Hryðjuverkamannaverksmiðja

Miðað við meðferðina sem menn fá þarna þarf engum að koma á óvart að allir sem sleppa þaðan verði ekki hryðjuverkamenn. Hvernig dettur fólki í hug að vistin þarna bæti einhvern?

Mér verður oft hugsað til þess að það eru sigurvegarar í landvinningum sem skrifa söguna en ekki fórnarlömbin. Mér finnst saga Bandaríkjanna undanfarin árin undir stjórn Bush vera sú sorglegasta sem ég hef upplifað í alþjóðamálum. Ferðinni hafa ráðið ofsóknaróðir menn með engin önnur markmið en græðgi.

Hverjir haldið þið að græði á háu olíuverði? Af hverju er olíuverð svona hátt þó svo að Bandaríkjamenn ráði mestu um þau mál? Eru allir búnir að gleyma því úr hvaða olíu- og vopnabransa bandaríkjaforseti kemur?

Enn sorglegra er að íslendingar taka þátt í og styðja þessi ósköp með tilheyrandi undirlægjuhætti og milljarðakostnaði fyrir land og þjóð. Það grátbroslega er auk þess að þessi útgjöld okkar hjálpa til við að halda uppi bensínokri sem allir kvarta yfir.


mbl.is Sitja uppi með fanga í Guantanamo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg rétt, ég held að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á móti stríðsbröltinu og blóðbaðinu í miðausturlöndum, en stjórnmálamenn fá ekkert aðhald, hvorki frá almenningi né fjölmiðlum, og þessvegna er allt svo öfugsnúið í þjóðfélaginu og sérstaklega hjá ríkinu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 09:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband