Kærleikur, gott siðgæði, manngæska og ást eru ekki skrásett vörumerki kristni

Trúarórar fólks ættu fyrir löngu að vera komnir út af framfæri ríkisins. Trúmál eiga að vera einkamál. Vilji menn mynda samtök geta menn gert það og kostað þau sjálf eins og aðra klúbba.

Margt fólk virðist álíta að ef kirkjan færi af ríkisjötunni myndi allt leggjast í siðleysi, hatur, lögbrot, ástleysi og almenna vitleysu.

Það er alveg óhætt að vakna út úr þessu. Almennt gott siðgæði, mannkærleikur, gæska og ást er flestu venjulegu fólki í blóð borið. Það hefur ekkert með trúmál að gera.

Reynslan hefur kennt okkur að hið svokallaða almætti sýnir sig aldrei og skiptir sér ekki af neinu. Myndi ekki einu sinni mæta fyrir rétt til að verja efasemdir um tilvist sína.

Komum trúmálum þangað þar sem þau eiga raunverulega heima: Hjá hverjum einstakling fyrir sig. 


mbl.is Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta get ég kvittað undir. Skýrara er ekki hægt að orða það. Guð þrífst í hjörtum þeirra sem hann aðhyllast, en ekki hjá einhverju ríkisvaldi.

Þarfagreinir, 12.12.2007 kl. 17:47

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Biskupinn Á KÆRLEIKANN OG VEIT ALVEG HVAÐ ER KÆRLEIKUR OG HVAÐ ER SORP...

sbr Grein í Mogganum

Miðvikudaginn 1. mars, 2006 - Bréf til blaðsins

Opið bréf til kirkjumálaráðherra

Frá Önnu Benkovic Mikaelsdóttur: "Á ÍSLANDI er þjóðkirkja. Hún er styrkt af ríkinu og starfsmenn hennar eru opinberir starfsmenn. Einn af þeim er biskupinn. Ísland er lýðveldi og hér ríkir frelsi. Frelsi fylgir ábyrgð."

 

Á ÍSLANDI er þjóðkirkja. Hún er styrkt af ríkinu og starfsmenn hennar eru opinberir starfsmenn. Einn af þeim er biskupinn.

Ísland er lýðveldi og hér ríkir frelsi. Frelsi fylgir ábyrgð. Biskupinn hefur nú kastað rýrð á kærleik ákveðins þjóðfélagshóps, sem sagt samkynhneigðra. Hann sagði m.a. að það að gefa saman í kirkju tvo karla eða tvær konur væri að henda hjónabandinu á sorphaugana.

Hvað þýða svona ummæli?

Ummælin gætu þýtt tvennt;

1. Að hjónabandið byggðist ekki á kærleik, heldur því að fjölga sér (eins og margir kaþólskir halda fram).

2. Að kærleikur fólks af sama kyni væri sorp.

Ummæli á borð við þessi verðskulda að mínu mati að biskup verði leystur frá störfum eða í það minnsta ávíttur af sínum yfirmanni. Hann verður að bera ábyrgð á sínum ummælum. Auðvitað getur hann haft sína skoðun á hverju sem er heima hjá sér í sínu einkalífi, en sem leiðtogi þjóðarinnar í siðferðilegum efnum er honum ekki stætt á að hlaupast undan eða firra sig ábyrgð á svona stórum dómum.

Er kærleikurinn ekki undirstaða hjónabandsins?

1. Ef kærleikurinn er ekki undirstaða hjónabandsins heldur það að fjölga sér, verður að gera fólki það ljóst og ég spyr sjálfa mig hvort Íslendingar eigi ekki bara að skrá sig í kaþólsku kirkjuna í beinu framhaldi af því?

Af hverju er minn kærleikur sorp?

2. Ég tel það ekki nema sanngjarna kröfu að biskup útskýri það fyrir fólki hvers vegna hann álítur einn kærleik vera öðrum æðri. Af hverju er hans eigin kærleikur ekki sorp, en minn kærleikur er það?

Kirkjumálaráðherra.

Þetta fellur undir valdsvið kirkjumálaráðherra og ábyrgð hans er mikil. Ég vil að hann leysi biskup frá störfum, því ekki þætti fólki það ásættanlegt að hann henti hjónabandi svartra, svo dæmi sé tekið, eða kosningarétti kvenna á sorphaugana á Íslandi dagsins í dag!

Kirkjumálaráðherra hefur ekki fundist ástæða til að finna neitt að þessum ummælum hingað til, eftir því sem ég best veit. Er honum alveg sama eða er hann kannski sammála biskupi?

ANNA BENKOVIC

MIKAELSDÓTTIR,

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:18

3 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Tek undir orð ræðumanns! Það þarf bara þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Sigurður Eggert Halldóruson, 12.12.2007 kl. 18:27

4 Smámynd: Mofi

Hvar í mannkynssögunni virðist kærleikur og mannréttindi koma frá?

Mofi, 12.12.2007 kl. 21:57

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Haukur algjöran aðskilnað Ríkis og Kirkju/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.12.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála Haukur

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 14.12.2007 kl. 10:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:21

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband