Nær væri að persóna George W. Bush verðskuldaði viðskiptabann

Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi gert og reynt ýmislegt miður fallegt í gegnum tíðina til að koma Fidel Castro frá völdum er ótrúlegt hvað kallinn hefur staðið þetta af sér.

Ef við hinsvegar skoðum hvort Kúba og Castro hafi verðskuldað þetta viðskiptabann Bandaríkjamanna þá hljótum við að viðurkenna að nær hefði verið að sett væri viðskiptabann á Bandaríkjamenn vegna þeirra eigin hegðunar á alþjóðavettvangi.

Afskiptasemi, íhlutun, innrásir og alls kyns kúgunarstarfsemi um allan heim hefur verið viðloðandi Bandaríkjamenn allt of lengi og trúlega er George W. Bush eitthvert alversta dæma um þjóðhöfðingja sem fengið hefur svona mikil völd.

Það er löngu tímabært að Bandaríkjamenn láti af þessum ofsóknum á hendur Kúbu. Vonandi breytist eitthvað í þessa veru með nýjum forseta á næsta ári. 


mbl.is Viðskiptabann áfram á Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur þú skefur ekkert utan af hlutunum !!!!!,mér likar það vel,og sammála þessu öllu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.2.2008 kl. 16:20

2 identicon

Hahaha hver myndi sjá hag sinn í hætta að versla við stærsta hagkerfi í heimi?  Ég er ansi hræddur um að öll lönd hafi meira að tapa á viðskiptabanni heldur en Bandaríkin, þannig að segja að George W. eigi skilið viðskiptabann gengur hreinlega ekki upp nema þú óskir öðrum þjóðum en BNA mein.  Eða gætir þú hugsað þér að lifa án bandarískra vara?  Drekkuru kók?  Áttu Nike skó?  Hvernig tölvu ertu að blogga á?

Björn Atli (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Hjartanlega sammála þér, BNA er mesta ógn 21 aldar

Sævar Einarsson, 19.2.2008 kl. 16:26

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir þetta með þér Haukur.

Óskar Þorkelsson, 19.2.2008 kl. 16:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sammála þér hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 19:16

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband