Við getum bætt kjörin sjálf án inngöngu í ESB

Það er margtuggin rangtúlkun hjá ESB sinnum (Eiríki Bergmann og svokölluðu Evrópufræðasetri) að það þurfi ESB aðild til að neyða íslensk stjórnvöld til að fella verndartolla af landbúnaðarafurðum sem nefnd er helsta ástæðan fyrir háu matarverði. Sannleikurinn er nefnilega sá að íslendingar geta fellt þessa verndartolla niður einhliða og án nokkurra afskipta ESB. Matarokur á Íslandi er að stærstum hluta heimatilbúið vandamál vegna verndarstefnu í landbúnaði með ofurtollum og vörugjaldarugli.

Það er betra að halda sig utan ESB og gera Ísland að tollfrísvæði og freista þess að verða dreifingarmiðstöð í frjálsum viðskiptum.  Það að vera utan ESB hindrar líka að vörur frá Asíu og Afriku geti hækkað vegna verndar- og refsitolla sem ESB setur á sumar vörur þessara landa í þeim tilgangi að hindra samkeppni við framleiðslu í Evrópu.

Það er eineltisbragur á ESB. Af hverju þurfa lönd að mynda samtök? Samtök eins og ESB hafa engan annan tilgang en þann að mynda eineltisbandalag gegn öðrum þjóðum heims.

Íslendingar eiga að hafa þann manndóm að vera í frjálsum viðskiptum við öll ríki í heiminum því það er siðferðilega rangt að draga heilu löndin og heimsálfurnar í dilka með þeim hætti sem ESB gerir óhjákvæmilega.

Óháð þessari umræðu getur verið opið hvort íslendingar nota áfram krónu sem gjaldmiðil eða ekki. Það þarf ekki að koma neitt við umræðuna um ESB aðild. ESB ákveður ekki hvort íslendingar nota Evru sem gjaldmiðil eða ekki. Við höfum notað alla gjaldmiðla að vild í okkar viðskiptum. Tæknilega séð getum við ákveðið að nota hveiti eða gull sem gjaldmiðil sama hversu kjánalega sem slík röksemd kann að hljóma.


mbl.is Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef akkurat og absolutt enga trú á því að við leysum vandann sjálf.. reynslan sýnir það Haukur !

Óskar Þorkelsson, 10.4.2008 kl. 16:40

2 identicon

ef við gleymum þessu matvælaverði og horfum á stærsta kostnaðarlið íslenskra fjölskyldna, kostnaðarliður sem skiptir tugum milljóna á 40 ára tímabili sem er verðbæturnar sem við þurfum að borga til bankana. þennan kostnaðarlið þekkja evrópubúar ekki og ég tel ekki réttlætanlegt að halda krónunni ef ekki er hægt að sleppa þessum kostnaðarlið. spurning hvað gerist þegar allianze kemur á markaðinn http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/10/allianz_inn_a_ibudalanamarkad/

stefán þór (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:42

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég á mér fáa jábræður núna sýnist mér

Óskar, þú ert óþarflega svartsýnn núna og slærð mér fýlupúkanum við! Þrátt fyrir allt nöldrið í mér og fleirum erum við best í heimi. Staða okkar í efsta sæta lífsgæða lista SÞ ætti að segja okkur það. Það má samt alltaf gera betur, þess vegna nöldra ég áfram!

Stefán Þór, verðbæturnar ættu að vera hluti af gengi krónunnar ef þú setur þetta í rétt samhengi.  Krónan er nefnilega með hækjur sem heita verðbætur. Ef við skiptum um gjaldmiðil lagast þetta og leiðréttist, ég get alveg tekið undir það. Við getum samt gert það án inngöngu í ESB.

Guðmundur, ég trúi því ekki að þú viljir fleygja Íslandi undir algjöra stjórn útlendinga með þessum hætti. Það er of skammt síðan við komumst undan einræðisstjórn konunga Norðurlanda eftir aldalanga baráttu.  Af hverju heldur þú að við verðum betur settir undir stjórn einhvers forseta í Brussel sem við eigum engan þátt í að kjósa? Hefur þú hugsað þá hugsun til enda að slíkur maður (eða kona) gæti verið með sama grautarheilann og George W. Bush eða Adolf Hitler? 

Haukur Nikulásson, 10.4.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

ESB er samstaf, sem hefur brotið niður tollamúra í Evrópu mjög hratt, og er með tollfrjáls viðskipti við öll fátækustu ríki heims (þar á meðal flest afríkuríkin - sjá Everything but Arms). Evrópusambandið snýst einmitt mestmegnið um viðskiptafrelsi, og meirihluti þess frelsis sem við lifum við hér á Íslandi í dag kom sem tilskipun í gegnum EES samninginn - fyrir hann var ekki til hlutabrefamarkaður á Íslandi, og það er áhugavert að pæla hvernig þetta hefði orðið hefði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn fengið að mynda þetta viðskiptafrelsi .. því það hefði örugglega orðið eitthvað sveitalegt.

Það er búið að skoða það til fulls; við tökum ekki upp evru án inngöngu í ESB - og evran myndi spara heimilinum tugi miljarða á ári. Þetta er bara ekki spurning lengur, við erum 3/4 í ESB, næstu 1/4 fylgja bara kostir. 

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 10.4.2008 kl. 17:42

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 265322

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband