Guðjón Þórðarson sem landsliðsþjálfara!

Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að hugsa þessa fyrirsögn. Mér geðjast nefnilega hreint ekkert að persónu Guðjóns Þórðarsonar. Mér finnst Eyjólfur Sverrisson hins vegar mun geðþekkari, hann bara ónýtur þjálfari hjá landsliðinu.

Heimurinn er bara ekki svartur eða hvítur. Guðjón hefur náð árangri sem þjálfari þrátt fyrir augljósa persónugalla. Þessir gallar virðast jafnvel hjálpa honum í þessu starfi.

KSÍ þarf að brjóta odd af oflæti sínu og viðurkenna að líklega er enginn hentugri en Guðjón í þetta starf og þeir eigi bara að kyngja því að erfitt geti verið að vinna með honum. Hver segir svo sem að framkvæmdastjórn KSÍ eigi að vera í "náðugu" djobbi? Þetta er leikur fyrir harða karla og það er kominn tími til að velja þann harðasta til að ná árangri.

Það er engin ástæða til að kvelja Eyjólf á þessu starfi lengur, látið Guðjón strax taka við fyrir leikina gegn Danmörku og Svíþjóð.


mbl.is Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þer Haukur þarna/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.10.2007 kl. 11:36

2 identicon

Guðjón Þórðarsson er með 3 ára samning við ÍA. Hann efnir þann samning og klárar þann tíma hið minnsta á Akranesi.

Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:04

3 identicon

Eyjólfur er handónýtur þjálfari sem Eggert Magnússon tróð þarna inn í óþökk annara. Guðjón er aftur á móti frábær þjálfari, en er honum treystandi sem persónu ?

Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:39

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óli Jó fer í djobbið..  annars er ég sammála Hauki, Gaua í starfið og hann má vera með skagan samtímis enda er þetta starf bara hobbý.. 2-3 leikir á ári .

gæði Eyjófls sem þjálfara koma í ljós eftir að hann verður látinn fara.. þá sjáum við hversu mörg lið vilja fá hann sem þjálfara.. giska á .. ekkert !

Óskar Þorkelsson, 24.10.2007 kl. 16:59

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú ert í hrópandi mótsögn við sjálfan þig Sveinn... fyrst á ekki að kenna Eyjólfi um en síðan ertu að velta fyrir þér hver velur í liðið

kvót 1: Svo spyr ég? Hvernig væri að skoða HUGARFAR leikmannanna, ekki skella bara skuldinni á Eyjólf.Maður líttu þér nær ekki var Eyjólfur inni á vellinum,

kvót 2 :

Svo má spyrja? Er nóg að hafa samning við eitthvað erlent lið þá átt þú sæti í landsliðinu, jafnvel ekki spilað leik í marga mánuði og heitir eftirnafni sem er ekki son.

EYJÓFUR VELUR LIÐIÐ SVEINN !!

ólund út í Gaua vegna IBK.. ég meina . það vill enginn þjálfari emð sjálfsvirðingu þjálfa IBK og svo er spurning hver sveik hvaða samning.. Gaui eða IBK.. skilst að Gaui hafi haft allt sitt á þurru lagalega.

Óskar Þorkelsson, 24.10.2007 kl. 22:12

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband