...og hvernig ætla þeir að tryggja að svo verði?

Stundum dettur manni í hug að stjórnmálamenn séu hálfvitar. Hvernig ætla þeir að koma í veg fyrir að íslendingar höndli með Evru? Evran er gjaldmiðill eins og hver annar í þessum heimi. Þeir geta bara ekki bannað eitt né neitt í þessum efnum. Við gætum þess vegna notað hveiti sem gjaldmiðil ef við kjósum svo.

Þó svo að ég sé andvígur ESB aðild get ég alveg stutt að íslendingar taki upp annan gjaldmiðil eða tengi krónuna við hann. Einhvern hefur maður fengið á tilfinninguna að þeir sem takast á um ESB aðild taki alltaf sömu afstöðu með eða á móti gjaldmiðlinum í leiðinni sem mér finnst skammsýni í þessari umræðu.


mbl.is Evra kemur aðeins með aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágætt hjá þér Haukur. En það er einmitt það sem þetta kommisera kerfi vill því þessir háu herrar hja Evrópubandalaginu þeir bæði halda og vilja stjórna öllu með reglugerðum og tilskipunum og stöðlum og nefndafári.

Víst er þessi umræða um Evrópusambandið talsvert í skotgröfunum af báðum fylkingum. En það er mikið vegna þess að áköfustu stuðningsmenn beita öllum klækjabrögðum til að reyna að ljúga okkur þarnja inn. Tilgangurinn helgar meðalið segja þeir. 

Ég er eins og þú Haukur að því leyti að ég get ekki hugsað mér aðild að þessu skrifræðis bandalagi fyrir Ísland. En ég get alveg hugsað mér að við notum einhverja aðra mælieiningu en krónuna til þess að vera okkar lögeyrir, ef það er talið betra. En að ganga í Evrópusambandið til þess að taka upp Evru, kemur ekki til greina.   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessu get ég verið sammála.

Ég man þá daga þegar umræðan um sölu ríkisbankana stóð sem hæst, hversu langt ýmsir gengu þá í því að merkja allar efasemdir um framkvæmdina með kommúnisma. Ég minnist þess að rætt var um bankana eins og ánauðuga þræla í sovéska Gúlaginu. Og ég man hversu margir fögnuðu þegar gengið var frá sölunni eins og nú væri íslenska þjóðin laus úr álögum. Ég man líka eftir því þegar framkvæmdir hófust við Kárahnjúkavirkjun og nokkrir stjórnmálamenn hlógu sig næstum til dauðs þegar Steingrímur J. varaði við ruðningsáhrifum. Og ég man eftir því þegar Íbúðalánasjóður bauð alla öreiga velkomna til viðskipta með 100 % lánum.

En ég man ekki eftir því að nokkur völva hafi verið svo framsýn þá að spá neyðarfundum stjórnvalda með eigendum bankanna eftir örfá missiri né heldur stýrivöxtum Seðlabankans upp að 14 %. 

Árni Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 15:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband