Sí(ma)minnkandi samkeppni hlýtur að vera áhyggjuefni

Það er manni vaxandi áhyggjuefni hvað samrunar á fákeppnismarkaðinum Íslandi eru tíðir. Aðeins örfáar greinar eru eftir þar sem alvöru samkeppni ríkir.

Símafélögin eru núna að verða bara tvö í alvöru, Síminn og Vodafone og það getur ekki talist ásættanlegt að tveir menn geti ráðið ferðinni í þessum efnum og er mér eiginlega slétt sama hversu vandaðir þeir stjórnendur eru.

Ekkert bólar á alvöru samkeppni í orkusölu, tryggingarsölu, bankaviðskiptum, vöruflutningum eða yfirleitt neinu þar sem kostar verulegar fjárhæðir að komast í gang. Það þarf jafnvel ekki annað en að samráð í viðskiptum sé framkvæmt bara með þögninni sem gerist þannig að sá sem treystir sér í lægsta verðið á hverjum tíma fær bara hina upp að hlið sér og menn eru ánægðastir ef engin stendur í einhverju samkeppnisbrölti.

Á viðsjárverðum tímum eru stjórnendur ekki að rugga bátnum óþarflega. Neytendurnir halda bara áfram að borga stöðugleikann. Okrið hverfur ekki hér á landi í bráð.


mbl.is Teymi kaupir 51% í Hive
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265760

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband