Hluti af vörn í svikamálum er að sækja fram með því að gera smámál að aðalatriði

Það vita allir sem fylgst hafa með þessari umræðu að Bjarni Harðar leiðrétti sig og baðst afsökunar á ummælum sínum í þinginu. Það nægir ekki Árna Sigfússyni en ég og fleiri skiljum hvers vegna.

Það sem Árni er að hvítþvo núna ásamt öðrum Sjálfstæðismönnum er svo stórkostlegt að það er gripið til þeirra vopna að gera léttvæg mismæli að aðalatriði og láta menn þurfa verja tæknilegan tittlingaskít þegar milljarðarnir eru látnir hverfa! Árni er stjórnarmaður í Þróunarfélaginu og hann tekur þátt í sölunni, það fer ekki á milli mála. Árni Sigfússon var ekki að gæta hagsmuna almennings í landinu svo mikið er ljóst!

Forsætisráðherra gerir sér upp réttláta reiði gagnvart "þeim ljóta leik" sem nú er iðkaður gagnvart aðilum þess ránssamnings sem gerður var ólöglega og siðlaust með eignir á varnarsvæðinu.Öll þessi "góða vinna" sem forsætisráðherra nefnir hefur verið unnin í vasa örfárra einkavina Sjálfstæðisflokksins.

Ég vona sannarlega að Ríkisendurskoðun sýni að hún hafi eitthvert sjálfstætt bein í nefinu. Það veitir ekki af að einhverjir aðrir en beinlausir óbreyttir þingmenn stjórnarflokkanna geri eitthvað í þessu máli.

Hvers vegna þegir Samfylkingin núna? Með hverju teipaði Solla alla munna á þeim bæ? 


mbl.is Árni krefst leiðréttingar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þessa útsendingu frá Alþingi og verð nú bara að segja alveg eins og er að þrátt fyrir að Bjarni hafi leiðrétt rangar ásakanir sínar úr ræðustól Alþingis síðar sama dag, þá var þetta engin mismæli hjá honum í fyrra skiptið. Hann var að segja frá því sem hann þóttist vita, en því miður voru upplýsingarnar hans rangar. Bjarni er meiri maður fyrir það að hafa leiðrétt sín mistök, en það verður þó finnst mér að gera þá kröfu til Alþingismanna þegar þeir eru að bera sök á nafngreinda aðila úr ræðustól Alþingis að þeir hafi staðreyndir sínar réttar. Við skulum hafa það í huga að einstaklingar geta ekki sótt þingmenn til saka vegna ummæla í ræðustól Alþingis, þannig að þarna verðum við að setja meiri kröfur um gæði málflutnings en annars.

Hins vegar er augljóst af málflutningi þínum Haukur að þú ert búinn að ákveða að allt þetta Keflavíkurmál sé ein alsherjar svikamilla frá upphafi til enda og ef ríkisendurskoðun kemst að einhverri annari skoðun þá séu þeir bara aumingjar sem þora ekki að segja sannleikann. Mikið erum við heppin ef þú ert ekki lögmenntaður og gegnir starfi dómara, því þá væri alveg óþarfi að leggja fram einhverjar sannanir í málum, það  væri nóg að fá þig til að líta á málið með "hlutlausum" gleraugum þínum.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, þetta er svikamylla, ég efast ekkert um það og heldur ekki hæstaréttarlögmaðurinn og þingmaðurinn Atli Gíslason og fleiri.

Það átti að gefa öllum tækifæri til að bjóða í þetta og það var ekki gert. Sú staðreynd er öllum ljós nema þeim sem styðja þessa menn í maka krókinn.

Haukur Nikulásson, 7.12.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er sammála greinarhöfundi í þessu máli enda ótrúleg frændatengsl og vinatengsl sem koma fram þarna. 

Bjarni karlinn baðst afsökunnar og allt gott um það að segja en Árni er minni maður eftir hans viðbrögð.

Óskar Þorkelsson, 7.12.2007 kl. 15:50

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband