Spillt einkavinavæðing Sjálfstæðismanna ekki fréttnæm hjá Morgunblaðinu

Þessi frétt Fréttablaðsins/Vísis þykir ekki hafa fréttagildi hjá Mogganum:

Gæti hagnast um milljarða á fasteignakaupum á Vellinum

Fyrirtæki í eigu bróður fjármálaráðherra gæti hagnast um milljarða á umdeildum fasteignakaupum á Keflavíkurflugvelli.

Hér er um að ræða að fyrirtækjasamsteypa að stórum hluta í eigu Þorgils Óttars Mathiesen er að kaupa stóran hluta fasteigna á Keflavíkurflugvelli á u.þ.b. hálfvirði. Allt er þetta framkvæmt án þess að bjóða nokkurn skapaðan hlut út í þessu máli. Dettur einhverjum í hug að fjármálaráðherra hafi ekki átt sinn þátt í að koma þessum viðskiptum til skila á réttan hátt?

Hvenær fáum við nóg af þessu? Þessar eignir renna áreynslulaust í vasa einkavina Sjálfstæðisflokksins eins og svo margar aðrar.

Menn hafa verið duglegir að nudda Framsóknarflokknum upp úr sinni spillingu, halda menn að íhaldið sé hótinu betra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nýtt lag Draumar no 1 komiðíspilarann hjá mér

kveðja

SAXI 

Einar Bragi Bragason., 21.11.2007 kl. 00:43

2 identicon

Sæll frændi.

Hvað er þetta eiginlega með þig? þarf það að vera spilling þó menn séu tengdir?

Eiga þeir kaupsýslumenn sem eiga skyldmenni stjórnmálaflokki að líða fyrir það?

Og hvað með það þó þeir reyni aðeins að hygla sér og sínum.

Nei og aftur nei minn kæri, hættu þessu nú og komdu aftur í flokkinn, og við gætum

kannski grædd nokkrar krónur, ekki veitir af.

Nonni frændi (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sé ekkert athugavert við þessi viðskipti.. svona gerast kaupin á eyrinni á íslandi

Óskar Þorkelsson, 21.11.2007 kl. 23:48

4 identicon

Hinir útvöldu hafa haft einkarétt á hermanginu í áratugi.  Nú er herinn farinn og peningaprentarinn við það að stöðvast.  Því er síðasti sénsinn nýttur til fullnustu.  Er virkilega einhver undrandi á þessu?  Ég trúi því ekki.

Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 22:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband