7.6.2008 | 09:16
Byggingarkostnaður átti að vera FRÁTEKNIR peningar
Þegar Síminn var seldur fyrir 66 milljarða var strax farið í að ráðstafa söluverðinu og m.a. réði Davíð Oddsson mestu um það að það yrði reist hátæknisjúkrahús. Það var honum nýtt sérstakt áhugamál, af því að hann var sjálfur veikur. Sjálfmiðuð, frek og eigingjörn pólitík eins og venjulega.
Í huga flestra íslendinga er bygging hátæknisjúkrahúss því loforð með fráteknum peningum en ekki lántaka. Við brottför Framsóknarflokksins úr ríkisstjórn var Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi hans, rekinn sem formaður bygginganefndarinnar og forsætisráðherrafrúin ráðin í staðinn á góðum bitlingalaunum sem ekki eru upplýst. Hún hefur enga sérþekkingu á viðfangsefninu og því kemur mér það ekki á óvart að hún leggi til að gefist verði upp á verkefninu. Það kemur sér nefnilega best að halda áfram að hirða launin en gera ekkert!
Það eru flestir sammála um að ríkið eigi að standa í framkvæmdum þegar illa árar til að vega upp niðursveiflur og ef þeir eru með tilbúið fjármagn sýnist manni að það sé ómögulegt að finna rök til þess að hætta við þessar framkvæmdir. Samt ætla þeir að reyna það og kemur mér ekki á óvart.
Þessi ríkisstjórn er ónýt, gráðug, sjálfumglöð og sálarlaus að Jóhönnu Sigurðardóttur frátalinni.
Fresta nýja spítalanum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Bravó!
Hvað er búið að gera af 35 milljörðunum eða svo sem voru teknir frá af söluandvirði símans til þess að byggja hátæknisjúkrahús fyrir? Það ætti að vera hægt að halda þeim framkvæmdum áfram alveg óháð fjárlögum samkvæmt öllu hávaðagasprinu sem dundi þegar sú sala var rekin í gegn með offorsi.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 10:04
Heldurðu að Davíð hafi viljað byggja hátæknisjúkrahús bara af því hann var veikur? Vildi hann þá líka Sundabraut af því hann þurfti að komast þá leið?
Ingvar Valgeirsson, 7.6.2008 kl. 10:31
Já Ingvar, Davíð hélt að hann væri við dauðans dyr. Ég hef hins vegar ekki heyrt neitt um sérstakan áhuga hans á Sundabrautinni umfram aðra.
Haukur Nikulásson, 7.6.2008 kl. 10:44
Við nánari umhugsun held ég að Davíð eigi sumarbústað við Þingvallavatn. Er ekki Sundabrautin nákvæmlega samgöngubótin þangað?
Haukur Nikulásson, 7.6.2008 kl. 10:48
Þetta hátæknisjúkrahús er eitt allramesta bull sem upp hefur komið hér í umræðunni á síðustu árum.
Ástæðan er einföld: Það er ekki nokkurt vit í því.
Okkur vantar í fyrsta lagi hátæknisjúklinga og mig minnir að síðasti hjartaskurðlæknirinn hafi farið úr landi vegna þess að það var ekkert að gera hér. Einn besti læknirinn í hjáveituaðgerðum í magaminnkunum fór einnig. Við erum of fá fyrir svona batterí.
Í öðru lagi er þetta alltof dýrt og í þriðja lagi þá er centralt sjúkrahús er ekki að öllu leyti hagkvæmari lausn en tvær byggingar (eða fleiri), ein í Fossvogi og önnur við gömlu Hringbraut.
Reyndar er ég sammála þér í því að ríkið eigi að fara í framkvæmdir þegar harðnar á dalnum. Þar er af nógu að taka. Til dæmis mætti stórbæta vegasamgöngur almennt, ákveða útfærslu á Sundabraut og klára það dæmi. Einnig mætti skoða og klára lausn á samgöngum við Vestmannaeyjar (Bakki, ný ferja eða frekari jarðfræðirannsóknir tengdum göngum, þetta síðasta er þó hæpið). Svo mætti einnig fara í að gera eitthvað úr Kana-Keflavíkurflugvellinum, breyta rafmagni þar og gera þetta íbúðarhæft m.v. íslenska staðla, eða þá að nýta sjúkrahúsið sem þar var og setja upp heimahjúkrun + dvalarstaði aldraðra þar eða álíka.
Af nógu er að taka. Fögnum innlega ef þessu verður frestað.
Þrándur (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 10:50
Ég hef ekki myndað mér skoðun á þörf á hátæknisjúkrahúsi. Fyrst og fremst er ég að benda á svikin í málinu sem er óháð þörfinni. Ég ér sammála þér að ég tel þörfina brýnni í umönnum aldraðra og langveikra þeirra á meðal.
Forgangsröðun verkefna er alltaf umdeild. Peningar sem veitt er í eitt verkefni fara ekki annað á meðan og það hafa allir skoðanir á því hvað á að gera fyrst.
Ég verð bara ítrekað fyrir vonbrigðum með verkefnaval og forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar sem einkennist af gæluverkefnum sem er ekki í þágu almennings í landinu heldur meira til að þjóna persónulegum metnaði ráðamanna eins og að eyða rúmum milljarði í umsókn um sæti í öryggisráðinu, endalaust fjáraustur í NATO og herbrölt um allar jarðir ásamt tilheyrandi útlandaflakki og dagpeningaaustri. Solla þarf að taka þátt í öllum ráðstefnum sem henni er boðið til og hún er takmarkalaus í þessu tilgangslausa flandri sínu um heiminn. Mér sýnist að hún ætli að notfæra sér öll tækifæri til ferðalaga, veisluprjáls og dagpeningasöfnunar sem utanríkisráðherratími hennar leyfir.
Hinn vængurinn dundar sér við að sölsa undir sig ríkiseignum og makar krókinn á allan hugsanlegan máta. Síðast er fjármálaráðherra uppvís að því að stela dreifbýlisstyrk frá þinginu með lögheimilisfölsun. Ómerkilegra verður þetta lið varla.
Haukur Nikulásson, 7.6.2008 kl. 14:26
Bíddu - þáði hann styrkinn?
Annars hef ég ekki skoðun á hátæknisjúkrahúsi, veit eiginlega ekki hvað það þýðir svona þannig séð. En Sundabrautin er eitthvað sem ég hef skoðun á - hún á ekki að fara í stokk, það skemmir útsýnið og kostar meira.
Ingvar Valgeirsson, 8.6.2008 kl. 23:47
Svo má spyrja sig hvort aðrir landsbyggðarþingmenn eru ekki að svindla - býr einhver þeirra í sínu kjördæmi? Eru þeir ekki allir hér fyrir sunnan?
Ingvar Valgeirsson, 8.6.2008 kl. 23:48
Ingvar, dreifbýlisstyrkurinn er hugsaður fyrir landsbyggðarþingmenn sem þurfa að koma sér upp öðru heimili. Það á ekki við Árna Mathiesen. Hann fór aldrei neitt og breytti heimilisfangi sínu bara í þessum tilgangi. Kofinn þarna er örugglega mjög langt fyrir neðan kröfur Árna um heimili.
Haukur Nikulásson, 9.6.2008 kl. 09:52
Fyrirgefðu Ingvar, já hann þáði dreifbýlisstyrkinn af því að landsbyggðarþingmenn eiga rétt á honum.
Haukur Nikulásson, 9.6.2008 kl. 09:54
Þeir sögðu í fréttunum að tvenns konar dreifbýlisstyrkur væri til - annarsvegar þessi sem menn fá til að koma sér fram og aftur heim í kjördæmi til að hitta kjósendur og svoleiðis og hinsvegar mun hærri styrkur til að koma sér upp öðru heimili á höfuðborgarsvæðinu. Hafnaði hann þeim seinni ekki eða misheyrði ég eitthvað herfilega? Hvað var það sem DV át ofan í sig sem varð til þess að Árni kærði þá ekki?
Annars segir Guðlaugur að spítalinn sé ekki á bið og allt í blússandi gangi með hann. Sem er gott... held ég.
Ingvar Valgeirsson, 10.6.2008 kl. 12:26