Tímasetningin kemur mér ekki á óvart

Það hefur verið vel látið af Sigurði Þórðarsyni í gegnum tíðina og hann talinn vel gerður embættismaður.

Síðustu skýrslur embættisins um eignaumsýslu á varnarsvæðinu eru með slíkum ólíkindum að manni finnst að honum hafi ekki verið sjálfrátt í þeim efnum. Var honum hreinlega skipað að gefa út þvottahúskvittun á öll þessi mál?

Valgerður Sverrisdóttir bar ábyrgð á vatnstjóninu mikla sem sópað var undir teppið. Haldið þið að hún biðjist afsökunar á Alþingi úr ræðustól nema eitthvað hafi verið að? Fagmenn telja að tjónið hafi ekki verið undir milljarði og því var sópað undir teppið í vandlega töfðum feluleik bæði ráðuneytisins og ríkisendurskoðunar sem gaf út þá dæmalausu skoðun að engin hafi verið ábyrgur vegna þess að shit happens!

Hitt málið er hin dæmalausa sala á eignum varnarliðsins þar sem helmingur eignanna hurfu í stórkostlegasta afslætti sem um getur í Íslandssögunni. Í þessari skýrslu kom fram eitthvert mjálm um að betur hefði mátt standa að málum en í heild sinni er ekkert að gert.

Mér finnst satt best að segja ekki ósennilegt að ríkisendurskoðandi vilji losna frá þessari spillingu og sjái sér ekki fært að gefa út fleiri kvittanir til handa spilltum stjórnmálamönnum og embættismönnum. Fordæmi þessa fólks kallar ekki á bætt siðferði í viðskiptum hjá almenningi þegar fyrirmyndirnar haga sér eins og stórþjófar og komast upp með það og svara öllum ásökunum um spillingu með ótrúlegum hroka og yfirgangi.


mbl.is Ríkisendurskoðandi óskar eftir lausn frá starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband