú veist þetta svo miklu miklu betur en ég.
(Hvernig datt mér í hug að það væri góð hugmynd að tjá hug minn ... geri þetta ekki aftur).
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:56
Það er enginn ástæða til að láta hugfallast H. T. Bjarnason. Umræður mega hafa svolítið kjöt og það er alls ekki meining mín að vera dónalegur við þig á þessum vettvangi.
Þingmenn hafa í gegnum tíðina reynt að telja fólki trú um eitthvað sem mér finnst ekki standast og þér er fullkomlega heimilt að hafa aðra skoðun á því en ég.
Ég reyni að passa mig á því að vera ekki dónalegur og gleðst ef einhver nennir að rökræða málin við mig og fleiri.
Haukur Nikulásson, 4.7.2008 kl. 07:03
Ég ætti frekar að biðjast afsökunar á orðum mínum. Regla nr. 1; aldrei að blogga undir áhrifum mikillar syfju og reyna að vera kaldhæðinn á sama tíma. Þú varst alls ekki dónalegur.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:32