Ekkert í húfi - Hvers vegna taka áhættuna?

Eiður er að reyna að vinna sér sæti í liðinu sem borgar honum háu launin. Ég tel nokkuð augljóst að hann taki ekki áhættu með leik sem er nánast eins og vináttuleikur. Því ekki hefur hann neina þýðingu úr því sem komið er.

Nú kann einhver að spyrja hvort hann hafi ekki stolt? Hann hefur það sjálfsagt en það hljóta að vera takmörk fyrir því hvaða áhættu menn taka gagnvart vinnuveitanda sínum. Ekki væri ég heldur hissa þó hann hefði verið beittur sams konar þrýstingi og þegar Barcelona meinaði honum að taka þátt í landsleiknum gegn Spáni. Það var hins vegar hneyksli.

Ef aðrar ástæður en ofangreindar væru hér að baki gæti hann sagt það bara hreint út, en ekki þegar um er að ræða yfirgang vinnuveitanda sem á skv. öllum fótboltareglum og hefðum að sleppa honum í landsleiki. Sá sannleikur þolir ekki opna umræðu.


mbl.is Eiður: „Ákvörðunin hefur ekkert með þjálfarann að gera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Nú kann einhver að spyrja hvort hann hafi ekki stolt?    Ef að það er fólk þarna úti sem segir þetta þá má benda því fólki á að kanski er líka önnur hlið á stolti... Að spila fyrir eitt stærsta félagslið heims hlýtur að hafa eitthvað með stolt að gera.. Allavega væri Eiður ekki stoltur ef hann væri laggður til hliðar hjá barcelona og seldur.. Þó svo að það sé kanski það sem koma skal...   Mér finnst alltílagi að Eiður spili ekki gegn dönum.

Stefán Þór Steindórsson, 16.11.2007 kl. 10:30

2 identicon

Það er bara ekki eins og Eiður hafi verið að sýna mikinn lit í mörgum af þeim landsleikjum sem hann hefur spilað. Vissulega skorar hann mörk, en nú þegar metinu er náð ... þá er bara áherslan lögð á Barca. Þannig hefur það verið svolítið með Eið ... á móti Króatíu úti minnir mig að hann hafi borið við meiðslum, en var svo spilandi með sínu félagsliði 3 dögum seinna.

Ég er sjálfur stundum pirraður út í þessa landsleiki sökum þess að þeir slíta í sundur deildarkeppnirnar í Evrópu (ég fylgist aðallega með Englandi og Spáni) ... en það er ekki eins og Eiður þurfi að líða þjáningar þótt hann færi og spilaði fyrir Ísland - hvað eru t.d. margir landsliðsmenn í Barca sem eru að fara að spila núna leiki?

Maður eins og Hermann Hreiðarsson - það er snillingur sem aldrei aldrei aldrei hefur gefið upp þessa ástæðu. Sama þótt hann sé hjá minna liði ... en sem fyrirliði er hann 100 sinnum betri en Eiður. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Persónulega finnst mér að Eiður eigi að hætta að spila með landsliðinu! Þvílíkt og annað eins skítkast fær hann í hvert skipti sem hann er ekki með! Og veit einhver hverjar þessar persónulegar ástæður eru?? Flestir þessara skítkastara hér ættu að fá sér hund og skýra hann Lúkas!!

Þorsteinn Þormóðsson, 16.11.2007 kl. 12:55

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þorsteinn, hér er ekki um neitt skítkast að ræða. Eiður er í miklum metum sem knattspyrnumaður. Hann er bara mannlegur og þarf að eiga við hluti sem við þekkjum ekki á toppi atvinnuknattspyrnunnar.

Þar er allt notað til að ná árangri og líka það að meina mönnum að spila. Ég álasa ekki Eiði að láta undan slíkum þrýstingi. Íslendingar eiga bara hreint enga kröfu á að hann spili fyrir landsliðið frekar en hann vill. Ég tel okkur heppna ef hann spilar, en er ekki alltaf sammála því hvernig þjálfararnir hafa notað hann. Mér finnst vanta að leikmennirnir noti sér hræðslu mótspilaranna við hann og blekki andstæðingana til að dekka hann nægilega til að losa um aðra. Eiður ætti að fara létt með að draga skipulega til sín a.m.k. tvo varnarmenn sem gerir öðrum sóknarmönnum auðveldara fyrir.

Við höfum séð hvernig Ólafur Stefánsson má stundum sætta sig við að hverfa vegna svona hræðslu andstæðinga og þeir dekka hann hreinlega út úr leiknum. Snilld þessara manna felst í því að láta þá andstæðinginn greiða fyrir það með losun annarra leikmanna. 

Haukur Nikulásson, 16.11.2007 kl. 17:52

5 Smámynd: Sigurjón

Góður punktur hjá þér Haukur varðandi Ólaf.  Eiður er væntanlega nógu góður til að draga að sér næga varnarmenn til að losa um hina.  Spurningin er hvor þeir eru vandanum vaxnir.

Sigurjón, 17.11.2007 kl. 04:40

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband