Mogginn ritstýrir VÍST efni á blogginu - Til hvers er UMRÆÐAN?

Þetta mun vera 614. pistillinn sem ég skrifa á Moggabloggið. Upphaflega hóf ég að skrifa hér vegna pólitísks áhuga og hugleiddi alvarlega að koma mér á framfæri í pólitík og starfaði að því fyrir síðustu kosningar.

Vegna trúnaðarbrests Sjálfstæðisflokksins við kjósendur sagði ég skilið við flokkinn eftir rúmlega 30 ára skilyrðislausan stuðning. Ástæðan: Forysta flokksins valdi að styðja dæmdan þjóf inn á þing. Það var meira en ég þoldi. Þetta var ótrúlegur siðferðisbrestur Geirs Haarde, Björns Bjarnasonar og Gunnlaugs Claessen forseta hæstaréttar. Þessir þremenningar misnotuðu handhafavald forsetans til að koma þessu til leiðar. Upphafning þjófa er ekki til fyrirmyndar. Slíkir menn eiga eiga að vera með krumlurnar áfram í opinberum sjóðum. Hvað voru þeir að hugsa?

Ég reyndi samstarf við ýmsa hópa um hugsanleg framboðsmál og hrærði í mönnum og öðrum með slíka hluti, enda ekki þekktur maður sjálfur og gerði  mér ljóst að sökum óþekktar væri ég ekki leiðtogaefni í slíku framboði, en gæti litið á þetta sem hugsanlega byrjun.

Ég hafði tekið eftir því að Mogginn hampaði allnokkrum bloggurum í svipaðri stöðu í kynningardálknum Umræðan og óskaði ég eftir því við Árna Matthíasson að fá að vera hluti af þessum hóp, ég taldi að ég ætti erindi með boðskapinn minn.

Árni hefur ekki séð ástæðu til þess að gera það enn, og finnst mér trúlegt að það sé tilkomið vegna gagnrýni minnar á spillingu, bruðli og sjálftöku íhaldsins, því að dæmdi þjófurinn á þingi er mikið tengdur Mogganum, og því að ég á það líka til að gagnrýna Moggann og umfjöllun hans um menn og málefni. Ekki er það vegna þess að ég sé ekki málefnalegur eða skrifandi á íslensku. Ég tel að Mogginn hampi í umræðunni mörgum ómerkilegri pennum en mér og það jafnvel nafnleysingjum sem hafa verið gagnrýndir fyrir óvægin og rætin skrif í gegnum tíðina. Einnig hampar Mogginn andstæðingum Sjálfstæðisflokksins og sýnist manni hann hampa mest þeim eru öfgafyllstir í skoðunum og eru þar með málstað Sjálfstæðisflokksins bara hagstæðir og má þar nefna t.d. Sóleyju Tómasdóttur sem ég tel oft og einatt vera úti á túni í sínum málflutningi.

Mogginn getur því ekki neitað því að með því að stýra því handvirkt hverjir fara í Umræðuna er verið að ritstýra, hvers vegna er Ingvar að segja þarna ósatt? Ritstjórn fellst jú í því að koma hlutum á framfæri ekki satt?


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

100% sammála

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.4.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hallgerður ég skil að þú viljir hafa trú á mannfólkinu og fyrirgefa misgjörðir það er í sjálfu sér kærleiksríkt.

Ég er hins vegar búinn að upplifa að vera fórnarlamb siðblindra þjófa og þeir eru með ólæknanlega persónugalla sem ekki hverfa með fyrirgefningunni. Þetta er verra en alkóhólismi og fer aldrei.

Ég tel Árna hafa fullan tilverurétt, en ég treysti honum ekki á þingi frekar en Steingrími Njálssyni í leikskólanum.

Það að Árni hafi fengið góða kosningu það breytir honum ekkert. Það vita allir sem vilja vita að hann hefur aldrei iðrast í raun og ver og telur sig ekki hafa gert neitt rangt, hann átti þetta bara inni fyrir starf sitt. Hann var bara óheppinn að vera gómaður. Í opinberum viðtölum segir hann bara einfaldlega ósatt.

Haukur Nikulásson, 22.4.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Var ég að segja ósatt? 

Annars finnst mér alltaf óttalega leiðinlegt að vera sammála þér, en það gerist stundum. T.d. nokkrum sinnum upp á síðkastið. Ég er t.d. sammála að dæmdir glæpamenn eiga ekki að vera gjaldgengir á þing.

Ingvar Valgeirsson, 22.4.2008 kl. 10:05

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála því að það er himin og haf milli þess að leyfa dæmdum þjófum að njóta mannréttinda og fyrirgefa þeim mistjörðir, eða setja þá aftur til metorða og í vinnu fyrir almenning í landinu.  Þar skilur að.  Og þar eru margir fleiri sem þurfa að axla ábyrgð með því að segja af sér, vegna þess að þeim er ekki treystandi til að fara með vald.

Hinu er ég líka sammála, að það er ekkert sjáanlegt í spilunum á því fólki sem kemst upp í forréttindahópinn og þeirra sem þangað komast aldrei.  Ég get ekki séð hvaða lögmál er þar að verki.  Því þarna eru bæði góðir pennar, og líka illaskrifandi málpípur, sem gera lítið annað en að endursegja fréttir moggans.  Ég er á því að það ætti að hætta með þessa forréttindastatusa, og láta alla njóta sömu athygli, eða athyglisleysis.  Því það er alveg rétt sem Haukur segir, þetta stjórnar umræðunni því það sem þarna glennir sig, fer gjarnan í blöðin og þar með út í þjóðfélagið, þó það sé eitthvað sem skiptir engu máli, eða er bull.  Annars líkar mér vistin vel hér og uni glöð við mitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2008 kl. 10:46

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eiga blogg þar sem mikið er um athugasemdir ekki heima í Umræðunni? Af hverju á einhver að ákveða hvað fer þangað?

Villi Asgeirsson, 22.4.2008 kl. 11:58

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, þú ÁTT að vera ósammála mér í sem flestu, það herðir mann upp í rökræðum. Þessi vettvangur eru nefnilega kjörinn fyrir pólitískar æfingabúðir í þrasi!

Cesil, ég væri líka farinn ef þetta væri að trufla mig. Ég skal fúslega játa að ég nærist á því að vera í andstöðu við tímaskekkjurnar, spillinguna, bruðlið og vitleysuna í pólitíkinni og þjóna þess vegna ruglaðri réttlætiskennd minni mér jafnvel til skaða. But - so be it!

Haukur Nikulásson, 22.4.2008 kl. 16:28

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mjög gott blogg hjá þér Haukur, það er gott að þú sást í gegnum sjálftektarflokkinn og sagðir skilið við hann.

Árni johnsen er persónugerfingur alls þess versta við íslenska ráðamenn !

Óskar Þorkelsson, 22.4.2008 kl. 17:03

8 Smámynd: Landfari

Mér þykir athygliverð umræðan um Árna Johnsen. Hvernær eru menn búnir að taka út sína refsingu og hvenær ekki.

"Ég er sammála því að það er himin og haf milli þess að leyfa dæmdum þjófum að njóta mannréttinda og fyrirgefa þeim mistjörðir, eða setja þá aftur til metorða og í vinnu fyrir almenning í landinu." segir Ásthildur hér að ofan.

Eru það ekki mannréttindi að fá að bjóða sig fram til þings. Hjá sumum er það nú hluti af refsivistinni að vera  "í vinnu fyrir almenning í landinu", svokölluð félagsleg þjónusta held ég.

Á þá til dæmis einstklingur sem hefur orðið gjaldþrota. Eiga þeir aldrei að ná vopnum sínum aftur. Ekki einu sinni eftir 10 ár.

Hvenær er einstaklingur búinn að taka út sína refsingu?

Landfari, 22.4.2008 kl. 18:55

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Landfari ég tel siðblindu til ólæknanlegra geðkvilla (a.m.k. ennþá). Steingrímur Njálsson losnar ekki við barnagirndina (geðrænn kvilli/fíkn) þó hann taki út refsinguna sína. Á hann þá skv. sömu rökum ekki rétt á að vinna við gæslu lítilla drengja?

Gjaldþrot er of óskilt í þessu sambandi og þú hlýtur að sjá muninn.

Haukur Nikulásson, 22.4.2008 kl. 20:15

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Því má bæta hér við að Morgunblaðið (þ.e. prentaða blaðið sjálft) hafa birt margar tilvitnanir í bloggin mín ef þeir finna búta sem eru málstað Sjálfstæðisflokksins hagstæðir. Þetta er líka dæmi um ritstýringu. Þeir hafa ekki hirt mikið um að birta þar gagnrýni mína á íhaldið... skrýtið!

Haukur Nikulásson, 22.4.2008 kl. 20:27

11 identicon

Ágætu bloggvinir og aðrir gestir,

Ég mun nú setja upp margar spegilsíður af hrydjuverk.blog.is.  Sú fyrsta  er langt komin í uppsetningu og heitir  http://hermdarverk.blogcentral.is

Verið velkomin öll.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband