Þetta myndi enginn gera með EIGIÐ fé. Kofaeigendur Reykjavíkur eru að komast í feitt.

Hún er virkilega sorgleg þessa kofadýrkun. Enn sorglegra er hvað meirihlutavaldið í borgarstjórn verður hryllilega dýrkeypt. Þessu kofaveseni lýkur bara ekki þarna, því miður. Nú sjá allir kofaeigendur borgarinnar flott tækifæri í að láta fúasprekin sín verða að alvöru peningum.

Ég fullyrði að enginn heilvita manneskja myndi kaupa þessa húskofa á því verði sem borgin þarf að punga út núna. Þetta er svo mikill hálfvitagangur að maður leyfir sér að efast um meira en bara heilbrigði Ólafs Magnússonar. Það ætti að setja íhaldið í heild sinni í nákvæmt heilaskann!

Flugvallardekrið er líka tóm della. Flugvöllinn á að færa á stað sem ekki er jafn dýrt byggðasvæði og er auk þess nothæfur ef flóð á borð við Básendaflóðið ætti sér stað. Hér vill Ólafur, með íhaldið í herkví, kasta tuga milljarða verðmætum á glæ.

Ég segi það enn og aftur. Það er kominn tími á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður hið fyrsta. (Lesist: Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði!) 


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kostningum, vegna þess að ég taldi að fulltrúar hans færu betur með fjármuni okkar borgarbúa heldur en vinstriskríllinn (sorry, en eftir síðustu uppákomu hefur orðið skríll fests við VG- og Samfylkingarfólk í mínum huga) sem hefur ítrekað í gegnum árin sýnt og sannað að hann ber enga virðingu fyrir almanna fé.   Eftir þennan hálvitaskap af hálfu sjálfstæðismanna hef ég misst alla trú á fulltrúum flokksins í borgarstjórn.

Það er ekki bara að þarna sé verið að sólunda a.m.k. 500 milljónum (endar sennilega í enn hærri tölu, skv. reynslu af opinberum framkvæmdum), heldur þýðir þetta líka að þróun Laugavegarins og miðbæjar Reykjavíkur stöðvast og hnignunin heldur áfram, þar til að eftir stendur algjört "slömm", því fjárfestar munu eftir þetta alveg örugglega draga að sér hendurnar í framhaldinu.

Þetta er líka heimskulegt fyrir nýjan meirihluta, sem veitir ekki af að reyna að öðlast stuðning og traust borgarbúa, í ljósi þess að skoðanakannanir hafa sýnt að 80% borgarbúa eru á móti því að þessir húskofar, sem ef eitthvað er, eru lýti á menningarsögu okkar, verði þarna áfram.

Ég lít á þetta sem svik við fólk sem aðhyllist grundvallar stefnu Sjálfstæðisflokksins!

María J. (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 04:57

2 Smámynd: Riddarinn

Flugvallarsvæðið lækkar þó ekki í verði með árunum heldur hækkar og þægilegt og réttlætanlegt að hafa völlinn þarna vegna landsbyggðarinnar í eða sem næst höfuðborginni,en þessar kofa druslur munu aldrei hækka í verði þegar búið er að henda í þetta öllum þessum 500-1000 miljónum.

Þvílík fyrra að henda svona peningunum í þetta rugl.Vantar mikla skynsemi einhverstaðar hjá þeim sem taka þessar ákvarðarnir.

Eins og þú segir sjálfur, það myndi enginn nokkurn tíman setja sína eigin peninga í þetta bull.

Riddarinn , 26.1.2008 kl. 05:39

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, þeir hefðu gjarnan mátt byrja ferilinn á að kæfa þetta kofafriðunarrugl í fæðingu. Kannski var hugmyndin mín um miðbæjarbrennu kannski ekkert svo galin eftir allt saman.

En þeir eru nú að lækka fasteignagjöldin - það er þó alltaf gott mál.

Ingvar Valgeirsson, 26.1.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þvi miður er fólk úr öllum flokkum sem vill friða og halda uppá þessi gömlu hús sem eru reyndar ekki i sínum uppruna,en um þetta hefi átt að kjósa staklega,en ekki láta mynnihlutu  eða spekinga ráða þessu,um Flugvöllin er allt annað það er öryggisatriði og lika landsbygðarmál,með meiru!!!!! ///Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.1.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mælti Kato hinn gamli. Allir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa ekki mótað heildstæða stefnu í skipulags-og friðunarmálum.  Ég vil að skipulagsfræðingar og arkitektar móti stefnu, ekki misvitrir borgarfulltrúar. Þetta ætti að vera fyrir löngu búið.  En fordæmið er vont.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 01:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband