14.3.2008 | 15:28
Ber enginn ábyrgð á því að trylla vanheilt barnið?
Mér sýnist að hér vanti upp á að málið sé tekið fyrir í heild sinni.
Vissulega er ekki deilt um að barnið hafi skellti hurðinni á kennarann. En það er urmul af spurningum ósvarað:
Mátti kennarinn vita að krakkinn var orðinn ærður af eineltinu með því að flýja inn í skáp? Bar honum ekki skylda til að fara varlega að barni sem hefur verið greint með Asperger heilkenni og er augljóslega vanhaldið andlega á þessari stundu? Ber skólinn enga ábyrgð á meðan nemandinn er þarna inni eða verða foreldrar að vera með þeim í skólanum? Hvernig er það hugsað að foreldrar geti borið ábyrgð á börnum sínum sem skilin eru eftir í umsjá kennara (sem hefur sérstök réttindi í kennslu- og uppeldisfræðum) og misþroskaða samnemenda sem oft og einatt leggja aðra í einelti?
Ef þessi dómur stenst fyrir hæstarétti sýnist mér að konan verði að sækja sinn rétt til foreldra þeirra barna sem stóðu að eineltinu vegna foreldraábyrgðar þeirra á eineltisvöldunum sem frumorsök slyssins. Ég hins vegar efast um að hún eigi afgang eftir 10 milljóna króna skaðabótagreiðslu til kennarans til að standa straum af frekari málaferlum.
Málsaðilar eiga allir samúð mína.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
þetta er ótrúlegur dómur.. ég hélt að þegar barn væri í skóla þá bæru skólayfirvöld ábyrgð á barninu og starfsmönnum skólans.. á ekki menntamálaráðuneytið að borga þetta ?
Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 15:58
Þessi dómur sýnir að hvorki verjandi né sækjandi né dómarar hafa nokkurn skilning á fötlunum á einhverfurófinu. Af hverju var ekki kallaður til geðlæknir eða sálfræðingur með þekkingu á einhverfu og skyldum fötlunum ? Samkvæmt dómnum þá var stuðst við bækling um asperger heilkenni til að meta það hvort að barnið var fært um að greina á milli rétts og rangs.
Barn með fötlun á einhverfurófinu þolir illa þær aðstæður sem voru uppi þennan dag í skólastofunni. Það átti að fara að kynna verkefni sem bekkurinn hafði unnið og stofan full af foreldrum og nemendum. Stúlkan var að auki með þunglyndi og kvíða og því alls ekki óeðlilegt að barnið hafi flúið aðstæður inn í skápinn. Hugsanlega hefur vanlíðan verið til staðar af því börn með Asperger heilkenni eru oft með miklar skyntruflanir og hávaði og óreiða fara mjög illa í þau.
Þegar kennarinn kemur svo að sækja hana þá eru fyrstu viðbrögð hennar að skella hurðinni fast aftur svo hún þurfi ekki að fara aftur í þær aðstæður sem valda henni vanlíðan og óöryggi.
Við svona aðstæður er alls ekki víst að barnið hafi vitað hvað það var að gera, það hefur líklega bara stjórnast af því að forða sér úr aðstæðum sem eru sársaukafullar fyrir það vegna fötlunar sinnar.
Ég vona að þessu máli verði áfrýjað til hæstaréttar og að móðir barnsins fái betri verjanda sem hefur vit á að kalla fram sérfræðinga á sviði einhverfu sem geta lýst því hvernig börn á einhverfurófinu bregðast við í svona aðstæðum.
Móðir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:41
Góður punktur hjá þér Haukur, afar góður.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:54