Söngvakeppni framhaldsskólanna - Hverjir hlusta á krakkana áður en þau fara?

Sem áhugamaður um tónlist hef ég oftast gaman af því að horfa á þessa keppni framhaldsskólanna. Núna fæ ég hins vegar of mikið af þeim óþæginda bjánahrolli sem fylgir því að hlusta á falskan söng.

Í ár bregður svo við að nærri 3 af hverjum 4 aðalsöngvurum eru svo tónvilltir að ég vorkenni þeim sárlega að þurfa að þola að frammistaða þeirra sé að eilífu geymd á spjöldum sögunnar þeim til armæðu og leiðinda. Í kvöld verður því miður að segja eins og er að gæði keppninnar gerir þessa dagskrá á laugardagskvöldi frekar dapra.

Mér finnst eiginlega að þessum krökkum sem hreinlega greiði gerður að fella út fyrr þá sem ekki halda tón í sínum lögum. Reyndar skal ég játa að þetta er ekki alltaf mögulegt því að taugaóstyrkur á þessari úrslitastundu setur flesta þessara tónvilltu krakka í enn meiri vandræði og var kannski ekki alveg fyrirséð fyrr en í beinni útsendingu.

Fyrir flesta þessara krakka er vandinn sá að þau eru ómeðvituð um að þau þurfa að vera búinn að ná lögum sínum 120% ef þau ætla að flytja þau sómasamlega undir því álagi sem þessu fylgir, vegna fjölda áhorfenda, vitneskju um sjónvarpsútsendingu og uppsöfnuðum spenningi.

Mér finnst eins og það sé verulegur munur á þessu á milli ára. Það sem ég hef séð í kvöld er óvenju slakt að þessu leyti. Betri þjálfun söngvaranna og ráðleggingar varðandi taugaálags er þeim mjög mikilvæg og hefur í of mörgum tilvikum ekki verið sinnt sem skyldi. Ég velti auk þess fyrir mér hvort þau hafi haft nóga góða monitoringu (heyrt nógu vel í sjálfum sér). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem ég hef um þetta að segja að þetta er alltof alltof langt á laugardagskveldi með ekki bbetri gæðum en raun ber vitni.. afhverju er ekki forkeppni og svo bara sýnt frá úrlsitum með kannski 6 lögum og gert á mun betri hátt.  Leiðinlegur þáttur sem varð til þess að ég skipti á sænska sjórnvarpið og horfði á anthony hopkins þar.

Óskar Þorkelsson, 13.4.2008 kl. 06:45

2 identicon

ég horfði á þetta í gærkvöldi eins og maður hefur gert á undanförnum árum. Hingað til hefur maður haft gaman af , en í gær var þetta ekki nógu gott. Alls ekki sem sjónvarpsefni. Söngvarar hafa held ég sjaldan verið falzkari og metnaðurinn lítill.  Þetta minnti mig helst á singstar keppni í heimahúsi, slakt karaóki.   Ætli að gefa þessu séns að ári liðnu, en svona keppni gerir krökkunum engan greiða og segir kannski um fyrirkomulagið í skólunum þar sem flytjendur eru valdir. Dómendur

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 13:56

3 identicon

Fjölskyldan horfði á og nú brá svo við að öllum fannst þetta fyrirkomulag að hafa svona mörg atriði (sum þeirra alveg úti á túni) orðið algjörlega ótækt. Niðurstaða okkar var undanúrslitakeppni þar sem 10-15 bestu eru sigtuð út og þá fyrst fer keppnin í sjónvarp. Ég trúi ekki öðru en það verði gerð einhver breyting á þessu á næsta ári. Þetta var alltof langt og sumt verulega vont, því miður.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 00:21

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er sammála þér Anna, þú ert með góða tillögu þarna.

Haukur Nikulásson, 15.4.2008 kl. 10:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband