Hitler vann!

Evrópusambandið er í raun hugarfóstur Adolfs Hitlers um Stór-Þýskaland og "lebensraum".

Blair verður væntanlega forseti ESB án þess að kjósendur og þegnar þessara ríkja hafi nokkuð með það að segja. Þetta er sami maður og stóð fyrir innrásinni í Írak og er ábyrgur fyrir dauða hundruða þúsunda íraka.

Þetta er maðurinn sem sumir íslendingar vilja fá sem sinn yfirforseta með inngöngu í Evrópusambandið. Halda menn að stjórn Evrópusambandsins vilji fá Ísland í bandalagið af því að það sé svo gott fyrir íslendinga? Með Íslandi fengi ESB risastórt hafsvæði, ríkuleg fiskimið, gott landrými og ótrúlega fáa íbúa sem engu myndu ráða.

Maður segir bara á góðri ný-íslensku: Think again!


mbl.is Blair kann að verða fyrsti forseti Evrópusambandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm.. Ég er nú nokkuð vel lesinn um aðdraganda seinni heimstyrjaldarinnar og stefnu Hitlers.. að líkja þeirri stefnu við ESB er bara fásinna. Hitler ætlaði aldrei í neitt samstarf.. hann ætlaði að ná yfirráðum með hvaða meðulum sem þurfti og þar á meðal útrýma öllum þeim sem stóðu í vegi fyrir honum á þeirri leið.  ESB snýst allt um samstarf milli þjóða en ekki yfirráð yfir öðrum þjóðum..

Varðandi Blair þá er hann bara "jolly good chap" sem var dreginn á asnaeyrunum vegna einhvers óskiljanlegs "bond" milli USA og UK.  Hann er ábyrgur fyrir iraq ásamt morðingjanum í hvíta húsinu.. en að líkja þessu við Hitler og hans stefnu er hreinlega ekki rétt !

Óskar Þorkelsson, 24.10.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Jón Lárusson

Líkingin við Hitler er náttúrulega vegna markmiðsins, ekki leiðarinnar sem farin er. Þegar verið er að líkja tilgangi ESB og Hitlers saman, þá kemur alltaf í upp í huga mér atriði úr Yes Minister. Þar er ráðuneytisstjórinn að velta upp Napóleónsverðlaununum. Ráðherran spyr þá hvað það sé. Honum er þá sagt að þetta séu verðlaun ESB(þá EB) til þess aðila sem er talinn hafa lagt mest að mörkum til sameiningar Evrópu síðan Napóleon var og hét. Hitler væri reyndar sá sem mest tilkall ætti til verðlaunanna, en siðferðislega væri varla stætt á því að veita honum þau!

Jón Lárusson, 24.10.2007 kl. 08:49

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Óskar, ég sé ESB sem óþarfa eineltisklíku. Ef menn vilja samstarf þjóða þá á að vera sá manndómur að leyfa öllum þjóðum að vera með í því en ekki fáum útvöldum. ESB snýst bara um að verja hagsmuni Evrópuþjóða gagnvart uppgangi í þriðja heiminum.

Stundum fæ ég á tilfinninguna að allt þetta ESB batterí sé til þess að viðhalda kolruglaðri landbúnaðarstefnu, sem er eiginlega jafnvitlaus þeirri sem rekin er hér með niðurgreiðslum og löngu úreltri ríkisverndarstefnu. ESB ætlar nefnilega ekki að þola þriðja heims ríkjum að selja landbúnaðarvörur á eðlilegu verði þangað og þannig er þeim áfram haldið fátækum og utan bandalagsins. Þetta kalla ég einelti og klíkuskap sem ber ekki vott um að ESB vilji sjá lífskjör í heiminum jafnast.

Mín skoðun er sú að viðskipti allra þjóða eigi að vera sem frjálsust án tillits til staðsetningar á jarðarkringlunni. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir! 

Haukur Nikulásson, 24.10.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þessi skilgreining er rétt Haukur og er ESB mótvægi við USA og þeirra viðskipaveldi.. en hvernig þetta snýr að 3´ja heiminum er svo annað mál og kemur þessu lítið við. 

málefni afríku eru svo flókin og erfið að ég ætla ekki að hætta mér út í þá umræðu.. ég þekki hinsvegar talsvert til suð austur asíu og hvernig þetta snýr að þeim.

Óskar Þorkelsson, 24.10.2007 kl. 16:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband