Heil stétt tekur þátt í lögbrotum og þeim fíflaskap að refsa þeim sem enga sök eiga

Ég er eiginlega orðlaus yfir þeirri dæmalausu heimsku sem þessi frönsku mótmæli bera með sér.

Ég skil ekki hvernig atvinnubílstjórar halda að þeir fái einhverja samúð með mótmælum sem fela í sér að refsa almennum vegfarendum sem enga sök eiga á þeirra bágindum ef slíkt á að kalla.

Ég minni á að þessir menn hafa kosningarétt og hafa kosið þessa stjórn yfir sig og ég skal vera fyrsti maðurinn til að minna þá á að þeir geti breytt málum með því að taka þátt í stjórnmálum í stað þess að röfla bara eftir á og standa fyrir aðgerðum sem eru lögbrot og það er ekki hægt að una slíku þrátt fyrir  að menn hafi að sínu mati réttlátan málstað.

Þó svo að ég sé sammála því að ríkið stundi alls kyns okur á ólíklegustu sviðum og að stjórnmálamenn stundi síðan subbulega sjálftöku úr þessum sömu skattpeningum þá verður að fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Þessu breytum við ekki nema með pólitík hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Lögregla á skilyrðislaust að sekta alla þá bíla sem staðnir eru að því að leggja ólöglega og hindra umferð - hvernig á annars að ætlast til að aðrir fari eftir lögum og reglum? Með sömu rökum er okkur hinum heimilt að skera á hjólbarða þessara manna af því að þeir hindra för okkar. Er ekki tími kominn til að vakna úr þessu heimskukasti?


mbl.is Sturla: „Málið verður klárað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

merkilegt samt Haukur að þeir virðast hafa 80-90 % fylgi meðal almennings...

Óskar Þorkelsson, 11.4.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, ég skil það að þeir hafi stuðning vegna málsins, en ég held að almenningur styðji almennt ekki lögbrot í mótmælatilganginum.

Haukur Nikulásson, 11.4.2008 kl. 15:17

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svipta þetta hyski ökuleyfi, gera bíla upptæka, fangelsi, barsmíðar og senda þá svo heim til pabba og mömmu með bréf til undirritunar.

Mér finnst agalega leiðinlegt að vera sammála þér, en svona er það nú.

Ingvar Valgeirsson, 11.4.2008 kl. 17:12

4 identicon

búhúhúhú....

þið grenjið útí eitt,fólk er fylgjandi þessum aðgerðum OG lögbrotunum því stjórnvöld hafa sýnt  borgurunum og lýðveldinu fádæma hroka og valdníðslu í gegnum árin.bæði þessi og önnur stjórnvöld sem við höfum kosið hafa margoft orðið uppvís að lögbrotum á einn eða annan hátt en þurfa ekki að taka ábyrgð.

heyrði eitt sinn máltæki sem á vel við..."það læra börnin sem fyrir þeim er haft"

Ingvar...það má eiginlega þakka fyrir að að þú ert bæði valda og áhrifalaus lítill maur  

siggi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband