5.3.2008 | 10:11
Við gætum gert það líka fyrir glæpi gegn mannkyninu!
Það er einhvern veginn svo að sigurvegarar í stríði fá alltaf veglegri sess í sögunni en þeir sem tapa. Hér skiptir engu hvort þeir hafi verið vægari eða grimmari en andstæðingurinn.
Ég leyfi mér að fullyrða að þær hörmungar sem Bush leiddi yfir Íraka eru margfalt, margfalt meiri en Saddam Hussein var nokkurn tíma sekur um eða hefði orðið sekur um þótt slæmur væri. Það var mál Íraka sjálfra að losna við hann en ekki Bush. Þið megið spyrja ykkur sjálf þess hvort íslendingar myndu sætta sig við svona afskipti af innanríkismálum okkar.
Bush fer óhjákvæmilega í ruslatunnu sögunnar fyrir glæpi sína gegn mannkyninu rétt eins og Hitler, Stalín og fleiri sem eru sekir um þjóðarmorð. Írak á langt í land með að ná sér upp úr þeirri vargöld sem þar ríkir og við gerum sjálfir ekkert í því að leiðrétta eigin mistök með stuðningnum við þetta mesta óhæfuverk þessarar aldar.
Gefa út handtökuskipun á Bush | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Er mjög hlynntur málsókn gegn Bush og félögum, fyrir stríðsglæpina í Írak.
Spurning hvort við þyrftum ekki að framselja þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, fyrir að hvetja til þess stríðs og styðja við, án lögformlegrar heimildar.
Er ekki ráð Haukur að efna til samskota og ráða færan lögmann til að skoða grundvöll til ákæru og málsóknar fyrir Bandarískum dómstól eða stríðsglæpadómstólnum.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.3.2008 kl. 10:24
Ég er hræddur um að það stoði lítt Þorsteinn. Bush er búinn að vera svo lengi við völd að ég held að þeir hæstaréttardómarar sem hann skipaði sjálfur muni aldrei sakfella hann á endanum.
Á sama hátt er ég hræddur um að íslenskir dómarar, þar á meðal sonurinn, muni ekki sakfella yfirblýantsnagarann í Seðlabankanum.
Hins vegar hefðum við smá von um sakfellingu á Hornafjarðarmannanum því hann á enga dómara í vasanum.
Haukur Nikulásson, 5.3.2008 kl. 10:32
Innilega innilega innilega sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 11:48
Sammála Haukur, en jafnframt finnst mér slæmt ef við Skaftfellingar/Hornfirðingar erum með verri tengslanet meðal dómara landsins.
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.3.2008 kl. 00:23
Ég vil taka það fram strax í upphafi að ég er gjörsamlega andvígur þessum stríðsrekstri í Írak og finnst að Davíð og Halldór hafi átt að ráðfæra sig við a.m.k. einhverjar nefndir Alþingis áður en stuðningi við stríðið var lýst yfir.
Hins vegar er stórlega orðum aukið að þeir tveir hafi hvatt til þessa stríðs á eigin spýtur. Þeir bera m.ö.o. enga ábyrgð á því og eru alls ekki sakhæfir fyrir það, hvorki hérlendis né erlendis.
Orðið ,,lögformlegt" var fundið upp af fréttadeild RÚV í sambandi við umhverfismat Kárahnjúkavirkjunar og mætti það orð hvíla í friði...
Sigurjón, 8.3.2008 kl. 02:43