Byrja á því að binda gengi krónunnar við Evru

Mér finnst stundum alveg makalaust hvernig málflutningur sumra er varðandi íslensk efnahagsmál. Vandamál íslendinga eru mest heimatilbúin og þess vegna er alltaf jafn hjákátlegt að gera því skóna að með því að gerast máttlaus nýlenda Evrópu lagist eitthvað á skerinu.

Við getum bundið gengi krónunnar við Evru án þess að Evrópusambandinu komi það nokkuð meira við. Vandamálin sem tengjast því að gera þetta einhliða eru hins vegar heimatilbúinn vandi í okkar eigin ranni. Bankarnir eru nefnilega bæði með axlabönd og belti þegar kemur að vaxta- og verðbótaokri. Afnema þyrfti slíka sjálftöku með upptöku bindingar við Evru.  Það myndi gera kröfu um að vextir yrðu að lækka til samræmis við vexti í Evrópu, sem myndi þýða að krónubréfin yrðu innleyst og þar með vegið að þessari bindingu við Evruna.  Hvernig svo sem á það er litið þarf að koma okkar gjaldmiðilsmáli í þann farveg að gengið sé eðlilegt þegar bindingin á sér stað.

Það sem ég skil ekki í umræðunni er hvers vegna sumum mönnum er svo mjög umhugað um að Ísland verði samhliða þessu aftur nýlenda erlends valds?
 


mbl.is Eina leiðin að sækja um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Akkúrat, og gera það einmitt núna þegar krónan er nákvæmlega eitt cent.

Við verðum hluti af heild!

Einar (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 16:17

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er ná svona þetta gera Danir sem eru ó ESB þvi ekki við !!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.2.2008 kl. 16:23

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband