25.1.2008 | 20:28
Þetta myndi enginn gera með EIGIÐ fé. Kofaeigendur Reykjavíkur eru að komast í feitt.
Hún er virkilega sorgleg þessa kofadýrkun. Enn sorglegra er hvað meirihlutavaldið í borgarstjórn verður hryllilega dýrkeypt. Þessu kofaveseni lýkur bara ekki þarna, því miður. Nú sjá allir kofaeigendur borgarinnar flott tækifæri í að láta fúasprekin sín verða að alvöru peningum.
Ég fullyrði að enginn heilvita manneskja myndi kaupa þessa húskofa á því verði sem borgin þarf að punga út núna. Þetta er svo mikill hálfvitagangur að maður leyfir sér að efast um meira en bara heilbrigði Ólafs Magnússonar. Það ætti að setja íhaldið í heild sinni í nákvæmt heilaskann!
Flugvallardekrið er líka tóm della. Flugvöllinn á að færa á stað sem ekki er jafn dýrt byggðasvæði og er auk þess nothæfur ef flóð á borð við Básendaflóðið ætti sér stað. Hér vill Ólafur, með íhaldið í herkví, kasta tuga milljarða verðmætum á glæ.
Ég segi það enn og aftur. Það er kominn tími á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður hið fyrsta. (Lesist: Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði!)
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 265320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kostningum, vegna þess að ég taldi að fulltrúar hans færu betur með fjármuni okkar borgarbúa heldur en vinstriskríllinn (sorry, en eftir síðustu uppákomu hefur orðið skríll fests við VG- og Samfylkingarfólk í mínum huga) sem hefur ítrekað í gegnum árin sýnt og sannað að hann ber enga virðingu fyrir almanna fé. Eftir þennan hálvitaskap af hálfu sjálfstæðismanna hef ég misst alla trú á fulltrúum flokksins í borgarstjórn.
Það er ekki bara að þarna sé verið að sólunda a.m.k. 500 milljónum (endar sennilega í enn hærri tölu, skv. reynslu af opinberum framkvæmdum), heldur þýðir þetta líka að þróun Laugavegarins og miðbæjar Reykjavíkur stöðvast og hnignunin heldur áfram, þar til að eftir stendur algjört "slömm", því fjárfestar munu eftir þetta alveg örugglega draga að sér hendurnar í framhaldinu.
Þetta er líka heimskulegt fyrir nýjan meirihluta, sem veitir ekki af að reyna að öðlast stuðning og traust borgarbúa, í ljósi þess að skoðanakannanir hafa sýnt að 80% borgarbúa eru á móti því að þessir húskofar, sem ef eitthvað er, eru lýti á menningarsögu okkar, verði þarna áfram.
Ég lít á þetta sem svik við fólk sem aðhyllist grundvallar stefnu Sjálfstæðisflokksins!
María J. (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 04:57
Flugvallarsvæðið lækkar þó ekki í verði með árunum heldur hækkar og þægilegt og réttlætanlegt að hafa völlinn þarna vegna landsbyggðarinnar í eða sem næst höfuðborginni,en þessar kofa druslur munu aldrei hækka í verði þegar búið er að henda í þetta öllum þessum 500-1000 miljónum.
Þvílík fyrra að henda svona peningunum í þetta rugl.Vantar mikla skynsemi einhverstaðar hjá þeim sem taka þessar ákvarðarnir.
Eins og þú segir sjálfur, það myndi enginn nokkurn tíman setja sína eigin peninga í þetta bull.
Riddarinn , 26.1.2008 kl. 05:39
Jú, þeir hefðu gjarnan mátt byrja ferilinn á að kæfa þetta kofafriðunarrugl í fæðingu. Kannski var hugmyndin mín um miðbæjarbrennu kannski ekkert svo galin eftir allt saman.
En þeir eru nú að lækka fasteignagjöldin - það er þó alltaf gott mál.
Ingvar Valgeirsson, 26.1.2008 kl. 11:25
Þvi miður er fólk úr öllum flokkum sem vill friða og halda uppá þessi gömlu hús sem eru reyndar ekki i sínum uppruna,en um þetta hefi átt að kjósa staklega,en ekki láta mynnihlutu eða spekinga ráða þessu,um Flugvöllin er allt annað það er öryggisatriði og lika landsbygðarmál,með meiru!!!!! ///Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 27.1.2008 kl. 23:09
Mælti Kato hinn gamli. Allir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa ekki mótað heildstæða stefnu í skipulags-og friðunarmálum. Ég vil að skipulagsfræðingar og arkitektar móti stefnu, ekki misvitrir borgarfulltrúar. Þetta ætti að vera fyrir löngu búið. En fordæmið er vont.
Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2008 kl. 01:11