Er Guðlaugur Þór að flæma alla burtu?

Ég er nokkuð viss um að Guðlaugur Þór hefði betur hlustað eitthvað á Magnús Pétursson í stað þess að flæma hann burtu.

Nú sýnist manni að Guðlaugi Þór sé að takast að setja íslenska heilbrigðiskerfið í heild sinni í þvílíkt uppnám að annað eins hefur varla sést. Þvílíkt örlagaklúður á ekki lengri ferli.

Mér sýnist samt borin von til þess að Geir H. Haarde reki Guðlaug Þór þar sem hann var nýbúinn að skenkja Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu forsætisráðherrans, feitasta nefndarbitlingi sem um getur á landinu í dag, formennsku í nefndinni um byggingu hátæknisjúkrahúss.

Það verður sniðugt að þegar loksins verður búið að byggja hátæknisjúkrahúsið verður það jafn vel mannað og pýramýdar Faraós. Ekkert starfsfólk verður eftir og eini sjúklingurinn á einkastofu verður Davíð Oddsson í árlegri læknisskoðun sem enginn getur framkvæmt. 

 


mbl.is Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Oft ratast kjöftugum satt orð í munn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2008 kl. 20:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var ekki gaman að hlusta á Guðlaug Þór í fréttum í dag. Engu var líkara en hann væri á barmi taugaáfalls og að bresta í grát. Hann hefur örugglega ekki reiknað með þessari niðurstöðu þegar hann hóf þessa vegferð sína. Vonandi slær þetta aðeins á einkavæðingaróráð ráðherrans. En dýrt er þetta stjórnunarnámskeið Guðlaugs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2008 kl. 21:34

3 identicon

Hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn  eða Guðlaug að gera. Þetta er stjórnunarmistök óhæfra stjórnenda sem með óbilgirni og dónaskap í anda fyrri LSH stjórnenda (framsóknarlið?) lokaði fyrri alla málamiðlun og samninga með þvi að segja opinberlega að það kæmi ekki til greina að breyta þessari ákvörðun.
Magnús Pétursson lagði þessar línur. Anna Stefándóttir er bara að halda áfram misheppnaðri stjórnunarstefnu fyrri LSH stjórnar.

Það er ekki hægt að útfæra risastóra vinnuskipulagsbreytingu og draga verulega úr launum hámenntaðs og sérþjálfaðs starfsfólks um leið. Það eiga stjórnendur svona stofnunar að vita.

Þessir stjórnendur eiga að segja af sér.

 Athugið að það var ríkisstjórnin sem skammaði bráðabirgðaforstjórana til að fresta þessu en of seint. Nú hefur orðið það stórslys í mannauðsmálum sem í uppsiglingu var.

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:38

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Björn, ég nefndi bara Guðlaug Þór ábyrgan í þessu máli. Hann er yfirmaður heilbrigðismála á Íslandi og ER óbilgjarn pólitíkus sem heldur að hann geti troðið í skítinn því sem honum sýnist. Því nú djöfuls ver, þá er skíturinn búinn að gera uppreisn og nú má hann svitna!

Haukur Nikulásson, 29.4.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er grafalvarlegt ástand og trúlega langur aðdragandi. Vann Magnús ekki undir stjórn spítalans, varla hefur hann tekið þessa ákvörun einn og sér. Ég tel þetta vera í höndum Guðlaugs Þórs að sjálfsögðu hann er þarna efstur í pýramídanum,

Það bendir nú margt til þess að hann sé að vinna að einkavæðingu spítalans og losa stöðu fyrir einhvern vin sinn eða flokksbróður.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.4.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á tyllidögum er rætt um mannauðinn...

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 03:16

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband