Eat your heart out! - (útleggst: Öfundið!)

Hér sit ég úti fyrir á jarðhæð á Parque Santiago IV á Playa de las Americas á Tenerife og skrifa blogg. Hitinn er 18 gráður og ég er á pólóskyrtu. Við bræðurnir og fjölskyldur vorum að borða og fá okkur í glas.

Alltaf hef ég nett samviskubit þegar ég hef það gott. Ég er nefnilega einn af þeim sem daglega finnst eðlilegt að hafa það hæfilega skítt í tilverunni.

Þessi staður er yndislegur. Hér er hitastig sem hentar okkur íslendingum allt árið um kring. Þetta er eyja og hér er verðlag stöðugt. Mér finnst því eðlilegt á þessari stundu að láta öfunda mig hæfilega af því að vera hér í mildu veðri að blogga úti um miðnættið. Um leið og ég ýti á vista og birta stend ég upp og blanda aftur í glasið. Skál og góða helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er euro á tenerife ?

Óskar Þorkelsson, 30.3.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Sigurjón

Til að svara spurningu ofanritaðs: Já.

Njóttu dvalarinnar á Kanaríeyjunni Haukur og alls ekki fá samvizkubit yfir því að líða vel.  Ég sé ekki hálfan millimetra af skömm í því.  Skál!

Sigurjón, 30.3.2008 kl. 02:21

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Njóttu þín vel Haukur minn við gleðskap sól og hita.  Ég neita að öfunda þig, en samgleðst þér innilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ma og pa fara þarna árlega og þá fæ ég aldeilis að heyra af þessari paradís. Ertu einmitt ekki kominn á réttan aldur fyrir staðinn?

:)

Ingvar Valgeirsson, 30.3.2008 kl. 16:19

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir góðar óskir Sjonni og Cesil.

Ingvar ég er örugglega að komast á réttan aldur fyrir þetta og þú nálgast hann líka eins og óð fluga. Veistu hér er ekki svo vitlaust að trúbba ef því er að skipta. Örugglega jafn illa borgað og heima

Haukur Nikulásson, 31.3.2008 kl. 00:23

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Jú Haukur ,það ber á öfund hjá mer og mínum,það er kalt á klakanum núna og eg vildi vera þarna!!!!/en hafðu það gott/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.3.2008 kl. 17:31

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband