Ársæll Harðarson - Úr því að þú kvartar get ég það líka

Ársæll Harðarson markaðsstjóri Ferðamálastofu vill rökstuðning ráðherra fyrir því af hverju hann var sniðgenginn við  ráðningu í stöðu Ferðamálastjóra.

Úr því Ársæll finnur sig í að kvarta yfir því að vera órétti beittur vil ég gjarnan spyrja hann hvort það sé sæmandi að Ferðamálastjóri sé maður sem hýrudregur unglinga um sumarlaunin þeirra í hjáverkum?

Það er minn vitnisburður að Ársæll Harðarson sé óheiðarlegur og eigi því ekkert erindi í stöðu Ferðamálastjóra né nokkra aðra stjórnunarstöðu ef því er að skipta. Það er nóg af óheiðarlegu fólki í háum stöðum hjá ríkinu svo Ársæli sé ekki bætt við þann hóp. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ætli málið sé ekki að hluta til að það þarf að gera margt í íslenskri pólitík til að ná að olnboga sig áfram í þá stöðu sem Ársæll var komin í - Lá þá ekki beinast við að hann fengi stöðuna eftir allt erfiðið :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.1.2008 kl. 08:10

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Finnst að þú verðir að rökstyðja þessa ásökun Haukur og hafa í huga að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð.

Kannski er sekt sönnuð í hans tilfelli en allavega er þetta ansi alvarleg ásökun að mínu áliti, því þú nafngreinir einstaklingin.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.1.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt hjá þér Þorsteinn, þetta er alvarlegt en því miður raunin. Ef ég hefði mátt velja hefði Ársæll greitt það sem honum bar. Hann hagaði sínum málum þannig að ógerlegt var að sækja rétt sinn því hann gekk aldrei frá launaseðlum og ég gerði þau mistök að treysta honum. Ef hann vill sækja meiðyrðamál er það velkomið.

Stundum eru aðstæður þannig að maður hefur engan rétt nema þann að kvarta. Það gerði hann og nú geri ég það líka. 

Haukur Nikulásson, 16.1.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vertu bara á mannbroddum Haukur, hann er háll þessi ís.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.1.2008 kl. 09:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband