Vændi og hóruhús verði leyfð eins og aðrar atvinnugreinar

Vændi er sögð vera elsta atvinnugrein konunnar. Ef það er satt þá á þessi stétt mjög undir högg að sækja sökum þess hve stór hluti fólks lítur niður á þessa háttsemi.

Ég hef eins og margir aðrir farið að endurskoða ýmsa þá hluti sem samfélagið hefur reynt að innprenta mér frá barnæsku sem "góða" hluti og "vonda" hluti. Þjóðkirkjan, Biblían, Guð og Jesú voru t.d. góðir hlutir og manni uppálagt að fara með bænir og virða trúna og siðinn í landinu. Síðan hef ég komist að því að ekkert af þessu trúarbulli stenst nokkra skoðun í venjulegum samtíma.

Á sama hátt var vændi og hórarí ættað frá djöflinum. Samt hef ég komist að þeirri skoðun að líklega er ekkert annað starf í heiminum sem veitir viðskiptavinum jafn mikinn unað, útrás, heilbrigða hreyfingu og vellíðan. Nú orðið tel ég vændiskonuna vera næsta bæ við góða nuddkonu, þær ganga bara nær viðskiptavininum og veita honum fullnægju.

Satt að segja verð ég ekki var við annað en að það fólk sem er mest á móti vændi upp til hópa mannskapur sem kemur þetta mál ekki rassgat við sé allrar sanngirni gætt. Hvað er eðlilegra en að bjóða fólki upp á unaðsstundir fyrir sanngjarnt gjald?

Ég veit um fullt af störfum sem ég tel ógeðfelldari en vændi. Mér finnst til að mynda tilhugsun um að vinna við slátrun og verkun dýra, skurðlækningar, meinafræði, frágang á líkum til greftrunar og mörg ámóta störf miklu ógeðfelldari tilhugsunar en vændið.

Það sem réttlætir vændi fyrir mér er sú tilhugsun að margir fæðast með þá líkamlegu og andlegu eiginleika (eða ágalla) að eiga ekki kost á fullnægjandi kynlífi. Til þess liggja margar ástæður sem ég nenni ekki að telja upp. Þeir sem helst eru á móti vændi eru einmitt það fólk sem þarf ekki að kvarta í þeirri deild en þarf endilega að banna öðrum að njóta tilverunnar.

Mansal hefur gjarnan verið tengt vændi en það er bara hluti tilverunnar bara rétt eins og að bílar og umferð valda dauðaslysum. Mansal er stórlega ofmetið vandamál í heildarmynd vændis. Við getum fært sterkari rök fyrir því að banna umferð og bíla vegna þess hversu margir farast og slasast í umferðarslysum, það dettur þó engum í hug.

Ég er einn þeirra sem hvorki hef prófað vændi né talið mig þurfa á því að halda. Ég sé þó bara ekki hvernig það kemur mér við að banna öðru fólki að eiga viðskipti um þessa elstu atvinnugrein konunnar. Ef eitthvað væri ætti hún að vera lofuð og prísuð sem sú líknandi starfsemi sem hún er örugglega mörgum. Burt með tepruskapinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mannssal er ekki líðandi á neinum vettvangi, en hvað er verið að gera í byggingariðnaðinum og víðar, er ekki verið að svína á fólki þar í gríð og erg.

Er aðbúnaður, laun og viðmót við erlenda verkamenn, ekki í sumum tilfellum svipuð þeirri framkomu, sem fólk selt til þrældóms upplifir.

Mér finnst komin tími til að lögleiða vændi sem starfsgrein, og taka svo hart á þeim sem ekki starfa eftir þeim reglum sem við setjum vændis konum og körlum, með lögleiðingunni eru mörg vandamál leist og hægt að einbeita sér að meira aðkallandi verkefnum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.3.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var einmitt að ræða þetta líka, hér; http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 18:31

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband