7.4.2008 | 23:18
Er Solla að fatta þetta fyrst núna?
Ég er einn þeirra sem þoli ekki núverandi tolla- og vörugjaldakerfi ríkisins. Þetta svo mikil tímaskekkja að það er óþolandi að það skuli ekki vera virk andstaða gegn þessu rugli í þinginu.
Ingibjörg Sólrún virðist skv. þessari frétt að fatta þessa dæmalausu vitleysu fyrst núna.
Það má spyrja sig þeirrar alvarlegu spurningar til hverra verka þessi kona var eiginlega kosin á þing? - Hverju hefur hún áorkað sem fer í sögubækurnar? - Komið á friði í miðausturlöndum með ferð sinni þangað? - Fjölgað í íslenska leynihernum og útrýmt Talibönum í Afganistan og friðað það ólánsland? - Var hún kosin til að fjölga starfsmönnum í utanríkisþjónustu? - Stækka sendiráðin? - Auka notkun ráðherra og fyrirfólks á einkaþotum til að komast á ónauðsynlega fundi sem leysa mætti með nútíma fjarfundabúnaði? - Kom hún í veg fyrir, eða gagnrýndi, hina stórkostlegu "afsláttarsölu" á eignunum á varnarsvæðinu?
Var hún orðin leið á því að gagnrýna vitleysuna í pólitíkinni og er núna bara sátt við að taka þátt í öllu bruðlinu og prjálinu eftir að hún komst að?
Getur einhver upplýst mig um einhver "afrek" hennar eftir að hún varð ráðherra? - Er hún yfirleitt launa sinna (og drjúgra dagpeninga) verð?
Svo allrar sanngirni sé gætt tel ég stóran hluta þessara spurninga megi alveg rata til Geirs Haarde í von um svör. Hann er yfir allt slíkt hafinn og verður bara réttlátlega reiður þegar hann er gagnrýndur og krafinn svara.
Tollfríðindi skili sér í vasa almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Afnám allra tolla og vörugjalda t.d. á matvælum hefur í mörg ár verið eitt af helstu stefnumálum samfylkingarinnar.
Það er gaman að þú sért fyrst núna að komast að því.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 7.4.2008 kl. 23:36
Það má vel vera Þórir, svona rétt fyrir kosningar. En það er ekkert gagn í stefnu sem ekki er hrint í framkvæmd vegna undirlægjuháttar við íhaldið og bændastéttina.
Haukur Nikulásson, 7.4.2008 kl. 23:44
Alveg ótrúlegt hvað fröken ballstelpu er illa við íslenska bændur og landbúnað yfir höfuð.
Vill fólk í alvöru talað sjá íslenskan landbúnað líða fyrir lok og deyja út.
Það sem mér finnst enn sorglegra er að sjálfstæðismenn virðast ætla að fara að taka þátt í þessu, s.br. nýtt frumvarp herra Einars landbúnaðarráðherra.
Mér finnst með ólíkindum að um þriðjungur þjóðarinnar vilji í alvöru talað sjá bændur vors lands fara á hausinn.
Það veit enginn hvað hann hefur átt fyrr en hann hefur misst það, hættið að bjóða hættunni heim, hættið að kjósa samfylkinguna!
Einar Freyr (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 23:48
Kosningastefna er ekki stefna.
Hún er blekking, sem allir láta blekkjast af, fjórða hvert ár. Bæði fyrir sveitastjórnar og Alþingiskosningar.
Sennilega vegna þess að ekki er nokkur von lengur að einhver sé í raun og veru heiðarlegur eða nógu fylginn sér, til að hrinda góðum áformum í framkvæmd.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 00:17