Bush styður alla sem eru á móti Chavez og Castro

Einfeldni Bush er ekki lengur sniðug. Hann vinnur sérstaklega í því að allir þurfi að taka afstöðu með eða á móti öllum, ekkert er hlutlaust. Hann hefur skoðanir á öllu og tekur afstöðu til allra hluta hvort sem eitthvert vit er í því eða ekki. Allt hjá þessum manni er málað svart eða hvítt.

Mikið hlakka ég til að sjá einhvern annan nýjan leiðtoga hins frjálsa heims eftir næstu forsetakosningar. Bush er eiginlega svo slæmur að það er óhugsandi að ímynda sér að Obama, Clinton eða McCain geti orðið verri en þessi ólukkans forseti sem nú situr.

(Aukreitis finnst mér að blaðamenn Mbl. megi halda sig við þá almennu venju að öldungadeild Bandaríkjaþings verði áfram kölluð öldungadeildin eins og flestir þekkja hana en ekki öldungaráðið.)


mbl.is Bush styður forseta Kólumbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bush styður Kólumbíu af því FARC er hryðjuverkasamtök sem stunda sér líka við kókaínsölu. Einfeldni um óskikalegan stuðning á reyndar vel við Chavez og Castro sem styðja alla og allt það sem er á móti Bandaríkjunum.

Gilbert (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 18:09

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er líka rétt hjá þér Gilbert. Castro og Chavez eru hins vegar ekki leiðtogar hins frjálsa heims, sem betur fer!

Haukur Nikulásson, 4.3.2008 kl. 18:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef Castro og Chaves væru leiðtogar heimsins, væri hann ekki frjáls.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.3.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það er ekki endilega að Bush styðji alla sem eru á móti Chavez og Castró, mér hefur sýnst það vera á hinn veginn - þeir styðja alla sem eru á móti honum.

Ásgrímur hérna fyrir ofan stal svo því sem ég ætlaði að enda á.

Ingvar Valgeirsson, 5.3.2008 kl. 10:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband