Seðlabankinn og ríkisstjórn getulaus þrátt fyrir heimsmet í stýrivöxtum

Ég held að það sé fullreynt að Seðlabankinn ræður ekkert við þau meginmarkmið sín að halda verðbólgu í skefjum þ.e. innan 2.5% á ársgrundvelli.

Ég held að ef hér væri um að ræða stjórn í venjulegu fyrirtæki, að ég tala ekki um t.d. framkvæmdastjóra Huddersfield Town, þá væri búið að láta toppinn fjúka fyrir aulagang.

Geir H. Haarde: Hvernig væri að láta þá sem eru ábyrgir fyrir stjórn peningamála sæta einhverri ábyrgð? Hvernig væri að ríkisstjórnin sætti sjálf ábyrgð á því að halda stjórn Seðlabankans úti jafn lengi og með jafn lélegum árangri til langs tíma?

Frammistaða sem þessi í peningalegri stjórn landsins er vatn á myllu þeirra sem í aumingjahugsun vilja afsala sjálfstæði þessa lands í hendur ESB vegna þess að eigin ríkisstjórn hefur nákvæmlega engin tök á málunum. Núverandi stjórn er of upptekin í erlendum heimsóknum og sýndarmennsku til að aðhafast nokkurn skapaðan hlut af viti.

Á stundum sem þessari væri gott að vita af milljörðum í sjóði mögru áranna. En því miður er búið að eyða og ráðstafa þeim fjármunum t.d. í utanríkis- og varnarmálabrölt og ótal margt fleira sukk, bruðl og tímaskekkjur sem of langt er að telja.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jæja... þá held ég að það sé tími kominn til þess að flytja til ESB þar sem ESB kemur ekki hingað með þessa steingerfinga í stjórn....

Óskar Þorkelsson, 28.4.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Púkinn

En þetta er að hluta þjóðinni sjálfri að kenna.  Frá sjónarhóli Púkans er stóra vandamálið að þjóðin hefur lifað um efni fram undanfarin ár og aðgerðir Seðlabankans hafa verið byggðar á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein.

Það má nefnilega rökstyðja að almenn kjaraskerðing sé óhjákvæmileg afleiðing bruðls undanfarinna missera.

Og sagði Lao Tzu ekki "Sérhver þjóð fær þá leiðtoga sem hún á skilið" ?

Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband