Auðvelt að eyða peningum sem maður á ekkert í!

Hér er farin skemmtileg leið við að réttlæta þessa fundadellu sem nú orðið er hægt að leysa með símum og fjarfundabúnaði. Er ekkert af þessu fólki inni í nútímanum?

"Einstakt kynningarverð" á þotuleigunni þýðir að sá sem leigir vélina býst við meiri viðskiptum, sem þá eru að sjálfsögðu dýrari. "Einstakt kynningarverð" hljómar ekki trúverðugt svo ég taki vægt til orða. Þetta virkar eins og að leigusali þotunnar hafi tekið þátt í að fegra þennan kostnaðarlið... eftirá. Einnig er samanburðurinn við áætlunarflugið tekinn á hæsta verði til að draga saman enn frekar verðmuninn. Ég er viss um að flugfélögin hefðu líka verið til í að láta þá hafa "einstakt kynningarverð" líka. Það er jú samkeppni í ferðabransanum ennþá.

Eftir stendur að forsætisráðherrafrúin er tekin með! - Til hvers? Af hverju tók hann ekki bara öll börnin sín með líka til að hafa þetta alvöru fjölskylduvænt? Er þetta ekki vinnuferð? Mér finnst líka ógeðfellt að bjóða með fulltrúum háværustu fjölmiðlanna til að kaupa eða múta þeim til að fá hagstæða umfjöllun í staðinn.  Hér er fimm algerlega óþarfa "farþegum" bætt við og þau væntanlega notuð til að deila niður ferðakostnaði pr. mann og gera samanburðinn enn hagstæðari.

Með fullri virðingu fyrir forsætisráðherra þá er ólykt af þessum verknaði og yfirklórinu á eftir. Þetta væri ekki svona hefðu þau þurft að borga þetta úr eigin vasa. Þetta var úr okkar vasa!


mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála. Ég setti upp dæmið á mínu bloggi og fann út að einkaþotan kostaði a.m.k. 1,6 millj. kr. meira miðað við þær forsendur sem ég gaf mér. Fréttatilkynning forsvallsráðuneytisins er lélegur brandari.

Theódór Norðkvist, 8.4.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er svo mikið fiasko að það hálfa væri nóg að minu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hroki okkar valdsmanna er að færast i aukana/þeirra er valdið,næstu kosningar ,hvap þá????Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.4.2008 kl. 13:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband