Eru bílastæði merkt fötluðum við flest eldri fjölbýlishús ólögleg?

Ómerkt og sameiginleg bílastæði við fjölbýlishús eru að verða takmörkuð auðlind. Ég bý t.d. í 8 hæða blokk og þar eru bílastæði nánast ófáanleg við húsið eftir kl. 18.00 á kvöldin. Ég kem yfirleitt seinna heim og verð þá einatt að leggja út í götunni.

Við húsið mitt eru tvö bílastæði sem merkt eru fötluðum (mjög oft ónotuð) og hef ég komist að því að þau eru ólögleg af þeirri einföldu ástæðu að kvaðir um þau eru ekki í eignaskiptasamningi íbúðar minnar og eru þar með ófrjáls eignaupptaka af mínum rétti til afnota á þessari sameign hússins.

Hvorki stjórn húsfélags né húsfundur getur samþykkt að taka frá bílastæði til þessara nota nema með því einu að allir þinglýstir eigendur samþykki það og staðfesti það sömuleiðis allir með nýjum eignaskiptasamningum sem eru þá þinglýstir með þessari kvöð á íbúðareigendur. Þetta kemur allt skýrt fram í lögum um fjöleignarhús (sjá 33. gr. og 35. gr.). Það er því eins gott að sá sem óskar eftir því að láta draga bíl af slíku stæði sé viss um að hann sé ekki að brjóta á viðkomandi bíleiganda og ganga á löglegan notkunarrétt hans á slíku stæði. Sá sami gæti því þurft að borga allan slíkan kostnað sjálfur úr eigin vasa.

Ef þú býrð í fjölbýlishúsi og þessar kvaðir eru ekki í þínum eignaskiptasamningi þarftu ekki að virða merkingu á þessum bílastæðum. Þau eru jafn ólögleg og það að hússtjórnin ætli þér að greiða í sjóð til að fæða hungraða í Súdan þó þeir þurfi nauðsynlega á því að halda. Þörf fatlaðra fyrir bílastæði er ekki á ábyrgð almennra íbúa fjölbýlishúsa nema svo sé skipað með löglegum hætti og að þú vitir það áður en þú kaupir eignina.

Hér eru bara almenn skynsemi á ferð. Ef Öryrkjabandalagið keypti t.d. 20 íbúðir í húsinu ættu þeir þá allir rétt á merktu bílastæði fyrir fatlaða? Auðvitað ekki. Löggjafinn hefur gert ráð fyrir þessu í lögunum þó ég hafi sterkan grun um að hússtjórnir og húsfélög hafi í of mörgum tilfellum ráðstafað eignahlutum (bílastæðum) sem þau hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir. Í einhverjum tilvikum hef ég séð merkt bílastæði fyrir húsvörð og grunar mig að þau séu flest ólögleg með sama hætti.

Vinsamlegast ruglið þessu máli ekki við reglur um aðgengi fatlaðra og merkt bílastæði við opinberar byggingar og verslanir, þar ræður önnur löggjöf og ekki síst að einkaeigendur slíkra bílastæða ráða því alveg sjálfir hvernig þessum málum háttar þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband