11.3.2008 | 15:23
Vændi og hóruhús verði leyfð eins og aðrar atvinnugreinar
Vændi er sögð vera elsta atvinnugrein konunnar. Ef það er satt þá á þessi stétt mjög undir högg að sækja sökum þess hve stór hluti fólks lítur niður á þessa háttsemi.
Ég hef eins og margir aðrir farið að endurskoða ýmsa þá hluti sem samfélagið hefur reynt að innprenta mér frá barnæsku sem "góða" hluti og "vonda" hluti. Þjóðkirkjan, Biblían, Guð og Jesú voru t.d. góðir hlutir og manni uppálagt að fara með bænir og virða trúna og siðinn í landinu. Síðan hef ég komist að því að ekkert af þessu trúarbulli stenst nokkra skoðun í venjulegum samtíma.
Á sama hátt var vændi og hórarí ættað frá djöflinum. Samt hef ég komist að þeirri skoðun að líklega er ekkert annað starf í heiminum sem veitir viðskiptavinum jafn mikinn unað, útrás, heilbrigða hreyfingu og vellíðan. Nú orðið tel ég vændiskonuna vera næsta bæ við góða nuddkonu, þær ganga bara nær viðskiptavininum og veita honum fullnægju.
Satt að segja verð ég ekki var við annað en að það fólk sem er mest á móti vændi upp til hópa mannskapur sem kemur þetta mál ekki rassgat við sé allrar sanngirni gætt. Hvað er eðlilegra en að bjóða fólki upp á unaðsstundir fyrir sanngjarnt gjald?
Ég veit um fullt af störfum sem ég tel ógeðfelldari en vændi. Mér finnst til að mynda tilhugsun um að vinna við slátrun og verkun dýra, skurðlækningar, meinafræði, frágang á líkum til greftrunar og mörg ámóta störf miklu ógeðfelldari tilhugsunar en vændið.
Það sem réttlætir vændi fyrir mér er sú tilhugsun að margir fæðast með þá líkamlegu og andlegu eiginleika (eða ágalla) að eiga ekki kost á fullnægjandi kynlífi. Til þess liggja margar ástæður sem ég nenni ekki að telja upp. Þeir sem helst eru á móti vændi eru einmitt það fólk sem þarf ekki að kvarta í þeirri deild en þarf endilega að banna öðrum að njóta tilverunnar.
Mansal hefur gjarnan verið tengt vændi en það er bara hluti tilverunnar bara rétt eins og að bílar og umferð valda dauðaslysum. Mansal er stórlega ofmetið vandamál í heildarmynd vændis. Við getum fært sterkari rök fyrir því að banna umferð og bíla vegna þess hversu margir farast og slasast í umferðarslysum, það dettur þó engum í hug.
Ég er einn þeirra sem hvorki hef prófað vændi né talið mig þurfa á því að halda. Ég sé þó bara ekki hvernig það kemur mér við að banna öðru fólki að eiga viðskipti um þessa elstu atvinnugrein konunnar. Ef eitthvað væri ætti hún að vera lofuð og prísuð sem sú líknandi starfsemi sem hún er örugglega mörgum. Burt með tepruskapinn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 265321
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Mannssal er ekki líðandi á neinum vettvangi, en hvað er verið að gera í byggingariðnaðinum og víðar, er ekki verið að svína á fólki þar í gríð og erg.
Er aðbúnaður, laun og viðmót við erlenda verkamenn, ekki í sumum tilfellum svipuð þeirri framkomu, sem fólk selt til þrældóms upplifir.
Mér finnst komin tími til að lögleiða vændi sem starfsgrein, og taka svo hart á þeim sem ekki starfa eftir þeim reglum sem við setjum vændis konum og körlum, með lögleiðingunni eru mörg vandamál leist og hægt að einbeita sér að meira aðkallandi verkefnum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.3.2008 kl. 16:34
Var einmitt að ræða þetta líka, hér; http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 18:31