Forðar dómurinn ríkinu frá stórri skaðabótakröfu?

Það er morgunljóst að útgjöld ríkisins í þessu máli eru þjóðinni til stórtjóns. Hér hefur hundruðum milljóna verið varið í málarekstur sem ekkert hefst upp úr og sannar fyrir venjulegu fólki að tilefnið var lítið sem ekkert í raun og veru. Lögregluaðgerðir, rannsókn og annað tilheyrandi hefur skaðað íslenska hagsmuni verulega, bæði ríkið og fyrirtæki Baugsmanna. Það græddi enginn neitt á þessu sorglega máli, nema lögfræðingarnir!

Það er sorglegt að valdhafar á hverjum tíma skuli geta beitt embættismönnum fyrir sig í óvildar- og hefndarskyni og það þarf að koma í veg fyrir slíka misnotkun valds eins og hér er raunin.

Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Styrmir Gunnarsson eru arkitektar að þessu svínaríi með ofsóknaræði sínu á hendur Baugsfeðgum. Þeir uppskera... hmmm... ekkert nema skömmina af því að hafa ýtt þessu máli áfram leynt og ljóst. 


mbl.is Baugsmálinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband