Heilbrigðiskerfið á að vera í fyrsta forgangi - Margt annað má bíða eða leggja af

Ég hélt að það væri almenn sátt um að heilbrigði okkar hefði algjörlega fyrsta forgang í samfélaginu. Allt annað væri í raun í öðru sæti.

Við getum deilt um ráðstöfun fjármuna á nánast alla lund en þegar upp er staðið er heilbrigði öllu fólki jafn mikilvægt og þar viljum við líka flest hafa sem mestan jöfnuð til þjónustu. Okkur hefur tekist að mælast með nokkurn veginn jafn bestu lífslíkur í heiminum og það er engin ástæða til að slaka á í þeim efnum.

Biðlistar á sjúkrahúsum eru erfiðari en tárum taki. Það er ekki viðunandi að fólk bíði nánast dauða síns á hjartadeildum þegar ekki virðist vera um fjárskort að ræða.  Það er heldur ekki viðunandi að kjörnir fulltrúar okkar á þingi aðhafist ekki það sem þarf vegna ómerkilegri dægurmála.

Mig langar að benda þingmönnum á að hægt er að spara í varnar- og utanríkismálum um nokkra milljarða, selja RÚV og spara þar nokkra milljarða, hætta ríkisrekinni trúariðkun og spara þar marga milljarða, bjóða út veiðikvótann úr sameiginlegu auðlindinni og afla þar nokkurra milljarða, hætta stuðningi við menningardekur og listasnobb og spara þar einhverja milljarða, hætta styrkjum í landbúnaðinum og spara þar ótalda milljarða og taka upp almenna ráðdeild í ríkisrekstri og spara þar fjölda milljarða.

Er ekki kominn tími til að samfélagið aðlagist nútímanum og hætti mörgu að því sem hér er nefnt og lagi til í velferðarkerfinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Væri ekki alveg eins hægt að banna alfarið tóbak, áfengi, sælgæti og óhollan mat, efla svo verulega tollgæslu, landhelgisvörslu og löggæslu.

Skikka svo liðið í líkamsrækt 5x í viku undir stjórn þjálfara. Svona ævilangt framhaldsprógram á leikfimi úr skóla. 

Lækka svo umferðarhraða niður í 40 km/klst. Skikka alla til að ganga með hjálm og í hlífðarfatnaði. Leggja mikla áherslu á öryggismál, setja útgöngubann í slæmum veðrum og hálku. 

Skikka fólk í læknisskoðun reglulega. Þannig mætti uppgötva sjúkdóma fyrr og auðvelda þannig lækningu á þeim.

Þannig myndi fækka stórkostlega áunnum sjúkdómum og örorku vegna slysa. Það myndi spara verulega heilbrigðiskostnað og útgjöld almannatryggingakerfisins. Bæta verulega lýðheilsu og líðan fólksins.

Þá yrði nóg pláss fyrir sjúkdóma sem óhjákvæmilegt er að komi upp og öll athygli beindist að því að hjálpa þeim.

Er það ekki mikið heilbrigðari leið? Tryggja öryggi þjóðarinnar með bættum öryggismálum og stöðva ólöglegan innflutning. Halda áfram að kynna land og þjóð á alþjóðavettvangi og bæta samskipti okkar við önnur ríki. Hafa tryggða íslenska dagskrá og menningarefni í sjónvarpi. Tryggja veðhæfni sjávarútvegsfyrirtækja og bæta rekstrarumhverfi og rekstraröryggi þeirra. Halda áfram stuðningi við menningu, listir og skemmtan og halda uppi gleði og ánægju meðal fólks. Tryggja okkur nægjandlegt framboð á hollum og góðum mat með íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Hafa svo nóg af störfum hjá hinu opinbera svo hæfileg eftirspurn væri á vinnumarkaði sem héldi uppi launum fólks.

Hvernig væri það?

Júlíus Sigurþórsson, 14.12.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Júlíus, við verðum seint sammála... en það er líka heimilt.

Haukur Nikulásson, 14.12.2007 kl. 12:06

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

ha ha, það er líka dálítið gaman að vera ósammála þér.

En ég held að hóflegt meðaltal á öllum sviðum sé best. Var bara að benda á fleiri möguleika. En við stöndum frammi fyrir heilbrigðiskerfi sem er stórt skrímsli sem verður að vera öflugt taumhald á, því ef það sleppur laust, þá er hætt við að það verði stjórnlaust skrímsli sem étur peninga.

Heldur má ekki gleyma því að það er ekki bara hægt að byggja hallir og ausa peningum. Það eru ekki langir biðlistar af hæfum en atvinnulausum skurðlæknum, svæfingalæknum eða öðrum sérfæðingum í heilbrigðisgeiranum. En kannski er eitthvað til af sérfræðingum sem starfar erlendis og væru fáanlegir hinað heim. En það sem vantar er langtíma stefnumörkun í heilbrigðismálum, þannig að stýra megi markvist kennslu, byggingu húsnæðis og uppsetningu annara þátta heilbrigðisþjónustunnar. En það verða líka að vera bremsur sem dragar úr óþarfa lækningum og lyfjagjöf. Þá verður að nýta vel þann mannskap og tæki sem til eru. Skurðstofa án aðgerða, sjúkrarúm án sjúklings eða verklausir sérfræðingar eru dýrustu póstar kerfisins. Þá er ekki hægt að halda deildum gangandi allt árið, þar sem ekki er hægt að liggja með fólk sem brúar bilið þegar sumarleifi eru. Það er líka dýrt að vera með einhverjar skyndilausnir, byggja stofnanir á mettíma og ráða dýra verktaka. En það er líka dýrt að vera með hálfbyggðar bygginar.

Það sem vantar eru langtímaáætlanir og markmið á öllum þáttum heilbrigðisþjónustunnar með þverpólitískri sátt allra "stjórtækra" flokka.  

Júlíus Sigurþórsson, 14.12.2007 kl. 12:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband