19.5.2008 | 22:03
Þið hljótið að vera að grínast?
Það er ekki heil brú í því sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerir. Núna er hún að skipa barnungan skrifstofumann með lögfræðingsmenntun í starf sem er næst því að vera yfirhershöfðingi yfir íslenska hernum.
Ég hef löngum rætt með hvaða hætti utanríkis-, varnar- og NATOmálum er stjórnað af Sollu og marg lagt til að allri þessari vitleysu verði hætt og þar með sparaðir milljarðar í einhverjum tilgangslausasta málaflokki í sögu þessarar þjóðar.
Hvað á nýi yfirhershöfðinginn okkar að ræða við erlenda kollega sína sem allir eru borðalagðir og stjörnum skreyttir niður á fingurgóma? Förðun eða hárlitun? Skartgripi?
Hvaða menntun eða reynslu af hernaði og varnarmálum hefur konan sem skipuð var? Ég efast reyndar ekkert um að hún hafi ekki félagsskírteini í Samfylkingunni og sé af réttu kyni.
Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég get fullvissað þig um að Ellisif Tinna er engin skrifstofukona, heldur mikilvirk og vandvirkur embættismaður, sem hefur áralanga reynslu af samskiptum við "borðalagða" hermenn Varnarliðsins og NATO.
Ég þekki Tinnu í 10 ár og hef unnið með henni og það er mikið í hana spunnið. Ég leyfi mér að efast um að þú vitir hvar hana er að finna í flokki, en það veit ég. En kona er hún og það er ekkert til að skammast sín fyrir, nema síður sé!
Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.5.2008 kl. 22:12
Þú hefðir nú betur lesið alla fréttina áður en þú tjáðir þig svona það kemur fram að meðal annars
"Hún var breytingarstjórnandi hjá Ratsjárstofnun um ríflega tveggja mánaða skeið sl. haust og hefur auk þess mikla reynslu af samskiptum við samstarfslönd innan NATO."
Daði Þorkelsson, 19.5.2008 kl. 22:15
flott kona :)
Óskar Þorkelsson, 19.5.2008 kl. 22:16
Ætli hún hafi ekki eins mikla reynslu og hægt er að öðlast hérlendis - sé ekkert athugavert við ráðninguna svo sem. Eins og mér finnst gaman að setja út á Samfylkinguna...
:)
Ingvar Valgeirsson, 19.5.2008 kl. 22:19
Sem aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjum og stutt starfsreynsla sem breytingarstjórnandi hjá Ratsjárstofnun (sem þessi NATO reynsla ætti víst að vera fengin) þá myndi ég telja hana frekar litla. Ísland er með sendinefnd við NATO þar sem ég tel líklegra að fólk öðlist meiri reynslu en hún hefur. Svo varðandi það að hafa verið breytingarstjórnandi hjá Ratsjárstofnun þá myndi ég telja að það sé lítið tengt varnarmálum, meira hópefli og starfsmannasamtöl.
Gunnarinn, 19.5.2008 kl. 22:35
Næst munu koma umslög til ungmenna til að fylla þetta ímyndaða herlið sem verður hægt að nota á minkinn og smala kindum ,, kannski týna rusl meðfram þjóðvegi 1 Hvernig verða búningar þeirra ? kannski eitthvað tengt me me me me Annars er þetta bara 1 Heimatilbúin vinna svipad og þetta can't find the server at www.varnamalastofnun.is.
Wire (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 22:53
Það virðist vera að ISG ráði bara alls ekki karlmenn í góðar og háar stöður. Þar að auki þurfa þessar konur sem hún ræður að vera í Samfylkingunni. Það virðist vera stefna hennar að allir karlmenn eigi að vera í lágt settum stöðum og helst þeim allra leiðinlegustu. Þetta mun vera sú arfleið sem ISG mun skilja eftir sig.
Ég neyðist víst til að skipta um kyn og ganga í Samfylkinguna ef ég á að eiga einhverja von um að komast til metorða.
Pondus, brátt fyrrverandi karlmaður (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 23:01
Ég hef ekkert við konuna að athuga sem slíka. Eflaust prýðis- og myndarmanneskja, en það eru bara óvart líka flestir íslendinga sem ekkert vit hafa á hermálabrölti. "Aðstoðarlögreglustjóri og breytingastjórnandi (var hún ekki bara ráðin til að reka liðið þar?) á Ratsjárstofnun" give us a break!
Þetta dæmi er allt tómur barnaskapur frá upphafi til enda og endurspeglar draumsýn Sollu um að verða eitthvað sem hún getur bara látið sig dreyma um.
Haukur Nikulásson, 19.5.2008 kl. 23:16
´
Haukur Nikulásson. Vissir þú að forseti Íslands, forsætisráðherrann og biskupinn yfir Íslandi vinna allir á skrifstofum?
Tilvitnun frá Hauki: "Hvað á nýi yfirhershöfðinginn okkar að ræða við erlenda kollega sína sem allir eru borðalagðir og stjörnum skreyttir niður á fingurgóma?" Tillaga frá Birni bónda: "Ellisif Tinna getur áreiðanlega fegið lánaðan klæðnað frá Þjóðleikhúsinu eða Leikfélagi Reykjavíkur, með borðaleggingum og stjörnum, skreyttann niður á fingurgóma."
Vissir þú Haukur, að þeir yfirhershöfðingjar sem ráðlögðu innrásirnar í Afganistan og Írak voru borðalagðir og stjörnum skreyttir niður á fingurgóma. Vissir þú að ítölsku yfirhershöfðingjarnir sem fyrirskipuðu flótta herja sinna í fyrri og seinni heimstyrjöldunum, þar sem hermennirnir afklæddust skófatnaði sínum til að geta hlaupið hraðar á flóttanum, voru borðalagðir og stjörnum skreyttir niður á fingurgóma, og þar að auki voru þeir ítölsku með svartlitaðar páfuglsfjaðrir í barðastóru höttunum sínuim (það voru hærra settir yfir-yfirhershöfðingjar).
Hvað koma borðaleggingar og stjörnuprýði við í umræðum um varnir Íslands? Já - alveg rétt. Ég held að hún sé af réttu kyni. Ég var að kíkja hjá mér núna rétt áðan og ég er líka af réttu kyni - og mitt er með typpi líka!
Vel á minnst Haukur. Var Margaret Thatcher borðalögð og stjörnum prýdd með páfuglsfjöður í hattinum þegar hú fyrirskipaði innrásina í Falklandseyjar til að hrekja Argentínumenn burt? NEEEI - nú man ég. Hún var aldrei með hatt! og heldur ekki borðalögð né stjörnum prýdd! Hvernig ábyrgðarleysi hefur þetta verið hjá Breska heimsveldinu að vera í svoleiðis klæðnaði?
Forseti Bandaríkjanna hverju sinni er æðsti yfirmaður Bandaríkjahers.
Ég myndi trúa því á aumingja G.W.Bush að vera borðalagður,en ég held að hann verði bara meðkábojhattinn sinn og í reiðstígvélunum að tala við yfirhershöfðingana sína.
Hillary Clinton, ef hún nær kjöri verður bara í dressinu sínu - er það ekki Hakur?
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 19.5.2008 kl. 23:21
Ég gleymdi að geta þess að mér finnst fátt um fína drætti í upptalningum um kosti nýja forstjórans þegar þess er sérstaklega getið að hún hafi verið "breytingastjórnandi hjá Ratstjárstofnun um tveggja mánaða skeið".
Björn, ég er skrifstofumaður líka, ekki hermálasérfræðingur það er punkturinn sem ég er að reyna að koma að. Ég veit það bara eitt að hún veit ekki hætis hót meira um varnir og varnarmál á þessari stundu heldur en ég, annar skrifstofumaður, sem vann á vellinum um sjö ára skeið þegar kalda stríðið var hæpað upp í tóma dellu. Á þeim tíma trúði ég þessu bulli eins og vel flestir íslendingar en sé núna hversu ruglað þetta var allt saman og kom okkur ekkert við.
Það að setja upp málamyndavarnir gegn innrás myndi bara gera okkur málin erfiðari ef svo ólíklega vildi til. Ef til innrásar kæmi myndum við bara haga okkur eins og Svíarnir gerðu gagnvart þjóðverjum í seinni heimstyrjöldinni: Bíða þangað til þeir verða leiðir og fara!
Þau mál sem Solla stjórnar sem utanríkisráðherra einkennast af ótrúlegri blöndu af þokukenndri draumsýn, wanna-be statesman órum, milljarðasóun á fjármunum skattborgara og tilgangslausri innspýtingu á ótta og ofsóknaræði í þjóðarsál íslendinga.
Ég fullyrði að enginn íslendingur myndi kaupa sér sérstaka innrásartryggingu þó hún væri í boði hjá tryggingarfélögum. Áhrifagirni íslendinga gagnvart erlendum ríkjum er barnaleg og hjákátleg og löngu tímabært að breyta um takt í þessum málaflokki.
Haukur Nikulásson, 19.5.2008 kl. 23:38
Alsstaðar spyr ég og fæ engin svör
Hvar er þessi óvinur sem við þurfum að verjast
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.5.2008 kl. 07:56
Vegna góðmennsku minnar færð þú loksins svar Þorsteinn: Hvergi!
Haukur Nikulásson, 20.5.2008 kl. 08:06