Flugmenn og flugfreyjur fari á sama plan og bændur - fái bara styrki frá ríkinu

Bændur búa við hið fullkomna atvinnuöryggi. Ef fólk vill ekki kaupa það sem þeir framleiða er ríkið tilbúið að auka styrkina til þess að niðurgreiða bara enn frekar það litla sem selst.

Nú hefur verið sýnt fram á að framleiðsla bænda er ekki hótinu hollari en önnur matvara sem framleidd er í heiminum. Kúamjólkin telst geta valdið krabbameinum hjá eldri kynslóðinni auk þess að vera oft í aðalhlutverki hjá þeim sem hafa einhvers konar mataróþol. Fólk er hætt að vilja kindakjöt í sama mæli og áður og kaupir frekar pizzur, svínakjöt og kjúklinga þrátt fyrir niðurgreiðslur kindakjöts. Með breyttum neysluvenjum má leiða að því rök að aukið langlífi íslendinga fylgi aukinni neyslu á hamborgurum, frönskum, sósu og pizzum. Afneiti því hver sem vill.

Það er kominn tími til að hætta sérstakri fjárhagsvernd ríkisins á bændastétt þessa lands umfram aðrar stéttir í landinu sem verða að búa við það að ef þjónustu þeirra er ekki óskað þá verði fólk bara að finna sér annað að gera, þrátt fyrir milljónafjárfestingu í menntun sinni.

Er ekki kominn tími á að ýta samfélaginu í frekari átt að jafnrétti sem er ekki bara kynjaumræða? 


mbl.is Rúmlega fjórðungi sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr kæri frændi.

loks eru við sammála,

eða er ég kannski undir áhrifum vegna hve nálægt mér þetta er? veit ekki

Nonni (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Getur verið að þú vitir lítið um íslenskan landbúnað og þær aðstæður sem bændur hafa búið við um lengri og skemmri tíma?

Tryggvi L. Skjaldarson, 24.6.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tryggvi, face it, sumar atvinnustéttir úreldast vegna breyttra hátta. Bændur eru þar á góðri leið.

Söðlasmiðir, klæðskerar, skósmiðir, sótarar, landpóstar og ýmislegt margt fleira er horfið eða er að hverfa. Framleiðsla á landbúnaðarvöru stefnir öll í verksmiðjurekstur þar sem hugtakið bóndi verður jafn úrelt og það sem á undan er talið. Tímarnir breytast en alltaf eru einhverjir tilbúnir að halda í forneskjuna gegn betri vitund um þróun mála.

Prestar og aðrir kirkjunnar þjónar mega líka mín vegna hverfa úr opinberri þjónustu sem og dekurnýjungin aðstoðarmenn þingmanna sem byrja flestir í nærri sex mánaða fríi.

Haukur Nikulásson, 24.6.2008 kl. 15:51

4 Smámynd: Hagbarður

Góður pistill!

Hagbarður, 24.6.2008 kl. 16:21

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nonni minn, auðvitað finnur maður til með fólki á svona tíma. Þetta snertir afkomu mjög margra.

Það eru reyndar eitthvað fleiri en læknar í Hollywood Páll, en ég ætlaði nú ekki að mála mjólkina neitt sérstaklega svarta í þessum efnum. Ef mig misminnir ekki þá átti fullt baðkar af bláum M&M að geta valdið krabbameini líka ásamt ýmsu öðru.

Haukur Nikulásson, 24.6.2008 kl. 16:59

6 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Haukur

Athugasemdin var ekki illa meint.  Bændur hafa verið í klafa.  Það hefur aldrei ríkt atvinnufrelsi í matvælaframleiðslu. Bændur búa ekkert við "hið fullkomna atvinnuöryggi".  það er gömul tugga sem hver etur upp eftir öðrum og stendst enga skoðun.  

Tryggvi L. Skjaldarson, 24.6.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Tryggvi, svo allrar sanngirni sé gætt þá er atvinnuöryggi bænda í raun bara ávísun á fátækt bæði þeim og þjóðinni til ama. Að þessu leyti hefði ég geta valið orðalagið mitt betur en ég geri og skal það fúslega viðurkennt við nánari skoðun.

Haukur Nikulásson, 24.6.2008 kl. 18:33

8 identicon

Haukur

ég er sammála þér að hluta til þetta með ríkisstyrkina en ég vona að þessi stétt fari ekki sömu leið og aðrar atvinnugreinar sem þú nefndir.

það sem þarf að gerast þarna er sama og annarstaðar fækka búum og stækka þannig að þetta verði alvöru atvinnuvegur.

ég þekki bónda sem er í þessari heimahagafjötaánauð hann er með 100-200 rolluskjátur þessi maður þarf á þessari ríkis aðstoð hann á bara að hætta þessu það er ekki grunvöllur fyrir svona rekstri.

annað dæmi sem ég þekki eru 2 fjölskyldur sem eru með jafn stórt bú og áðurnefndur "bóndi" en það er hobby búskapur án styrkja frá ríkinu.

boðskapurinn er fækka, stækka, ekki eiða ekki satt?

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 01:19

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta snýst um skynsemi við framleiðslu á þessari matvöru sem annarri sem fólk vill neyta. Maður vonar alltaf að skynsemin fái að ráða en oft þarf fyrst að eiga við ruglaða íhaldssemi, tilfinningasemi og óraunhæfar væntingar um að þjóðin fari aftur á fullt að éta kindakjöt og sviðahausa í sama mæli og áður. Það bara gerist ekki.

Haukur Nikulásson, 25.6.2008 kl. 12:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband