Ha! Missti ég af einhverju? - Var ekki Bush búinn að vinna þetta stríð?

Það er þyngra en tárum taki að nefna þetta ólánsstríð í enn einu blogginu. Vandamálið er bara að þjáningum fólksins í Írak linnir ekkert þrátt fyrir að nokkur ár séu síðan Bush lýsti yfir sigri. En alltaf virðast einhverjir efast um að hann hafi sigrað á þesum slóðum. Við hin eigum ekki að gleyma því að við íslendingar berum ennþá ljóta skömm í þessu máli.

Íslenska ríkisstjórnin hefur hvorki lýst yfir andúð á þessu stríði né breytt um stefnu og það má víst ennþá heita svo að "innrásin hafir verið rétt í ljósi þeirra upplýsinga sem þá lágu fyrir". Hjá hinni íslensku hækju Bandaríkjamanna hefur ekkert breyst.

Solla situr snyrtilegt kaffiboð og lætur Condoleezzu Rice skjalla sig í hálftíma og heldur síðan bara "Star-struck" heim á leið aftur fullkomlega sátt og endurforrituð. Nú getur Solla sagt um Condi að hún sé "vinur sinn" alveg eins og Davíð um "vin sinn Bush" og Ólafur um "vin sinn Al Gore". 

 


mbl.is Barist í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Haukur.. samfylkingin heur sett mikið niður í þessu stjórnarsamstarfi og hafa selt sálu sína fyrir ráðherrastólana.

Óskar Þorkelsson, 12.4.2008 kl. 11:04

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband