Seðlabankinn tekur skortstöðu á íslenskum fasteignamarkaði - Hver missti vitið núna?

Þetta er tilvitnun úr nýjasta hefti Peningamála (2008-1 bls. 33) sem Seðlabankinn gefur út: 

"... og að íbúðaverð lækkar
Kólnun á húsnæðismarkaði hefur þegar komið fram í því að verðhækkun íbúðarhúsnæðis hefur u.þ.b. stöðvast, þrátt fyrir umtalsverða hækkun byggingarkostnaðar, og velta hefur minnkað hratt. Horfur eru  að lækkun ráðstöfunartekna, þrengingar á lánamörkuðum og aukið framboð íbúðarhúsnæðis leiði til umtalsverðar verðlækkunar. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð lækki um u.þ.b. 30% að raunvirði á spátímabilinu."

Ég leyfi mér að feitletra síðustu setninguna, vegna þess að í henni felst að Seðlabankinn er að nota sömu brögð gagnvart íslenskum fasteignaeigendum og erlendir vogunarsjóðir eru sagðir hafa notað gegn íslenska hagkerfinu þ.e. að taka svokallaða skortstöðu. Hér virðist tilgangurinn sá að ná niður verðbólgu með því að Seðlabankinn bara þröngvi niður verði á fasteignum almennings í landinu með algerlega ábyrgðarlausum kjafthætti.

Hér er reyndar smá munur á. Seðlabankinn hefur sett heimsmet í stýrivöxtum sem veldur því að íslendingar eru að greiða hæstu raunvexti í heimi. Stýrivextirnir eru hafðir svona háir m.a. til að hátt í 1000 milljarðar í krónubréfum erlendra spákaupmanna verði ekki leystir út því þá kemur til stórkostlegrar gengisfellingar krónunnar.  Auk þess sem almennir fasteignaeigendur eiga skv. þessari skortstöðu Seðlabankans að tapa 30% af raunvirði eigum við líka að greiða hæstu vexti í heimi til að borga fasteignirnar sem bankinn ætlar að kjafta niður til ársins 2010. Megnið af þessum vaxtagreiðslum íslenskra fasteignaeigenda renna til erlendu spákaupmannanna.

Mig undrar ekki að sumir hagfræðingar hreinlega æpi eftir því að yfirblýantsnagarinn í Seðlabankanum verði settur af vegna þess að hann sé orðinn sérstakt íslenskt efnahagsvandamál!


mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er engin leið að losna við Davíð úr seðlabankanum?

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he já.. Seðlabankinn er að koma í veg fyrir að ég og mín fjölskylda geti eignast nokkurn skapaðan hlut á þessu skítaskeri.. alveg stórfurðulegur málflutningur.

Óskar Þorkelsson, 11.4.2008 kl. 23:43

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband