5.3.2008 | 19:10
Eru bílastæði merkt fötluðum við flest eldri fjölbýlishús ólögleg?
Ómerkt og sameiginleg bílastæði við fjölbýlishús eru að verða takmörkuð auðlind. Ég bý t.d. í 8 hæða blokk og þar eru bílastæði nánast ófáanleg við húsið eftir kl. 18.00 á kvöldin. Ég kem yfirleitt seinna heim og verð þá einatt að leggja út í götunni.
Við húsið mitt eru tvö bílastæði sem merkt eru fötluðum (mjög oft ónotuð) og hef ég komist að því að þau eru ólögleg af þeirri einföldu ástæðu að kvaðir um þau eru ekki í eignaskiptasamningi íbúðar minnar og eru þar með ófrjáls eignaupptaka af mínum rétti til afnota á þessari sameign hússins.
Hvorki stjórn húsfélags né húsfundur getur samþykkt að taka frá bílastæði til þessara nota nema með því einu að allir þinglýstir eigendur samþykki það og staðfesti það sömuleiðis allir með nýjum eignaskiptasamningum sem eru þá þinglýstir með þessari kvöð á íbúðareigendur. Þetta kemur allt skýrt fram í lögum um fjöleignarhús (sjá 33. gr. og 35. gr.). Það er því eins gott að sá sem óskar eftir því að láta draga bíl af slíku stæði sé viss um að hann sé ekki að brjóta á viðkomandi bíleiganda og ganga á löglegan notkunarrétt hans á slíku stæði. Sá sami gæti því þurft að borga allan slíkan kostnað sjálfur úr eigin vasa.
Ef þú býrð í fjölbýlishúsi og þessar kvaðir eru ekki í þínum eignaskiptasamningi þarftu ekki að virða merkingu á þessum bílastæðum. Þau eru jafn ólögleg og það að hússtjórnin ætli þér að greiða í sjóð til að fæða hungraða í Súdan þó þeir þurfi nauðsynlega á því að halda. Þörf fatlaðra fyrir bílastæði er ekki á ábyrgð almennra íbúa fjölbýlishúsa nema svo sé skipað með löglegum hætti og að þú vitir það áður en þú kaupir eignina.
Hér eru bara almenn skynsemi á ferð. Ef Öryrkjabandalagið keypti t.d. 20 íbúðir í húsinu ættu þeir þá allir rétt á merktu bílastæði fyrir fatlaða? Auðvitað ekki. Löggjafinn hefur gert ráð fyrir þessu í lögunum þó ég hafi sterkan grun um að hússtjórnir og húsfélög hafi í of mörgum tilfellum ráðstafað eignahlutum (bílastæðum) sem þau hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir. Í einhverjum tilvikum hef ég séð merkt bílastæði fyrir húsvörð og grunar mig að þau séu flest ólögleg með sama hætti.
Vinsamlegast ruglið þessu máli ekki við reglur um aðgengi fatlaðra og merkt bílastæði við opinberar byggingar og verslanir, þar ræður önnur löggjöf og ekki síst að einkaeigendur slíkra bílastæða ráða því alveg sjálfir hvernig þessum málum háttar þar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 265320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson