Uppeldi er ábótavant og fyrirmyndirnar eru gallaðar

Stór hluti vandans liggur í afskiptalitlu uppeldi. Viðurlög við þjófnuðum og hnupli eru nær engin. Nánast klappað á putta viðkomandi og hann/hún beðin(n) um að gera þetta ekki aftur.

Ég neita því ekki að maður hefur stundum séð þessar kunningjaafgreiðslur í búðum en það er ekkert hægt að gera, hver hefur eiginlega geð í sér til að klaga starfsfólk verslana? Ég hef líka grun um að dæmi séu um að þeir sem ekki taka þátt í svona hnupli séu lagðir í einelti á þessum vinnustöðum sem aumingjar.

Fyrirmyndir samfélagsins eru þeir sem maka krókinn feitt og komast upp með það. Verða ríkir af refshætti í viðskiptum, siðleysi og hreinum þjófnaði. Þeir sýna sig í fjölmiðlum akandi um á glæsikerrum, fljúgandi um á einkaþotum og láta óspart vita hvernig þeir spreða fé í vitleysu til að þjóna undarlegri blöndu af sýndarmennsku, dellum og bokkahætti. Auk sumra viðskiptajöfra þá eru of margir stjórnmálamenn að verða þátttakendur í þessu með þeim og virðast líta á kjör sín í opinber störf sem rétt til að ausa almannafé í hverja vitleysuna á fætur annarri.

Spillingin er fyrir augum okkar á hverjum degi í fjölmiðlum og þetta eru fyrirmyndir unga fólksins. Þegar fyrirmyndirnar eru þær að óheiðarleikinn og síngirnin virðist margborga sig, hvernig getur fólk ætlast til að yngri kynslóðin verði eitthvað ærleg? Mörg þeirra telja sig vera að ná til sín bara broti af því sem hinir stela. Svo virðist sem nútíma uppeldi herði fólk upp í það sem kallað er sjálfsbjargarviðleitni sem er að verða órjúfanlegt samheiti fyrir óheiðarleika.

Er ekki kominn tími til að bæta svolítið siðferðið eða er þetta bara það sem við viljum?


mbl.is Starfsfólk stelur helmingnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband