Er nokkurt vit í að bjarga 30-35000 mannslífum á hverju ári?

Ég hef oft ritað um þetta efni hér á þessum síðum.

Í Bandaríkjunum deyja 28-39.000 á hverju ári af völdum skotvopna. Þetta eru upplýsingar úr opinberum tölum þar vestra. Ef þessi tala væri heimfærð upp á íslendinga væri þetta 28 til 39 dauðsföll hér á landi. Okkur þætti það hreint ekki ásættanlegt að fá fleiri dauðsföll af þessum völdum en bílslysum.

Rökin um að menn drepa en ekki byssur er einhvert ótrúlegasta þvaður sem hugsast getur. Hræddur maður með byssu, eða glæpamaður, er hættulegri heldur en vopnlaus.

Ég vona innilega að Bandaríkjamenn sjái að sér í þessum efnum sem fyrst.


mbl.is Byssulöggjöf fyrir hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

En hvað með þessi rök:

Ef byssueign er glæpur, eiga aðeins glæpamenn byssur. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.3.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hef oft sagt að byssur eigi að geima í sérstökum byssuskápum, í byssuherbergjum, á Lögreglustöðvum landsins.

Menn geta svo fengið sýn skotvopn afhent gegn framvísun veiðikorts og veiðileifa, ásamt framvísun skotvopnaleyfis og nákvæmra upplýsinga um fyrirhugaða veiðiferð, ferðabúnað og tímasetningar.

Þannig er fljótlegra að koma til aðstoðarveiðimönnum ef eitthvað óvænt kemur til, og aukið öryggi er tryggt með því að fækka skotvopnum úti á meðal fólks.

Benti Birni Bjarnasyni á þessa skoðun mína fyrir upphaf endurskoðunar á skotvopnalöggjöfinni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Ólafur Als

Ef menn telja að bann við byssueign meini glæpamönnum að komast yfir byssur - gott og vel. Reyndar gengur sú hugsun ekki alveg upp, hún er aðallega byggð á óskhyggju og góðum vilja, sem glæpamenn alla jafna varðar ekkert um. Hér er við stjórnarskrána að etja, sem ekki er stór áhugi fyrir að breyta, þrátt fyrir vilja góðra manna í þessu tiltekna máli. Hér stangast á mörg sjónarmið, umræðan er eldri en við flest og margir mætir menn hafa stutt hvoru tveggja sjónarmið; litlar takmarkanir vs. miklar takmarkanir.

Hæstiréttur þar vestra mun reyna að túlka hug höfunda stjórnarskránna í ljósi breyttra aðstæðna og er þeim ekki létt verk á höndum. Annars vegar vega þungt sjónarmið sem segja að almenn byssueign feli í sér ógn og óþarflega mörg dauðsföll og svo hinir sem segjast njóta verndar stjórnarskrárinnar, einmitt til þess að verja sig gegn glæpum og ógn byssumanna.

Ólafur Als, 19.3.2008 kl. 10:43

4 identicon

Þorsteinn hvað er vandamálið hér? Hvað hafa margir verið myrtir með byssum hér á landi síðasliðin 30 ár? Það eru skráð hér í kringum 50 til 60.000 vopn vissuru það? Enn USA það er rugl allir sammála um það held ég!

óli (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 12:11

5 Smámynd: Einar Steinsson

Ef fólk hefur áhuga á þessu málefni þá er nauðsynlegt að sjá myndina "Bowling for Columbine" eftir Michael Moore. Hvort sem fólki líkar við hans málflutning eða ekki þá veltir hann upp mörgum áhugaverðum flötum og spurningum um þetta mál.

Einar Steinsson, 19.3.2008 kl. 13:28

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hugsu okkur eitt augnablik að öll skotvopn bara hyrfu einn daginn:

af þessum 30-35K manns sem farast með hjálp þeirra, fremja meira en 60% sjálfsmorð.  Þeim bjargar þú ekkert.  Þeir drepa sig bara öðru vísi.

Afgangurinn er 99% gang related, og flyst yfir á aðrar gerðir vopna.

Svo má helst ekki gleyma þeim 2.5 miljónum glæpa sem er afstýrt árlega með hjálp skotvopna - ef engin skotvopn eru, þá verða sem sagt 2.5 milljón fleiri glæpir á ári.  Það eru morð, rán, nauðganir... ogsfrv.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur eg get ekki annað séð en við séum mát/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.3.2008 kl. 15:21

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eg hef svo sem rokraett thetta adur her i sama tilgangsleysinu. Their sem halda ad thetta se i lagi i USA geta bara haft tha skodun i fridi fyrir mer. See if I care.

Gledilega paska fra Amerisku strondinni a Tenerife. (Wireless hoteldotid er bilad her og thvi tharf ad nota thetta stafalausa hoteldrasl!)

Haukur Nikulásson, 23.3.2008 kl. 14:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að þjóðasálin þeirra sé eins og Guðmundur segir, þó þarna séu  margir góði einstaklingar, þá er hitt ofaná.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 14:16

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá fólk, sem heita á fullorðið, koma með svona sleggjudóma yfir Bandaríkjamenn í heild sinni. Þetta risastóra samfélag er líklega það blandaðasta í heimi bæði hvað varðar menningu og hin ýmsu viðhorf til hinna ýmsu hluta. Auðvitað má þar eflaust margt betur fara, en það á við í öllum löndum og ríkjum heims.

Hinsvegar varðandi byssueign í BNA þá er alveg kórrétt að alltof, alltof margir deyja eða slasast völdum skotvopna á hverju ári. Eins og bent er á hér að ofan er stór hluti dauðsfallanna sjálfsmorð. Maður kemur ekki í veg fyrir þau nema að banna reipi, svefntöflur og háar byggingar. Þau morð, sem framin eru með skotvpnum, eru að stórum hluta framin með ólöglegum og illa fengnum byssum. Restin er að mestu framin með veiðivopnum, svipuðum þeim og má kaupa á fjölmörgum stöðum hér á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil byssueign einskorðast ekkert við BNA - rétt fyrir norðan, í Kanada, er byssueign mjög mikil. Glæpir þeim tengdir eru hinsvegar fátíðir. Má einnig benda á Sviss og örugglega enn fleiri lönd.

Svo að lokum má benda á Ástralíu - þegar byssulögjöf var hert þar til muna fjölgaði sumum tegundum byssuglæpa, t.d. árásum á heimili. Það var jú alveg bókað að þar sem löghlýðnir borgarar voru á ferð voru þeir sem gæsir í sárum - varnarlausir. Glæpamenn, sem er hvort eð er skítsama um lög og reglur, voru hinsvegar enn með skammbyssurnar sínar.

Gæti haldið áfram lengi, en þarf að fara að róta.

Ingvar Valgeirsson, 29.3.2008 kl. 12:41

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband