Hluti af viðskiptasamkeppni að tala niður keppinautana

Danir virðast eiga erfitt með að sætta sig við að íslendingar geti gert eitthvað annað en að lykta illa í moldarkofum hér upp á næstum-því-freðmýrinni Íslandi sem var nýlenda þeirra á fyrri velmektardögum þeirra sem næstum-því-heimsveldi.

Það hefur farið ómælt í taugarnar á þeim að Jón Ásgeir og fleiri íslenskir fjármálauppskafningar hafi komið og keypt danskar þjóðargersemar við andlitið á þeim.

Hluti af samkeppni í flestum greinum viðskipta er að gera keppinautana tortryggilega á einhvern hátt. Vinsælt hefur verið að tala niður til þeirra og segja þá við dauðans dyr fjárhagslega eða óheiðarlega á einhvern hátt.

Flestir sem til þekkja sjá í gegnum svona málflutning. Það er hins vegar pirrandi fyrir stjórnarmenn þessara fyrirtækja að þurfa sífellt að sannfæra hinn grænni hluta fjölmiðlafólksins um að þetta sé hinn eðlilegi hluti heilbrigðrar samkeppni. 


mbl.is Verið að skrúfa fyrir súrefnið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband