NATO má fara að leggja af

Sú var tíðin að maður trúði flestu sem kom frá stjórnvöldum. Enda var fjölmiðlun minni og henni var allri meira og minna stýrt beint af stjórnmálamönnum. A. m. k. hafa komið fram upplýsingar um að þeir hafi jafnvel samið spurningarnar fyrir blaðamennina á sínum tíma og skrifað jafnvel heilu viðtölin við sjálfa sig.

Sem betur fer er þessi tími liðinn. Það er hins vegar ennþá hægt að finna sögulegar skekkjur í umferð í heiminum og ein af þeim er NATO.

Íslendingar hafa verið áhrifagjarnir í gegnum tíðina og trúað útlendingum oft í sárri blindni. Vera má að margt gott hafi komið frá útlendingum, en í friðarmálum held ég að íslendingar hafi verið manna friðsælastir og haft að mestu vit á því að láta aðrar þjóðir í friði. Sár og skammarleg undantekning frá þessu var stuðningur þáverandi forsætisráðherra (sem ég má ekki nefna á nafn!) og  Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra við árásarstríðið í Írak og í framhaldinu dæmalausan málflutning til að réttlæta þær hörmungar sem þar hafa verið og er langt í frá lokið.

NATO er geymslustaður fyrir hernaðarsinna og fólk með sjúklega afskiptaáráttu. Það er löngu tímabært að loka þessu batteríi og leyfa öðrum þjóðum að ráða sér sjálfum. Það hefur sýnt sig í sögulegu samhengi að innrás í önnur ríki hefur sjaldnast leitt af sér neitt annað en hörmungar.

Einu ákvarðanir sem NATO tekur eru í sambandi við svona afskiptasemi, hernaðaruppbyggingu og því hvernig ofsóknaræðinu verður best viðhaldið í heiminum. Venjulegt fólk vill ekki hernaðarhyggju en er því miður flest sinnulaust og viljalaust í þessari umræðu á meðan áhrifagjarnir og undirgefnir ráðamenn Íslands styðja endalaust fjáraustur í þessa tímaskekkju.

(Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Varnarliðsins og fyrrverandi flokksbundinn Sjálfstæðismaður til rúmlega 30 ára.) 


mbl.is Framtíð NATO í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held að þetta sé nokkuð rétt Haukur, en vildi gjarnan vita af öflugri sérsveit hjá Interpol til að aðstoða réttkjörin stjórnvöld eða til að stöðva td fjöldamorð og þjóðarhreinsanir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 7.2.2008 kl. 23:08

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband