Þessi ekur með reisn

Það er reyndar gott að ökumaðurinn slasaði sig ekki. En mikið óskaplega held að manngreyið hljóti að skammast sín fyrir klaufaskapinn.

Skyldi hann hafa verið að tala í símann? Skyldi hann hafa verið að borða pulsu? Kveikti hann í rettu í stað þess að setja pallinn niður? Ýtti hann á vitlausan takka þegar hann ætlaði að setja þurrkurnar í gang? Skyldi hann hafa verið fjarverandi í meiraprófstímanum sem kenndi ökumönnum að setja pallhelvítið niður áður en farið væri út í umferðina?

Hér er mörgum spurningum ósvarað. En ef ég þekki fjölmiðla rétt verður maðurinn orðinn að hvunndagshetju með forsíðuviðtali í DV eða Séð og Heyrt áður en varir. 


mbl.is Keyrði pallinn af á göngubrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aumingja maðurinn hann á eftir að vera í erfiðleikum með að útskýra þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Einar Steinsson

Hann er ekki sá fyrsti sem gerir þessi mistök. Margar brýr bera þess merki að í þær hafi rekist pallar, kranar eða of hár farmur.

Heyrði fyrir mörgum árum sögu af svona atviki við brúna þar sem farið er undir Ártúnsbrekku við ESSO. Þar í nágrenninu var verktaki að vinna með nokkra bíla og tæki. Eigandinn kom á staðinn til að leysa menn af í mat og það tókst ekki betur til en svo hjá honum að hann keyrði einn vörubílinn á fullri ferð undir brúna með pallinn uppi með sömu afleiðingum og í fréttinni, þ.e. pallurinn fór af. Sjónarvottur (sá sem sagði söguna) sagði að vörubíllinn hefði tekist á loft og minnstu munað að stýrishúsið hefði skollið undir brúargólfið. Það hefði væntanlega verið ódýrara hjá honum að láta bílana standa meðan bílstjórarnir fóru í mat. Þessi saga er að sjálfsögðu seld á sama verði og hún var keypt.

Einar Steinsson, 7.3.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

týpisk mistök hjá manni sem er á launum og á ekkert í farartækinu...

Óskar Þorkelsson, 7.3.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að sturta niður þegar maður er búinn.

Hjalti Garðarsson, 7.3.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það var haft eftir ónefndum lögreglumanni að bílstjórinn hefði hina fullkomnu afsökun. Hann var að flytja stóra sendingu af Viagra pillum.

Haukur Nikulásson, 7.3.2008 kl. 16:12

6 Smámynd: Sigurjón

Það þarf ekkert að vera annað en að hann hafi verið annars hugar augnablik.  Ég hef unnið við útkeyrzlu og oftar en einu sinni kom það fyrir að maður gleymdi að setja lyftuna upp og keyrði með opinn bíl um allan bæinn...

Sigurjón, 8.3.2008 kl. 02:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband